Færslur: Baráttudagur verkalýðsins 1. maí

Sjónvarpsfrétt
Sólveig Anna segir yfirlýsingu Bárunnar sorglega
Formenn stéttarfélaganna Bárunnar og Eflingar deila hart hvor á aðra á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins en forseti Alþýðusambandsins hvetur til samstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir sorglegt að formaður Bárunnar hafi ekki um annað merkilegra að hugsa en að senda frá sér harðorða ályktun þar sem segir að uppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ósvífnar og óskiljanlegar.
Viðtal
Rúta lúðrasveitar bilaði á leið í kröfugöngu
Lúðrasveit verkalýðsins lenti í óvæntum skakkaföllum þegar rútan þeirra bilaði á leið í kröfugöngu á Laugavegi. Þórunn Helga Ármannsdóttir, formaður lúðrasveitarinnar, segir daginn að öðru leyti hafa verið mjög hátíðlegan.
Óeirðalögregla handtók tugi mótmælenda í Tyrklandi
Tyrkneska óeirðalögreglan handtók tugi mótmælenda í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands í dag.
Myndskeið
Ekki sjálfgefið að eiga frjálsa verkalýðshreyfingu
Göngufólk í kröfugöngu dagsins segir tíma til kominn að samstaða ríki innan verkalýðshreyfingarinnar. Gott sé að geta loks gengið fylktu liði á baráttudegi verkalýðsins eftir tveggja ára hlé.
Báran fordæmir „ósvífnar og óskiljanlegar“ uppsagnir
„Trúnaðarráð Bárunnar, fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu ákvörðun Baráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins upp störfum.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem stéttarfélagið Báran sendi frá sér í morgun. Þá er lýst stuðningi við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins. Jafnframt er miðstjórn ASÍ og Starfsgreinasambandið átalið fyrir að fordæma ekki framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar.
Myndskeið
Ekki stöðugleiki þegar gæðunum er misskipt
Þótt engar væru kröfugöngurnar í dag þá er kjarabaráttan í fullum gangi. Forseti ASÍ segir stöðugleika ekki í boði þegar sumir valsi um auðlindir landsins og maki krókinn á meðan aðrir nái ekki endum saman. Formaður BSRB telur hættu á auknum ójöfnuði.