Færslur: Bandaríska geimferðastofnunin

Geimfarið DART skall á Dimorfos í kvöld
Geimfar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna NASA skall á smástirninu Dimorfos á um tuttugu og þriggja þúsund kílómetra hraða þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í tólf á miðnætti.
Tunglskoti frestað þriðja sinni - nú vegna veðurs
Geimferðastofnun Bandaríkjanna ákvað í dag að fresta jómfrúrferð Artemis áætlunarinnar vegna hitabeltisstorms á Karíbahafi sem hætta er á að verði sterkur fellibylur.
Veður gæti sett strik í reikning jómfrúrferðar Artemis
Einn einu sinni lítur út fyrir að fresta þurfi jómfrúrferð Artemis áætlunar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna umhverfis Tunglið. Til stendur að skjóta eldflaug með ómannað far á loft næstkomandi fimmtudag en hitabeltisstormur á Karíbahafi gæti sett strik í reikninginn.
NASA hyggst breyta stefnu smástirnis á mánudag
Bandaríska geimferðastofnunin NASA gerir tilraun á mánudaginn sem aldrei hefur verið gerð áður. Lítið ómannað geimfar verður látið rekast á smástirni til að kanna hvort mögulegt er að breyta stefnu þess.
Bandarískur og rússneskir geimfarar samferða út í geim
Þrír geimfarar héldu í gær af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tveir þeirra eru rússneskir og sá þriðji bandarískur. Ferðin gekk vel og geimfararnir náðu áfangastað heilu og höldnu.
Eldsneytiskerfi Artemis eldflaugarinnar stóðst prófanir
Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti í dag að sérfræðingar hefðu fullprófað eldsneytiskerfi Artemis I eldflaugarinnar. Tæknileg vandkvæði tengd kerfinu neyddu stofnunina tvisvar til að hætta við að skjóta flauginni í átt að tunglinu.
Staðráðinn í að senda Evrópubúa til tunglsins fljótlega
Josef Aschbacher, forstjóri Geimferðaststofnunar Evrópu, ESA, segist staðráðinn í því að koma evrópskum geimfara til tunglsins áður en þessi áratugur er á enda runninn. Í nýlegu viðtali segist hann fullviss um að ferðir til tunglsins eigi eftir að borga sig, líka fjárhagslega. „Við erum bara rétt að byrja að nýta mánann á sjálfbæran hátt fyrir verkefni okkar,“ segir Aschbacher.
NASA hyggst nýta 70 mínútna glugga í lok september
Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að eigi fyrr en 27. september verði mögulegt að fara jómfrúrferð Artemis-verkefnis stofnunarinnar. Ferðinni hefur tvisvar verið frestað af tæknilegum orsökum og stofnunin slær enn varnagla vegna tæknimála.
Jómfrúarferð Artemis áætluð síðar í september
Stjórnendur bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA vonast til að lukkan blasi við og allt sé þegar þrennt er. Jómfrúarskoti Artemis, verkefnis stofnunarinnar, hefur tvisvar verið frestað af tæknilegum ástæðum en vonir standa til að betur takist til síðar í september.
Vonast til að ná geimflauginni á loft síðar í september
Geimferðastofnun Bandaríkjanna frestaði í annað sinn í gær tímamótageimskoti. Þá átti að skjóta á loft hinni gríðarstóru Space Launch System, eða SLS, geimflaug sem er hluti af Artemis-geimferðaáætluninni. Með henni hyggst NASA flytja fólk til tunglsins og síðar mögulega til Mars.
04.09.2022 - 06:21
NASA hættir við geimskotið í annað sinn
Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur hætt við fyrirhugað geimskot Artemis 1 eldflaugarinnar sem áætlað var síðar í dag.
NASA reynir aftur við tímamóta geimskot í dag
Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, ætlar að gera aðra atlögu að því að skjóta nýrri eldflaug til tunglsins í dag.
03.09.2022 - 06:54
Sögulegt jómfrúargeimskot fært fram á laugardag
Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, ætlar að gera aðra atlögu að því að skjóta nýrri eldflaug til tunglsins á laugardag. Jómfrúarskot eldflaugarinnar, sem er af tegundinni Space Launch System eða SLS en er kölluð Artemis 1, átti að fara fram á mánudag, en var frestað vegna tæknibilana. Þá náði einn af fjórum hreyflum eldflaugarinnar ekki réttu hitastigi í prófunum fyrir geimskotið.
NASA fyrirhugar ferðir til tunglsins og síðar til Mars
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst skjóta ómannaðri Artemis-flaug á loft á morgun mánudag. Artemis-áætlunin miðar að því að koma mönnum til tunglsins að nýju og langtímamarkmiðið er að senda fólk til reikistjörnunnar Mars.
Tunglflaug NASA kominn á skotpallinn í Flórída
Ný Orion-tunglflaug bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA var í gær flutt á skotpallinn í Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída í Bandaríkjunum ásamt risavaxinni eldflauginni sem flytur hana langleiðina til tunglsins í fyrsta áfanga Artemis-áætlunar NASA. Til stendur að skjóta flauginni á loft 29. ágúst.
Kínverjar gagnrýndir fyrir stjórnlaust hrap eldflaugar
Kínversk eldflaug sem notuð var til að skjóta ómönnuðu geimfari á loft síðastliðinn sunnudag féll stjórnlaust í átt að Indlandshafi í gær. Kínverjar liggja undir þungu ámæli fyrir að veita ekki upplýsingar um braut flaugarinnar og eru hvattir til að hafa betri stjórn á hvar á jörðu notaðir eldflaugahlutar lenda.
Sýni frá Mars væntanleg til Jarðar árið 2033
Bandaríska geimferðastofnunin NASA greindi frá því í gær að til standi að flytja þrjátíu jarðvegssýni frá reikistjörnunni Mars til jarðar árið 2030. Til að tryggja árangur sendir stofnunin tvær litlar þyrlur þangað.
Myndskeið
Skært ljós á himni reyndist vera sjónauki frá NASA
Skært ljós sem sást á norðurhimni víða um land í fyrrinótt, reyndist vera sjónauki frá NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna.