Færslur: Bandaríkjaþing

Rannsaka sjálfstýribúnaða Tesla-bifreiða
Frumrannsókn er hafin á öryggi sjálfstýribúnaðar Tesla bifreiða. Margt bendir til að nokkur umferðarslys á nokkrum árum megi rekja til rangrar notkunar búnaðarins.
16.08.2021 - 14:05
Skatturinn þarf að afhenda þinginu framtöl Trumps
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað þarlendum skattayfirvöldum að afhenda þinginu skattframtöl Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Ákvörðunin mun að líkindum binda enda á langan slag fyrir dómstólum um framtölin og er niðustaðan talin harður skellur fyrir Trump.
Fundi frestað á Bandaríkjaþingi vegna hryðjuverkaógnar
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings frestaði þingfundi sem halda átti í dag eftir að lögregla og leyniþjónusta greindu frá því að vísbendingar væru um fyrirhugaða árás vopnaðra öfgamanna á þinghúsið. Umræðum og atkvæðagreiðslum sem áttu að fara fram í fulltrúadeildinni í dag var ýmist flýtt eða frestað, einkum vegna viðvörunar lögreglu sem byggð var á upplýsingum um að ógn stafi mögulega af „þekktri, vopnaðri hreyfingu“ yst á hægri væng stjórnmálanna.
Fréttaskýring
Engin lognmolla framundan hjá Joe Biden
Á fyrsta degi í embætti undirritaði Joe Biden fjölda tilskipana til að afnema ákvarðanir fyrirrennara síns, Donalds Trumps. Biden hyggst gerbreyta stefnu Bandaríkjastjórnar bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Demókratar ráða báðum deildum þingsins, en það getur samt reynst þrautin þyngri að hrinda stefnumálum í framkvæmd og uppfylla loforð úr kosningabaráttunni.
Mótmælendur voru búnir undir stríð
Lögreglumenn í þinghúsi Bandaríkjanna sögðu þingnefnd í gær að múgurinn sem réðist inn í þinghúsið 6. janúar hafi verið vígbúinn á við hermenn á leið í stríð. Þeir voru vel vopnum búnir, með talstöðvar og klifurbúnað, hefur fréttastofa BBC eftir þeim.
Hvetur Repúblikana til að snúast gegn Mitch McConnell
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hvatti í gær öldungadeildarþingmenn Repúblikana til að velja sér annan leiðtoga en Mitch McConnell, sem farið hefur fyrir flokki þeirra í öldungadeildinni um margra ára skeið. McConnell greiddi atkvæði gegn sakfellingu Trumps í nýafstöðnum réttarhöldum þingsins en gagnrýndi forsetann fyrrverandi engu að síður harðlega fyrir hans þátt í árásinni á þinghúsið í janúar.
Óháð rannsóknarnefnd skoði árásina á þinghúsið
Óháð rannsóknarnefnd verður að öllum líkindum skipuð af Bandaríkjaþingi til þess að rannsaka óeirðirnar í þinghúsinu í ársbyrjun. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, greindi frá þessu í dag. Hún segir nefndina verða í ætt við þá sem rannsakaði hryðjuverkin 11. september árið 2001.
myndskeið
Lögmenn Trump segja ákærur „pólitíska hefndaraðgerð“
Röðin var komin að lögmönnum Donalds Trump í dag að taka til varna í ákæruferli gegn forsetanum fyrrverandi á Bandaríkjaþingi. Þeir verjast ásökunum Demókrata um að forsetinn hafi með orðum sínum hvatt til árásar á þinghúsið daginn sem kjör Joes Biden var staðfest.
12.02.2021 - 19:01
myndskeið
Demókratar sýna áður óbirt myndbönd af innrásinni
Demókratar á Bandaríkjaþingi eru nú að sýna myndbönd af innrás múgs í þinghúsið 6. janúar. Myndböndin eru hluti af málflutningi þeirra í ákæruferli gegn Donald Trump, fyrrum forseta, sem gefið er að sök að hafa hvatt til innrásinnar, þar sem fimm manns fórust.
10.02.2021 - 22:10
Trump ætlar ekki að bera vitni í réttarhöldum þingsins
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar ekki að bera vitni í réttarhöldum öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir honum, þar sem hann telur þau ekki samræmast stjórnarskrá landsins. Meirihluti fulltrúadeildar þingsins samþykkti að ákæra Trump fyrir að „hvetja til uppreisnar" þegar hann ávarpaði stuðningsfólk sitt á mótmælafundi í Washington 6. janúar síðastliðinn. Það er svo öldungadeildar þingsins að rétta yfir forsetanum fyrrverandi og hefjast réttarhöldin í næstu viku.
05.02.2021 - 01:22
Samþykktu að víkja Greene úr nefndum þingsins
Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að víkja Marjorie Taylor Greene, þingmanni Repúblikana úr þeim þingnefndum sem flokkur hennar skipaði hana í.
