Færslur: Bárðarbunga

Jarðskjálfti 3,5 að stærð í Bárðarbungu
Jarðskjálfti um 3,5 að stærð mældist í öskju Bárðarbungu klukkan 16 mínútur yfir átta í morgun. Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu frá eldgosinu í Holuhrauni.
29.06.2022 - 10:50
Jarðskjálfti í Bárðarbungu
Jarðskjálfti fjórir komma fjórir að stærð mældist í Bárðarbungu laust eftir klukkan átta í morgun. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.
28.05.2022 - 08:33
Stærri skjálftar vegna kvikusöfnunar í Bárðarbungu
Jarðskjálfti, 4,1 að stærð, varð í Bárðarbungu í Vatnajökli rétt eftir klukkan sjö í morgun. Minni skjálftar fylgdu í kjölfarið, sá stærsti þeirra mældist 2,9. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til gosóróa
25.03.2022 - 09:38
Skjálfti að stærð 4,8 í Bárðarbungu
Skjálfti að stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu rétt upp úr klukkan tíu. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa mælst og síðasta sólarhring hafa skjálftar að stærð 3,0 og 2,9 mælst á svipuðum slóðum. Um er að ræða stærsta skjálfta í Bárðarbungu frá því í september 2020.
22.02.2022 - 12:14
Þrír skjálftar í kringum þrjá að stærð á Vatnajökli
Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð urðu nærri Bárðarbungu á fjórða tímanum. Fyrri skjálftinn mældist 3,3 að stærð um klukkan 15:16, og sá seinni 3,6 þegar klukkan var 15:35. Á milli þeirra varð skjálfti af stærðinni 2,8.
12.11.2021 - 16:56
Bárðarbunga að jafna sig eða að undirbúa næsta gos
Bárðarbunga hefur verið að þenjast út. Það gæti verið vegna kvikusöfnunar og bungan því að undirbúa næsta gos eða að hún er að jafna sig eftir Holuhraunsgosið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegast að stórir jarðskjálftar í fyrrakvöld hafi orðið vegna landriss.
Allt með kyrrum kjörum í Geldingadölum og Bárðarbungu
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Geldingadölum í gær og nótt. Nú rýkur aðeins upp af gígnum og sérfræðingar veðurstofunnar bíða eftir hvað gosið geri næst. Bárðarbunga hefur einnig haft hægt um sig í nótt eftir jarðskjálfta í gærkvöldi.
Annar skjálfti í Bárðarbungu
Öflugur jarðskjálfti varð í Bárðarbungu í Norð-vestanverðum Vatnajökli klukkan 22:12 í kvöld. Þetta er annar stóri skjálftinn sem verður á þessum stað á rúmlega þremur klukkutímum.
27.07.2021 - 23:11
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Jarðskjálfti í Bárðarbungu - Enginn gosórói
Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð tæpum sjö kílómetrum aust-suðaustur af Bárðarbungu um klukkan hálf þrjú í nótt. Tveir skjálftar rétt undir tveimur að stærð fylgdu rétt á eftir.
13.02.2021 - 04:48
Spegillinn
Skjálftar á bilinu 6 til 6,5 líklegir á Reykjanesskaga
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga þurfa að búa sig undir jarðskjálfta af stærðinni 6 til 6,5 í náinni framtíð. Það sama á við um Húsvík og nágrenni. Þetta er mat Freysteins Sigmundssonar jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Jarðhiti í Bárðarbungu sífellt að aukast
Snarpur jarðskjálfti í Bárðarbungu um helgina er ekki endilega fyrirboði frekari atburða þar, að sögn jarðeðlisfræðings. Stórir skjálftar fylgi kvikusöfnun í eldstöðinni. Jarðhiti er sífellt að aukast á þessu svæði og eitt af því vísindamenn fylgjast með er hvort aukin hætta er á hlaupi í Jökulsá á Fjöllum.
28.09.2020 - 13:29
Snarpur skjálfti við Bárðarbungu
Jarðskjálfti af stærðinni 4,8 mældist rúmum átta kílómetru aust-suðaustur af Bárðarbungu rétt eftir miðnætti. Lítil virkni var við Bárðarbungu áður en skjálftinn varð, en síðan hafa orðið þrír eftirskjálftar, sá stærsti tveir að stærð. Síðast urðu skjálftar af þessari stærðargráðu í Bárðarbungu í apríl og janúar á þessu ári. Þeir mældust báðir 4,8 að stærð.
