Færslur: Bangladesh

Minnst sjö látin eftir kröftuga sprengingu í Dhaka
Minnst sjö eru látin og fimmtíu slösuð eftir kröftuga sprengingu í þriggja hæða verslanahúsi í miðborg Dhaka í Bangladesh í dag. Talið er að sprenginguna megi rekja til gasleiðslu þar sem metangas hafði safnast fyrir. Samkvæmt lögreglu var sprengingin svo öflug að byggingin jafnaðist við jörðu og rúður brotnuðu í fjórum strætisvögnum í grenndinni. Nokkrir tugir farþega slösuðust.
27.06.2021 - 18:55
Heimskviður
Allir menn forsætisráðherrans
Nýleg uppljóstrun Al Jazeera-fréttastofunnar leiddi í ljós samvinnu glæpasamtaka við öryggissveitir ríkisins í Bangladess. Aðalleikarar þessar sögu eru auk forsætisráðherra landsins fjórir bræður, sem eru ýmist hátt settir embættismenn eða ótíndir glæpamenn.
09.02.2021 - 08:00
Telja ekki óhætt fyrir Róhingja að snúa heim
Róhingjar geta ekki snúið aftur til heimkynna sinna í Rakhine-héraði, þar sem staðan þar hefur ekki batnað, að mati Sameinuðu þjóðanna. Um 700.000 Róhingjar hafa flúið ofsóknir stjórnarhersins í Mjanmar og farið til nágrannaríkisins Bangladesh. Stjórnvöld í Mjanmar hafa sagt að þeir geti snúið til baka.
08.04.2018 - 13:54