Færslur: Bangladess

Manntjón í eldi í búðum Róhingja
Manntjón varð þegar eldur braust út í flóttamannabúðum Róhingja nærri  Cox´s Bazar í Bangladess í gær. Að minnsta kosti sjö fórust, en tugir þúsunda missti híbýli sín og eigur.
23.03.2021 - 09:12
Erlent · Asía · Bangladess · Mjanmar
Nýja Delhi mengaðasta höfuðborg heims þriðja árið í röð
Nýja Delhi, höfuðborg Indlands, heldur þeim lítt eftirsóknarverða titli að teljast mengaðasta höfuðborg heims, þrijða árið í röð. Þetta er niðurstaða árlegrar rannsóknar á vegum svissneska tæknifyrirtækisins IQAir, sem sérhæfir sig í mælingum á og vörnum gegn loftmengun. Árið 2020 var meðalgildi af fínu svifryki 84,1 míkrógrömm á rúmmetra lofts þar í borg.
17.03.2021 - 05:19
Macron mótmælt í Bangladess
Tugir þúsunda manna fóru um götur Dhaka, höfuðborgar Bangladess, í morgun og hvöttu til að landsmenn sniðgengju franskar vörur. Mótmælendur ætluðu að komast að sendiráði Frakka í Dhaka, en fengu ekki að fara alla leið.
27.10.2020 - 09:12
Erlent · Asía · Evrópa · Bangladess · Frakkland
Um 300 Róhingjar á flótta náðu landi á Súmötru
Nærri þrjú hundruð Róhíngjum á flótta var bjargað að landi á indónesísku eyjunni Súmötru snemma í morgun að sögn þarlendra yfirvalda.
07.09.2020 - 05:29
Minnst 250 látin og milljónir í hrakningum vegna flóða
Um það bil þriðjungur Bangladess er á kafi í vatni og yfir 250 manns hafa farist í miklum flóðum í Suður-Asíu á síðustu vikum. Regntímabilið stendur sem hæst í sunnanverðri Asíu, þar sem úrhellisrigning hefur leitt til gríðarmikilla flóða. Minnst 81 hefur farist í Bangladess, þar sem eitt mesta vatnsveður um margra ára skeið hefur fært um þriðjung alls lands á kaf. Um þrjár milljónir Bangladessa hafa ýmist hrakist á flótta undan flóðunum eða komast hvergi vegna þeirra.
23.07.2020 - 03:14
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Flóð · Bangladess · Indland · Nepal
Svindlað við sýnatökur í Bangladess
Sjúkrahúseigandi í Bangladess hefur verið handtekinn sakaður um að hafa gefið út þúsundir vottorða þar sem fullyrt er að handhafi hefði farið í sýnatöku vegna kórónuveiru, en ekki greinst smitaður. 
16.07.2020 - 11:49
Óttast faraldur í flóttamannabúðum
Óttast er að kórónuveiran breiðist út í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess eftir að staðfest var að maður sem lést þar um helgina hefði verið með COVID-19.
02.06.2020 - 09:12
Fjöldi látinn af völdum fellibylsins Amphan
Minnst fjórtán eru látnir af völdum fellibylsins Amphan sem gengur yfir austurströnd Indlands og Bangladess. Þúsundir heimila eru rústir einar eftir veðurofsann. Mamata Banerjee, héraðsstjóri Vestur-Bengals, sagði fréttamönnum í gær að ástandið væri enn verra en kórónuveirufaraldurinn.
21.05.2020 - 05:13
Erlent · Asía · Hamfarir · Indland · Bangladess
Um 500 Róhingjar komast hvergi á land
Um 500 Róhingjar á flótta eru um borð í tveimur togurum á Bengalflóa, og geta hvergi farið að landi. Stjórnvöld í Bangladess neita þeim um að leggjast að bryggju þar í landi, þrátt fyrir ákall mannréttindasamtaka. Al Jazeera fréttastofan hefur eftir Abdul Momen, utanríkisráðherra Bangladess, að afdrif flóttamannanna séu ekki á ábyrgð Bangladesa, þeir væru ekki einu sinni inni á hafsvæði landsins.
26.04.2020 - 03:12
Myndskeið
Alþjóðlegar fataverslanir afpanta flíkur í stórum stíl
Samdráttur í sölu á tískufatnaði vegna faraldursins hefur leitt til þess að milljónir verkafólks í Bangladess eru nú án vinnu. Alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa hætt við pantanir og saumaverksmiðjum verið lokað.
18.04.2020 - 21:30
382 aðframkomnum flóttamönnum bjargað úr hafsnauð
Strandgæsla Bangladess bjargaði hátt í 400 langhröktum og hungruðum róhingjum sem verið höfðu á reki á Bengalflóa í nær tvo mánuði. 382 voru lífs um borð, aðframkomin af hungri og vosbúð, en hátt í 30 höfðu dáið um borð í skipinu, að sögn talsmanna strandgæslunnar. Talið er að fólkið hafi ætlað að komast til Malasíu og óstaðfestar fregnir herma að skipinu hafi verið snúið frá ströndum Malasíu og þvingað aftur á haf út, vegna kórónuveirufaraldursins.
16.04.2020 - 06:22
Dauðadómi yfir herforingja fullnægt í Bangladess
Dauðadómi yfir fyrrverandi herforingja sem dæmdur var fyrir að taka fyrsta leiðtoga Bangladess af lífi var framfylgt í dag. Dómsmálaráðherra landsins greindi AFP fréttastofunni frá þessu.
