Færslur: Bankarnir

Telur sig ekki geta birt gögn um kaupendur Íslandsbanka
Bankasýslan telur sér ekki fært að birta gögn um þá sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka. Þetta sagði Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, í þætti Dagmála sem birtur var á Mbl.is í dag. Allar líkur séu á því að gögnin falli undir bankaleynd og þá sé nær óþekkt erlendis að upplýst sé kaupendur í sambærilegum útboðum.  
Neytendasamtökin stefna bönkunum
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir einstaka banka hafa neitað að gefa upplýsingar sem þurfi vegna stefnu sem verið sé að undirbúa á hendur þeim. Fimmtán hundruð manns hafa undirritað stefnu á hendur íslensku bönkunum vegna meintra ólögmætra lána. Breki vonast til að stefna bönkunum á aðventunni.
19.11.2021 - 10:58
7,6 milljarða króna hagnaður Íslandsbanka
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka var 7,6 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Það er mun betri afkoma en á sama ársfjórðungi í fyrra en þá nam hagnaðurinn 3,4 milljörðum. Samanlagt högnuðust stóru viðskiptabankarnir þrír um 23,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi.
28.10.2021 - 16:05
39 sagt upp hjá stóru viðskiptabönkunum þremur
Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, sögðu upp 39 starfsmönnum í liðnum mánuði.
37 milljarða hagnaður á fyrri helmingi ársins
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 37 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Er það viðsnúningur frá fyrri helmingi síðasta árs þegar hálfs milljarðs tap var af rekstrinum.
28.07.2021 - 18:08
Enginn banki á Blönduósi eftir að Arion lokar þar í maí
Arion banki ætlar að loka útibúi sínu á Blönduósi. Með því verða Blönduósbúar að fara á Sauðárkrók til að sækja sér þjónustu bankans.
19.02.2021 - 11:44
Loftslagsdæmið
Kýs frekar gott líf en aðeins meiri ávöxtun
„Ég ætla ekki að fara á eftirlaun fyrr en eftir um 25 ár og auðvitað skiptir máli að fá einhverja ávöxtun á peninginn en það skiptir mig miklu meira máli að það verði ennþá siðmenning á Íslandi þegar ég fer á eftirlaun,“ þetta segir Kristján Rúnar Kristjánsson. Bjarni Herrera Þórisson, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Circular solutions, segir að hefðbundnar loftslagsaðgerðir venjulegs fólks blikni í samanburði við í hvaða lífeyrissjóð það greiðir.