Færslur: Bangladess

Nauðlenti vegna flugránstilraunar
Farþegaflugvél á leiðinni frá Dhaka í Bangladess til Dubai þurfti að lenda á flugvellinum í Chittagong við strönd Bengalflóa í Bangladess þegar flugræningjar reyndu að ná stjórn á vélinni í dag.
24.02.2019 - 14:23
70 látin í eldsvoða í Bangladess
Að minnsta kosti 70 létu lífið í eldsvoða sem kom upp í byggingu í Dhaka, höfuðborg Bangladess. Eldurinn kom upp fyrir sólarhring og það tók slökkvilið um 12 tíma að ráða niðurlögum eldsins.
21.02.2019 - 16:33
Mannskæður eldsvoði í Bangladess
Að minnsta kosti 56 eru látnir eftir mikinn eldsvoða í fjölbýlishúsum í Dhaka, höfuðborg Bangladess. Samhliða íbúðum eru þar geymslur fyrir ýmis konar efni, á borð við plastkorn og lyktarsprey. AFP fréttastofan hefur eftir slökkviliðsstjóranum Ali Ahmed að mögulega eigi fleiri eftir að finnast látnir, því leit standi enn yfir í íbúðunum.
21.02.2019 - 01:30
Herferð gegn eiturlyfjasmygli í Bangladess
Yfirvöld í Bangladess lögðu í fyrra hald á 53 milljónir metamfetamínpilla, þriðjungi meira en árið á undan. Farið var í herferð gegn eiturlyfjasmygli. Um það bil 25 þúsund grunaðir sölumenn voru teknir höndum og hátt í þrjú hundruð þeirra líflátnir.
10.02.2019 - 10:04
Fjölmennar verkfallsaðgerðir í Bangladess
Þúsundir verkafólks í fata- og vefnaðarvöruiðnaði í Bangladess hafa verið í verkfalli í ríflega viku til að mótmæla lágum launum og slæmum vinnuaðstæðum. Verksmiðjueigendur buðu launahækkanir í gær, að undirlagi stjórnvalda, í von um að binda enda á verkfallsaðgerðirnar. Til átaka kom milli verkafólksins og lögreglu í borginni Savar á sunnudag, og beitti lögregla bæði táragasi og háþrýstidælum til að sundra mannfjöldanum. Um 20 manns særðust þegar lögregla réðist til atlögu.
14.01.2019 - 06:33
Vilja ógilda kosningarnar í Bangladess
Stjórnarandstæðingar í Bangladess neita að viðurkenna úrslit þingkosninganna í dag. Þeir krefjast þess að kosningarnar verði ógiltar og boðað til nýrra sem fyrst. Sheikh Hasina forsætisráðherra og flokkur hennar Awami-bandalagið hafa þegar tryggt sér meirihluta á þingi og virðast hafa unnið stórsigur.
30.12.2018 - 17:48
Stefnir í stórsigur forsætisráðherra
Fyrstu upplýsingar um talningu atkvæða eftir þingkosningarnar í Bangladess benda til þess að Sheikh Hasina og flokkur hennar hafi unnið stórsigur. Samkvæmt frétt sjónvarpsstöðvarinnar Channel 24 frá því fyrir stundu höfðu stjórnarliðar tryggt sér 24 sæti á þingi gegn engu sæti stjórnarandstöðunnar þegar nokkrir tugir þúsunda atkvæða höfðu verið talin. Kjörfundi í Bangladess lauk klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma.
30.12.2018 - 14:16
Þrettán liggja í valnum í Bangladess
Að minnsta kosti tólf eru látnir í Bangladess eftir óeirðir í tengslum við þingkosningar í landinu í dag. Lögregla skaut þrjá til bana. Átta til viðbótar eru fallnir eftir að fylkingum stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga laust saman. Þá lét maður úr varaliði lögreglunnar lífið þegar stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar réðust að honum vopnaðir byssum og bareflum.
