Færslur: Bankaviðskipti

Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 5,9 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2022. Hagnaðurinn nam því 11,1 milljarði króna á fyrri helmingi ársins.
28.07.2022 - 16:06
Kanna hvort íslensk heimili greiði meira
Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, hefur skipað starfshóp til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum.
Útvarpsviðtal
Segist ekki hafa vitað að faðir hans væri kaupandi
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað að faðir hans væri í hópi kaupenda Íslandsbanka. Listi yfir kaupendur var birtur í gær.
07.04.2022 - 10:33
Undirbúningur hafinn að sölu Mílu
Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.
Bjartsýni um viðskiptaafgang tíunda árið í röð
Árið 2020 er það níunda í röðinni með samfelldan viðskiptaafgang og mældist hann, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans vera 30,9 milljarðar króna. Því virðist ekki vera útlit fyrir að Kórónuveirukreppan steypi hagkerfinu í gamalt far viðskiptahalla þrátt fyrir talsverðan samdrátt í útflutningi.
Myndskeið
Bankarnir „furðu sprækir þrátt fyrir efnahagsástandið“
Samanlagður hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja eykst um sjö prósent á milli ára. Prófessor í hagfræði segir faraldurinn hingað til ekki hafa haft mikil áhrif á rekstur þeirra og spyr hvort engin tengsl séu á milli raunhagkerfisins og fjármálakerfisins.
12.02.2021 - 19:01
Vill selja fjórðungshlut í Íslandsbanka
Stefnt verður að því að selja fjórðung af eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka á næsta ári og verður ágóðinn meðal annars notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þetta kemur fram í greinargerð sem fjármálaráðherra birti í dag.
22.12.2020 - 21:11
Samdráttur á flestum sviðum en bjartara framundan
Einn mesti samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í heila öld blasir við á árinu 2020. Horfur eru á að landsframleiðslan dragist saman um allt að 7,6%. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki og getur átt eftir að aukast. Verðbólga ársins mælist um 2,8%.
Útlánsvextir til fyrirtækja magna niðursveifluna
Niðursveiflan í hagkerfinu hefur magnast með því að útlánsvextir til fyrirtækja hafa ekki lækkað í takt við meginvexti Seðlabankans.
Fjárhagsleg endurskipulagning háð hlutafjárútboði
Allir angar fjárhagslegrar endurskipulagningar Icelandair eru háðir því að hlutafjárútboð sem stefnt er að í ágúst gangi vel.
04.08.2020 - 06:19
Gríðarlegur samdráttur hjá HSBC bankanum
Hagnaður HSBC bankans, eins stærsta banka heims, hrapaði um 69 af hundraði á fyrri helmingi ársins, eftir skatta. HSBC-bankinn er fjölþjóðlegur banki með höfuðstöðvar í London.
03.08.2020 - 06:13