Færslur: Bankahrunið

Saksóknari reynir ekki að áfrýja tveimur hrundómum
Ríkissaksóknari óskar ekki eftir áfrýjunarleyfi við Hæstarétt vegna tveggja dóma sem kveðnir voru upp í Landsrétti í málum sem tengdust hruni bankanna. Hreiðar Már Sigurðsson og Guðný Anna Sveinsdóttir voru sýknuð í maí af ákæru um innherjasvik. Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson voru sakfelldir í síðasta mánuði í Stím-málinu en fangelsisdómar þeirra voru bundnir skilorði vegna þess hversu langan tíma málið hefur tekið.
09.07.2020 - 09:46
MDE fjallar um mál Magnúsar Guðmundssonar
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, til efnislegrar meðferðar. Hann lagði fram kæru vegna mögulegs vanhæfis tveggja dómara sem dæmdu í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða árið 2016.
Gerði ráð fyrir að málið héldi áfram fyrir dómstólum
Það kom embætti ríkissaksóknara ekki endilega á óvart að Hæstiréttur skyldi ákveða að mál þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs banska, skuli vera endurflutt.  
28.05.2020 - 14:43
Segir fáa dómara hafa átt sambærilegra hagsmuna að gæta
Ólíklegt er að sú ákvörðun Hæstaréttar að mál þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og Elínar Sigfúsdóttur verði tekin til efnismeðferðar í réttinum á ný, hafi áhrif á fleiri mál, að mati lögfræðings Sigurjóns.   
28.05.2020 - 13:31
Réttað aftur um kröfu Kristjáns á Björgólf
Hæstiréttur ómerkti í dag dóma í málum tveggja félaga Kristjáns Loftssonar gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Kristján krefst bóta úr hendi Björgólfs vegna falls Landsbankans. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur sýknuðu Björgólf af kröfu Kristjáns. Hæstiréttur sagði hins vegar að ekki hefði verið skorið úr því fyrir dómstólum hvenær málin fyrndust og því væri ekki hægt að taka afstöðu til málsins nema með getsökum. Því er óhjákvæmilegt að vísa málinu aftur til efnismeðferðar í héraði.
04.06.2019 - 13:34
Viðtal
Engin lög brotin við veitingu neyðarláns
Engin lög voru brotin þegar bankastjórn Seðlabankans tók ákvörðun um veitingu neyðarláns til Kaupþings að upphæð 500 milljónum evra 6. október 2008. Engu að síður sé ljóst í dag að ákvörðunin var röng, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
27.05.2019 - 18:23
Neyðarlánið ekki rétt ákvörðun, segir Már
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ákvörðun um neyðarlán til Kaupþings hafi verið röng. Hann lítur svo á að lánið hafi verið notað með eðlilegum hætti og ekki í eitthvað annað en að hindra fall Kaupþings. Þetta kom fram á blaðamannafundi Seðlabankans sem birti rétt í þessu skýrslu um veitingu og afdrif þrautavaraláns til Kaupþings sem nam 500 milljónum evra. Skýrslan hefur verið í vinnslu í fjögur ár.
27.05.2019 - 16:21
Mynd með færslu
Beint
Skýrsla um neyðarlán til Kaupþings birt
Seðlabankinn gefur út skýrslu klukkan fjögur í dag um veitingu og afdrif þrautavaraláns til Kaupþings sem nam 500 milljónum evra. RÚV sýnir beint frá blaðamannafundi í Seðlabankanum.
27.05.2019 - 15:49
Yfirdeild MDE tekur fyrir mál Gests og Ragnars
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall í tengslum við Al Thani-málið svokallað. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Viðtal
Óskuðu liðsinnis Íslendinga við byltingu
Tíu Gulvestungar mættu í sendiráð Íslands í París á dögunum og óskuðu eftir liðsinni íslenskra stjórnvalda við að gera byltingu, í líkingu við búsáhaldabyltinguna. Einnig óskuðu þeir aðstoðar og ráðgjafar við að losna undan oki alþjóðlegra banka.
07.02.2019 - 09:26
Ótímabært að ræða sölu bankanna
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ótímabært að ræða sölu bankanna þegar framtíðarskipan bankakerfisins á Íslandi liggur ekki fyrir.
14.01.2019 - 12:49
Þjóðarstolt og minjagripir eftir hrun
Fyrir hrun birtist þjóðarstolt Íslendinga gjarnan í fullyrðingum um að Íslendingar væru bestir í heimi í hinu og þessu tengdu viðskiptum. En hvar birtist stoltið eftir hrun? Kannski í lundaleppum, hrossataði og norðurljósasokkabuxum. Guðrúnu Steinþórsdóttir doktorsnemi og Bergljót Kristjánsdóttir prófessor í íslenskum bókmenntum seinni alda ræddu þessi efni á ráðstefnu Háskólans, Hrunið þið munið.
12.10.2018 - 10:13
Svona var Hrunið
Þann 6.október 2008 flutti Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ræðu sem endaði á hinum fleygu orðum „Guð blessi Ísland“. Tilefni ræðunnar var Hrunið (með stóru H-i). Flest fullorðið fólk man atburðina fyrir tíu árum ljóslifandi en þau sem yngri voru þurfa ef til vill nokkra upprifjun.
05.10.2018 - 13:41
Tíu ár frá hruni
Blessun Guðs og helvítis fokking fokk
Þann 6. október eru tíu ár frá því að Geir H. Haarde, þá forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Lokaorðin ódauðlegu urðu strax samofin hruninu, rétt eins og „helvítis fokking fokk“-skiltið sem þótti lýsa ástandi íslensku þjóðarinnar einna best. Fréttastofa rifjar upp fleiri ummæli sem féllu á árunum fyrir og eftir hrun. Upptalningin er þó alls ekki tæmandi - til þess þyrfti 6.000 blaðsíðna skýrslu.
03.10.2018 - 23:53