12.04.2020 - 04:24
Róhingjar á flótta drukknuðu í Bengalflóa
Minnst fimmtán fórust og yfir 40 er saknað eftir að trébát með um 130 flóttamönnum um borð hvolfdi á Bengalflóa í gær. 71 var bjargað úr sjónum í aðgerð strandgæslunnar og hersins í Bangladess. Einn bátur á vegum strandgæslunnar, tvö herskip og kafarar leita þeirra sem er saknað.
12.02.2020 - 00:52
Skipað að loka fjölda verksmiðja vegna mengunar
Dómstóll í Bangladess hefur fyrirskipað að 231 verksmiðju skuli lokað vegna mengunar í ánni Buriganga. Hún rennur um suðvesturhluta höfuðborgarinnar Dhaka og er orðin ein af menguðustu ám í heimi.
21.01.2020 - 15:33
Suu Kyi farin til Haag vegna áskana um þjóðarmorð
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er farin til Hollands til þess að svara fyrir ásakanir um þjóðarmorð. Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsakar hvort stjórnvöld í Mjanmar séu sek um þjóðarmorð á Róhingjum.
08.12.2019 - 12:29
Sjö dæmdir til dauða í Bangladess
Sjö herskáir íslamistar voru dæmdir til dauða í Bangladess í morgun fyrir að drepa 22 á veitingahúsi í höfuðborginni Dhaka fyrir þremur árum, þar af 18 útlendinga. Einn var sýknaður.
27.11.2019 - 08:19
Minnst 13 látin af völdum Bulbul
Að minnsta kosti þrettán eru látin og yfir tvær milljónir urðu að yfirgefa heimili sín vegna hvirfilbylsins Bulbul sem fór yfir strandsvæði Bangladess og Indlands um helgina. Tugir eru slasaðir og þúsundir heimila ónýt. Vindhraði náði allt að 33 metrum á sekúndu að sögn BBC.
11.11.2019 - 00:32
Erlent · Asía · Hamfarir · Indland · Bangladess
Sextán dæmdir til dauða í Bangladess
Sextán menn voru dæmdir til dauða í Bangladess í morgun fyrir morð á 19 ára stúlku í apríl, Nusrat Jahan Rafi, en hún hafði áður neitað að draga til baka ákæru á hendur skólastjóra um kynferðisbrot.
24.10.2019 - 08:04
Flytja á Róhingja út í eyju á Bengalflóa
Stjórnvöld í Bangladess ætla að flytja 100.000 Róhingja úr flóttamannabúðum í Cox´s Bazar yfir í eyju á Bengalflóa og hefjast flutningar eftir mánaðamót.
22.10.2019 - 08:15
Indverjum mótmælt í Pakistan og Bangladess
Tugir þúsunda sóttu útifundi víðs vegar um Pakistan í dag til þess að mótmæla aðgerðum indversku stjórnarinnar í indverska hluta Kasmír. Imran Khan, forseti Pakistans, ávarpaði mannfjöldann í höfuðborginni Islamabad.
30.08.2019 - 15:36
Vilja ekki snúa heim án trygginga
Róhingjar, sem flýðu frá Mjanmar til Bangladess, vilja ekki snúa aftur heim fyrr en öryggi þeirra sé tryggt og þeim gefið loforð um ríkisborgararétt í Mjanmar.
22.08.2019 - 10:25
Yfir 600 dáin úr beinbrunasótt á Filippseyjum
Stjörnvöld á Filippseyjum lýstu í gær yfir neyðarástandi vegna beinbrunasóttarfaraldurs sem gaus upp í landinu í ársbyrjun og orðið hefur yfir 600 manns að aldurtila. Alls skráðu filippeysk heilbrigðisyfirvöld 146.062 tilfelli beinbrunasóttar frá því fyrstu tilfellin greindust í janúar fram til 20. júlí, og ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í rénun. Þetta eru nær tvöfalt fleiri tilfelli en greindust á sama tímabili í fyrra.
Neyðarástand í Bangladess vegna flóða
Á þriðja hundrað þúsund manns í norðvesturhluta Bangladess eru í nauðum staddir vegna flóða í landshlutanum að undanförnu. Stjórnvöld og Matvlælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hafa tekið höndum saman um að aðstoða fólkið.
24.07.2019 - 19:10
Flóð og úrhelli ógna rúmri milljón flóttafólks
Um ein milljón flóttafólks sem búið hefur við bágan kost í stærstu flóttamannabúðum heims má nú þola enn meiri harðindi en fyrr, því monsúnrigningar sem geisa nú í Bangladess hafa eyðilagt kofa og hreysi sem þúsundir þeirra hafa þurft að kalla heimili sín síðustu mánuði.
15.07.2019 - 05:57
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Mjanmar · Bangladess · Indland · Nepal · Róhingjar
Farþegalest hrapaði ofan í gil í Bangladess
Fjórir eru látnir og yfir 100 slasaðir eftir að lest féll ofan í gil í Bangladess þegar brú gaf sig. AFP fréttastofan hefur eftir yfirvöldum að brúin hafi hrunið um það leyti sem lestin ók yfir hana, og fóru fimm vagnar hennar ofan í gilið.
24.06.2019 - 06:19