Færslur: Banksy

Björgunarskip Banksy sendir neyðarkall af Miðjarðarhafi
Björgunarskip, sem fjármagnað er af listamanninum Banksy, er nú strandaglópur á Miðjarðarhafinu með mikinn fjölda hælisleitenda um borð.
29.08.2020 - 15:37
Handteknir fyrir þjófnað á Bataclan-verki Banksy
Sex hafa verið handteknir víðsvegar í Frakklandi grunaðir um að hafa stolið listaverki eftir listamanninn Banksy sem hann gerði til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í París fyrir fimm árum.
27.06.2020 - 13:51
Lestin
Á Banksy venjulegt baðherbergi eins og við hin?
Ein er sú starfstétt sem getur illa unnið heiman frá sér. Það eru vegglistamenn, listamenn sem skapa verk sín á veggjum í almannarýminu. Sá þekktasti í þeim bransa, huldumaðurinn Banksy, er einn þeirra sem hafa þurft að finna nýjan vettvang fyrir verk sín að undanförnu.
26.04.2020 - 13:11
Er Banksy líka ofurseldur markaðsöflunum?
Banksy kom aðdáendum mikið á óvart og opnaði búð nýverið. Huldulistamaðurinn vinsæli hefur nefnilega neyðst til að fara út í verslunarrekstur, vegna deilu um réttinn á nafninu hans.
05.10.2019 - 13:40
Banksy prakkarast á Feneyjatvíæringnum
Banksy hefur látið til skarar skríða í Feneyjum, þar sem stærsti og virtasti myndlistarviðburður heims stendur nú yfir.
23.05.2019 - 11:15
Banksy-verki stolið frá Bataclan
Verki eftir breska huldulistamanninn Banksy, sem var spreyjað á franska leikhúsið og tónleikastaðinn Bataclan, var stolið um helgina.
28.01.2019 - 14:10
Beitt gagnrýni eða lævís markaðsbrella?
Óknyttalistamaðurinn Banksy lét til skarar skríða um síðustu helgi þegar tilboð upp á eina milljón punda var samþykkt hjá Sotheby's uppboðshúsi í eitt frægasta verk hans. Ramminn sjálfur utan um verkið hóf að tæta myndina í sömu mund og hamrinum var slegið í púltið. Er gjörningurinn augljós gagnrýni á samband peninga og lista eða bara vel heppnuð markaðsbrella?
10.10.2018 - 16:15
Banksy mynd fór í tætara á uppboði
Eitt þekktasta listaverk listamannsins Banksy, Stúlka með blöðru, var selt fyrir meira en milljón pund á uppboði í Lundúnum í gær. Myndin hékk í ramma upp á vegg hjá Sothebys uppboðshúsinu og þegar lokatilboðið, ein milljón og fjörtíu og tvö þúsund pund, hafði verið samþykkt, rann myndin niður í gegnum tætara sem var innbyggður í rammann. Myndin hékk svo í henglum fyrir neðan.
06.10.2018 - 10:10
Banksy til bjargar bókasöfnum í Bristol
Huldulistamaðurinn Banksy hefur boðið fram aðstoð sína við að koma í veg fyrir að 17 af 26 bókasöfnum í heimaborg hans Bristol, verði lokað vegna 200 milljóna króna niðurskurðar.
05.07.2018 - 16:54
Borgarráðsmaður í Hull vill Banksy-verk burt
Bæjarráðsmaður í sjávarborginni Hull vill að borgin hreinsi Banksy-verk af uppreistri vindubrú í bænum sem málað var í síðustu viku. Hann segir Banksy ekki standast samanburð við „alvöru“ verk í menningarmiðstöð Hull.
28.01.2018 - 17:43
Ný verk eftir Banksy dúkka upp í miðbæ Lundúna
Tvö ný verk eftir Banksy hafa birst á vegg nærri Barbican-safninu í Lundúnum. Myndirnar eru gerðar til heiðurs listamanninum Basquiat, en yfirlitssýning á verkum hans hefst í Barbican-safninu í vikunni. Nýju verkin fela í sér gagnrýni á listastofnanir.
18.09.2017 - 15:20
Ráðgátan um Banksy og Bristol-gengið
Persóna breska huldulistamannsins Banksy hefur lengi verið ein helsta ráðgáta myndlistarheimsins. Breski rapparinn og raftónlistarmaðurinn Goldie virðist hins vegar hafa talað af sér í viðtali á dögunum og kann að hafa komið upp um kauða, en flestir telja nú böndin berast að Robert Del Naja, forsprakka hljómsveitarinnar Massive Attack.
27.06.2017 - 15:12
Leitin að Banksy gamla
„Láttu mig hafa bubblu-letur og settu það á stuttermabol og skrifaðu Banksy á hann og þá erum við góðir. Þá getum við selt hann, já við getum selt hann. Ég vil ekki móðga Rob, mér finnst hann frábær listamaður.“ Þessi orð breska tónlistarmannsins Goldie hafa vakið upp sígildar hugleiðingar um það hver listamaðurinn Banksy reynist vera, en rétt nafn hans hefur verið leyndarmál síðustu tuttugu árin í breskum myndlistarheimi. Víðsjá kannaði málið. Innslagið má heyra hér í spilaranum að ofan.
23.06.2017 - 14:56
Banksy opnar hótel með „versta útsýni í heimi“
Öllum að óvörum hefur nýtt hótel opnað dyr sínar á Vesturbakkanum í Palestínu. Hótelið stendur á horni sem snýr að aðskilnaðarmúrnum sem umlykur Betlehem og státar af „versta útsýni í heimi“ samkvæmt tilkynningu. Banksy, götulistamaðurinn víðfrægi, stendur fyrir gjörningnum.
05.03.2017 - 10:18