30.12.2018 - 11:56
Fimm dánir í átökum á kjörstað í Bangladess
Fimm hafa látið lífið eftir að kjörstaðir voru opnaðir í Bangladess klukkan átta í morgun að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Einn maður lést í suðurhluta landsins þegar lögregla skaut á hóp stjórnarandstæðinga sem talsmaður lögreglu fullyrðir að hafi ráðist á kjörstað. Í samtali við fréttamann AFP-fréttastofunnar staðfesti lögreglustjórinn á staðnum að einn úr hópnum hefði látist af skotsárum en fullyrðir að menn hans hafi beitt byssum sínum í sjálfsvörn.
30.12.2018 - 06:19
Miklar öryggisráðstafanir í Bangladess
Strangar öryggisráðstafanir eru í gildi í Bangladess vegna þingkosninga í landinu á morgun. Sex hundruð þúsund manns hefur verið falið að vakta kjörstaði. Fjarskiptaeftirlitið hefur skipað símafyrirtækjum að slökkva á háhraðanettengingum í öryggisskyni. Gert er ráð fyrir að Sheikh Hasina forsætisráðherra verði endurkjörin í fjórða sinn.
29.12.2018 - 18:27
Viðtal
Óvenjustór hluti fylgdarlaus börn
Erna Kristín Blöndal, stjórnarformaður UNICEF á Íslandi segir meirihluta þeirra Róhinga sem hafa flúið ofsóknir í Mjanmar börn. Þá sé óvenjustór hluti þeirra fylgdarlaus börn. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að að sex herforingjar í mjanmarska hernum verði sóttir til saka.
28.08.2018 - 09:54
Erlent · Asía · Bangladess · Róhingjar · Mjanmar · UNICEF
Skólanemar í Bangladess mótmæla enn
Lokað hefur verið fyrir netaðgang í snjallsímum í Bangladess vegna fjölmennra mótmæla skólanema á lélegu ástandi umferðaröryggismála í landinu. Mótmælin hafa staðið í átta daga, eða allt frá því að tvö ungmenni létust þegar þau urðu fyrir strætisvagni, sem ekið var allt of hratt.
05.08.2018 - 14:45
Skutu á námsmenn í Bangladess
Á annað hundrað skólanemar særðust þegar lögregla skaut táragasi og gúmmíkúlum á þá í dag í Dhaka, höfuðborg Bangladess. Nemendurnir hafa síðustu daga mótmælt bágu umferðaröryggi í landinu með því að trufla eða stöðva umferð í sumum hverfum borgarinnar. Það sem hleypti þeim af stað að tveir unglingar létust þegar þeir urðu fyrir strætisvagni sem ekið var allt of hratt.
04.08.2018 - 20:31
Öryggisráðið kannar glæpi gegn Róhingjum
Teymi sérfræðinga frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna heimsótti í dag flóttamannabúðir í Kutupalong á landamærum Bangladess að Mjanmar. Hernaður yfirvalda í Mjanmar gegn Róhingjum hófst í ágúst síðastliðnum og síðan hafa um 700.000 manns lagt á flótta yfir landamærin til Bangladess.
29.04.2018 - 10:33
Óttast afleiðingar rigningartímabilsins
Óttast er um líf og heilsu nærri milljónar Róhingja í fjölmennum flóttamannabúðum í Bangladess nú þegar rigningartímabilið er að ganga í garð.
19.04.2018 - 14:43
Róhingjar fá að snúa heim innan tveggja ára
Stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess hafa náð samkomulagi um að flóttamenn úr hópi Róhingja í Bangladess fái að snúa aftur til síns heima í Mjanmar innan tveggja ára. Yfir sex hundruð þúsund Róhingjar voru hraktir frá heimilum sínum í víðtækum þjóðernishreinsunum stjórnarhers Mjanmar, þar sem hersveitirnar fóru fram með brennum, nauðgunum og morðum.