27.09.2020 - 00:55
Stærsti skjálftinn var 3,6
Jarðskjálfti sem reið yfir í suðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni rétt fyrir klukkan eitt í nótt var öllu stærri en fyrst var talið. Hann var metinn 3,2 í fyrstu en frekari útreikningar náttúruvársérfræðinga Veðurstofunnar leiddu í ljós að hann var 3,6 að stærð. Rúmlega klukkutíma áður var skjálfti 3,0 á svipuðum stað. Nokkrir smærri skjálftar voru frá því skömmu fyrir miðnætti þar til snemma í morgun.
14.07.2020 - 11:03
Bárðarbunga skalf í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan eitt í nótt og annar, 2,5 að stærð, fylgdi fast á hæla honum. Skjálfti sem mældist 3,0 varð á sama stað tuttugu mínútum fyrir miðnætti. Nokkrir minni skjálftar, allir undir 2 að stærð, hafa orðið í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.
3,4 stiga skjálfti við Bárðarbungu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð aust-suðaustur af Bárðarbungu skömmu eftir klukkan hálf fimm í dag. Síðast mældist skjálfti af þessari stærðargráðu í Bárðarbungu 30. maí, hann var 3,5 að stærð.
Jarðskjálfti 3,5 að stærð í Bárðarbungu
Jarðskjálfti 3,5 að stærð varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni þegar klukkan var gengin tuttugu mínútur í tvö í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að engir eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið og engin merki sjáist um gosóróa.
30.05.2020 - 07:59
Mynduðu Bárðarbungu með ratsjám eftir skjálftann
Einn stærsti skjálfti sem orðið hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni fyrir nærri sex árum varð í fyrrinótt þegar skjálfti mældist 4,8 að stærð. Landhelgisgæslan flaug yfir svæðið í gær og myndaði bæði Bárðarbungu og Öskju með ratsjám.
21.04.2020 - 06:38
Skjálftinn stærri en talið var og einn stærsti frá gosi
Veðurstofan hefur uppfært styrk jarðskjálftans sem varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Hann reyndist 4,8 að stærð og er einn stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu síðan gaus hófst í Holuhrauni í ágúst 2014.
Bárðarbunga skalf í nótt
Jarðskjálfti, 4,5 að stærð, varð í Bárðarbungu laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Upptök skjálftans voru á tæplega 9 kílómetra dýpi, um 7 kílómetra aust-norðaustur af Bárðarbungu. Nokkrir litlir eftirskjálftar fylgdu, sá stærsti þeirra 1,4. Enginn gosórói er sjáanlegur í grennd, segir á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að síðast hafi orðið skjálfti af svipaðri stærðargráðu í Bárðarbungu þann 5. janúar síðastliðinn.
20.04.2020 - 05:30
Snarpur skjálfti í Bárðarbungu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,6 mældist í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Skjálftinn var stakur, það er engar jarðhræringar höfðu verið í og við Bárðarbungu í aðdraganda skjálftans og heldur engir eftirskjálftar. Að sögn jarðvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er slíkt alvanalegt á þessum slóðum, og engin merki um aðra virkni en skjálftavirkni. Áfram verður þó fylgst vel með.
15.02.2020 - 07:11
Skjálfti að stærð 3,7 í Bárðarbungu
Jarðskjálfti að stærð 3,7 varð 8 km austan í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag. Engir eftirskjálftar hafa fylgt og engin merki eru um gosóróa, að sögn vakthafandi jarðvísindamanns á Veðurstofunni.
26.01.2020 - 15:05
Tveir snarpir skjálftar í Bárðarbungu
Tveir öflugir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu á fimmta tímanum í morgun. Um hálf fimm varð skjálfti af stærðinni 5,0 og rétt fyrir klukkan fimm kom annar skjálfti sem var 4,2 að stærð. Að sögn sérfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands eru þó engin merki um gosóróa í Bárðarbungu.
05.01.2020 - 05:46
Minni virkni í Bárðarbungu en undanfarin ár
Dregið hefur úr skjálftavirkni í Bárðarbungu í nótt og það sem af er morgni eftir að skjálftahrina gekk þar yfir í gærkvöld. Jarðskjálfti, 3,8 að stærð, varð í norðaustanverðri Bárðarbunguöskjunni í gærkvöld. Um það bil mínútu áður mældust tveir skjálftar á svipuðum slóðum af stærðinni 3,0. Samtals hafa mælst 19 skjálftar í öskjunni síðan í gærkvöld.
02.12.2019 - 12:47
Snörp skjálftahrina í Bárðarbungu
Tveir snarpir skjálftar urðu í Bárðarbungu á fimmta tímanum í morgun. Fyrri skjálftinn mældist fjórir að stærð klukkan 04:22, og aðeins sex mínútum síðar mældist annar skjálfti af stærðinni 3,5. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst síðan, en að sögn vakthafandi jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosóróa.
24.11.2019 - 06:33