05.02.2021 - 00:18
Cheney og Greene halda báðar sínu striki og stöðu
Liz Cheney og Marjorie Taylor Greene, þingkonur Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stóðu báðar af sér atlögu flokkssystkina sinna í gær, hvor úr sinni áttinni.
Mayorkas staðfestur í embætti heimavarnaráðherra
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gærkvöld skipun Alejandros Mayorkas í embætti ráðherra heimavarna. Skipun Mayorkas var mun umdeildari en aðrar skipanir Joes Bidens í ráðherraembætti. Þær hafa flestar farið vandkvæðalaust í gegnum staðfestingarferlið í öldungadeildinni og verið samþykktar af yfirgnæfandi meirhluta þingmanna beggja flokka, en aðeins sex Repúblikanar greiddu Mayorkas atkvæði sitt.
Ákæran á hendur Trump formlega afhent öldungadeild
Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í kvöld kollegum sínum í öldungadeildinni ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með formlegum hætti. Ákæran er aðeins í einum lið, þar sem Trump er gefið að sök að hafa hvatt til áhlaupsins sem gert var á þinghúsið 6. janúar síðastliðinn.
Bandaríkin
Yellen staðfest í embætti fjármálaráðherra
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld skipun Janetar Yellen í embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Yellen, sem var fyrst kvenna til að gegna embætti seðlabankastjóra Bandaríkjanna og fyrsta konan til að veita efnahagsráðgjafanefnd Hvíta hússins forstöðu, er þar með einnig orðin fyrsta konan sem skipuð er fjármálaráðherra landsins.
Réttarhöldum yfir Trump frestað um tvær vikur
Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump, sem fulltrúadeildin samþykkti að kæra til embættismissis á dögunum, hefjast þriðjudaginn 9. febrúar. Chuck Schumer, þingmaður Demókrata og forseti öldungadeildarinnar, tilkynnti þetta í gær eftir að samkomulag náðist við Repúblikana um tilhögun mála.
Trump veitti Steve Bannon og 72 öðrum sakaruppgjöf
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur veitt Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa sínum, sakaruppgjöf, nokkrum klukkustundum áður en hann lætur af embætti. Bannon er einn 73 sakamanna sem bætast við þann hóp sem Trump hefur náðað undanfarið.
Pelosi: Þingmenn mögulega ákærðir
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir vel koma til greina að sækja þingmenn til saka ef rétt reynist að þeir hafi aðstoðað og hvatt til árásarinnar á þinghúsið fyrr í mánuðinum. Fimm létu lífið í áhlaupinu. Pelosi segir nauðsynlegt að rannsaka aðdraganda innrásarinnar í þaula.
Trump fordæmir árásarmennina
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þá sem réðust inn í þinghúsið í Washington ekki eiga heima í hópi stuðningsmanna sinna. Hann segist fordæma slíka hegðun, og enginn sem styðji hann geti jafnframt tekið þátt í ofbeldi gegn lögreglumönnum, líkt og viðgekkst við þinghúsið í síðustu viku. Þetta kemur fram í ræðu forsetans sem birt var á samfélagsmiðlum Hvíta hússins í gærkvöld. 
Pence ætlar ekki að víkja Trump úr embætti
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greindi leiðtogum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá því í gærkvöld að hann styðji ekki þá hugmynd að virkja 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Viðaukinn kveður á um lausn forsetans frá embætti vegna vanhæfni. 
13.01.2021 - 02:22
Æ fleiri Repúblikanar vilja ákæra Trump
Ákæra Bandaríkjaþings gegn Donald Trump forseta Bandaríkjanna nýtur sívaxandi stuðnings meðal flokkssystkina forsetans í Repúblikanaflokknum. Liz Cheney, sem er meðal leiðtoga þingflokksins í fulltrúadeildinni, lýsti yfir stuðningi við ákæruna í kvöld.
13.01.2021 - 00:34
Enn er Pence brýndur til beitingar 25. viðaukans
Katherine Clark, varaforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, brýnir Mike Pence varaforseta til að standa við stjórnskipulegar skyldur sínar og grípa til 25. viðauka stjórnarskrárinnar. Hún segir það fljótlegustu leiðina til að gera Donald Trump brottrækan úr forsetaembættinu.
Repúblikanaþingmaður útilokar ekki stuðning við ákæru
Peter Meijer, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana segir ekki útilokað að hann styðji ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisglöp.
Trump og Pence funda í fyrsta sinn eftir árásina
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pence varaforseti töluðu saman í dag fyrsta sinni eftir árás áhangenda forsetans á þinghúsið. CNN fréttastofan hefur þetta eftir tveimur embættismönnum í Hvíta húsinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi þrýsta mjög á Pence að víkja Trump úr embætti forseta.
Tveimur lögreglumönnum á Capitol-hæð vikið úr starfi
Tveimur lögreglumönnum í lögregluliðinu á þinghúshæðinni í Washington hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um aðild að árásinni á þinghúsið 6. janúar.