16.01.2018 - 09:35
Olíuskipið Sanchi sokkið í Austur-Kínahaf
Olíuflutningaskipið Sanchi, sem staðið hefur í ljósum logum í rúma viku, sökk í djúp Austur-Kínahafs aðfaranótt sunnudags, miðja vegu milli Kína og Japans. Kínverskir fjölmiðlar greina frá þessu. Sanchi lenti í árekstri við kornflutningaskipið Crystal um 260 kílómetra austur af Sjanghæ laugardaginn 6. janúar og hefur rekið hægt í áttina að Japan síðan. 32 menn voru um borð; 30 Íranir og tveir Bangladessar. Eru þeir allir taldir af, en einungis tókst að bjarga jarðneskum leifum þriggja skipverja.
15.01.2018 - 01:24
Erlent · Asía · Íran · Bangladess · Kína
Gagnrýna að í barnabók sé kafli um Suu Kyi
Í barnabók um hundrað konur sem í gegnum tíðina hafa skarað fram úr og verið öðrum fyrirmynd er kafli um Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar. Foreldrar í Bretlandi hafa hvatt til þess að sá kafli verði fjarlægður úr bókinni verði hún endurprentuð.
28.12.2017 - 10:15
Vildi ekki ræða ofsóknir gegn Róhingjum
Pramila Patten, sérlegur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, segir að Aung San Suu Kyi leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi Nóbels hafi á fundi þeirra fyrr í mánuðinum neitað að ræða ofsóknir gegn Róhingjum.
27.12.2017 - 11:46
Þorp brennd eftir undirritun samnings
Tólf þorp Róhingja í Mjanmar voru brennd eftir að stjórnvöld þar undirrituðu samning við Bangladess um að hluti Róhingja geti snúið aftur heim. Talið er að um 655.000 Róhingjar hafi flúið frá Mjanmar til Bangladess síðan í lok ágúst.
18.12.2017 - 15:37
Páfi nefndi Róhingja á nafn
Frans páfi minntist á Róhingja í ræðu sem hann hélt í Bangladess í dag. Hann hefur verið á ferð um Asíu í vikunni og þetta var í fyrsta sinn í þeirri ferð sem hann sagði orðið Róhingjar. Orðið sagði páfi á fundi með hópi Róhingja í Dhaka, höfuðborg Bangladess.
01.12.2017 - 14:04
Óttarr Proppé heimsækir Bangladess
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, er kominn til Bangladess til að kynna sér aðstæður flóttafólks. Hundruðir þúsunda Róhingja hafa flúið þjóðernishreinsanir hersins í nágrannaríkinu Mjanmar síðustu mánuði. Óttarr kynnir sér þar starf Unicef í landinu.
27.11.2017 - 06:40
Hópnauðganir á vegum hersins í Mjanmar
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarher Mjanmar hafi beitt nauðgunum sem vopni til að hrekja hundruð þúsunda Róhinga úr landi yfir landamærin til Bangladess.
16.11.2017 - 13:07
Öryggisráðið ályktar um Mjanmar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í dag að krefjast þess að stjórnvöld á Mjanmar myndu binda enda á hernað í Rakhine-héraði. Hundruð þúsunda Róhingja, sem þar búa, hafa verið hraktir á brott síðan í lok ágúst.
06.11.2017 - 22:53
Fleiri íslenskir sendifulltrúar til Bangladess
Fimm sendifulltrúar á vegum Rauða krossins á Íslandi eru nú á leið til Bangladess til starfa í tjaldsjúkrahúsi í flóttamannabúðum fyrir flóttafólk frá Mjanmar. Þrír sendifulltrúar frá Íslandi hafa verið að störfum þar undanfarinn mánuð við að koma tjaldsjúkrahúsinu upp. Einn þeirra er Lilja Óskarsdóttir sem segir framtíð flóttafólksins ekki bjarta.
25.10.2017 - 06:00