Færslur: Bandaríkjaþing

Ákæran á hendur Trump formlega afhent öldungadeild
Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í kvöld kollegum sínum í öldungadeildinni ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með formlegum hætti. Ákæran er aðeins í einum lið, þar sem Trump er gefið að sök að hafa hvatt til áhlaupsins sem gert var á þinghúsið 6. janúar síðastliðinn.
Bandaríkin
Yellen staðfest í embætti fjármálaráðherra
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld skipun Janetar Yellen í embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Yellen, sem var fyrst kvenna til að gegna embætti seðlabankastjóra Bandaríkjanna og fyrsta konan til að veita efnahagsráðgjafanefnd Hvíta hússins forstöðu, er þar með einnig orðin fyrsta konan sem skipuð er fjármálaráðherra landsins.
Réttarhöldum yfir Trump frestað um tvær vikur
Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump, sem fulltrúadeildin samþykkti að kæra til embættismissis á dögunum, hefjast þriðjudaginn 9. febrúar. Chuck Schumer, þingmaður Demókrata og forseti öldungadeildarinnar, tilkynnti þetta í gær eftir að samkomulag náðist við Repúblikana um tilhögun mála.
Trump veitti Steve Bannon og 72 öðrum sakaruppgjöf
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur veitt Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa sínum, sakaruppgjöf, nokkrum klukkustundum áður en hann lætur af embætti. Bannon er einn 73 sakamanna sem bætast við þann hóp sem Trump hefur náðað undanfarið.
Pelosi: Þingmenn mögulega ákærðir
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir vel koma til greina að sækja þingmenn til saka ef rétt reynist að þeir hafi aðstoðað og hvatt til árásarinnar á þinghúsið fyrr í mánuðinum. Fimm létu lífið í áhlaupinu. Pelosi segir nauðsynlegt að rannsaka aðdraganda innrásarinnar í þaula.
Trump fordæmir árásarmennina
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þá sem réðust inn í þinghúsið í Washington ekki eiga heima í hópi stuðningsmanna sinna. Hann segist fordæma slíka hegðun, og enginn sem styðji hann geti jafnframt tekið þátt í ofbeldi gegn lögreglumönnum, líkt og viðgekkst við þinghúsið í síðustu viku. Þetta kemur fram í ræðu forsetans sem birt var á samfélagsmiðlum Hvíta hússins í gærkvöld. 
Pence ætlar ekki að víkja Trump úr embætti
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greindi leiðtogum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá því í gærkvöld að hann styðji ekki þá hugmynd að virkja 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Viðaukinn kveður á um lausn forsetans frá embætti vegna vanhæfni. 
13.01.2021 - 02:22
Æ fleiri Repúblikanar vilja ákæra Trump
Ákæra Bandaríkjaþings gegn Donald Trump forseta Bandaríkjanna nýtur sívaxandi stuðnings meðal flokkssystkina forsetans í Repúblikanaflokknum. Liz Cheney, sem er meðal leiðtoga þingflokksins í fulltrúadeildinni, lýsti yfir stuðningi við ákæruna í kvöld.
13.01.2021 - 00:34
Enn er Pence brýndur til beitingar 25. viðaukans
Katherine Clark, varaforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, brýnir Mike Pence varaforseta til að standa við stjórnskipulegar skyldur sínar og grípa til 25. viðauka stjórnarskrárinnar. Hún segir það fljótlegustu leiðina til að gera Donald Trump brottrækan úr forsetaembættinu.
Repúblikanaþingmaður útilokar ekki stuðning við ákæru
Peter Meijer, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana segir ekki útilokað að hann styðji ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisglöp.
Trump og Pence funda í fyrsta sinn eftir árásina
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pence varaforseti töluðu saman í dag fyrsta sinni eftir árás áhangenda forsetans á þinghúsið. CNN fréttastofan hefur þetta eftir tveimur embættismönnum í Hvíta húsinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi þrýsta mjög á Pence að víkja Trump úr embætti forseta.
Tveimur lögreglumönnum á Capitol-hæð vikið úr starfi
Tveimur lögreglumönnum í lögregluliðinu á þinghúshæðinni í Washington hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um aðild að árásinni á þinghúsið 6. janúar.
Chad Wolf, ráðherra heimavarna, segir af sér embætti
Chad Wolf ráðherra heimavarna í Bandaríkjunum sagði af sér embætti í dag að því er kemur fram í upplýsingum frá ráðuneytinu. Að sögn heimildamanns AFP fréttastofunnar tekur afsögn ráðherrans gildi á miðnætti.
Ákæra á hendur Trump kynnt
Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings kynntu í dag ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisafglöp. Þetta var gert eftir að Repúblíkanar komu í veg fyrir að formlega yrði farið frá á það við Mike Pence varaforseta að hann svipti Trump völdum á grundvelli 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar.
11.01.2021 - 17:43
Ákæra til að halda Trump fjarri opinberum embættum
Demókratar á Bandaríkjaþingi, undir forystu Nancy Pelosi, eru staðráðnir í að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisglöp enda beri hann ábyrgð á árás áhangenda sinna á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag.
Þingið tilbúið til ákæru verði ekki af brottvikningu
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að á morgun, mánudag, verði gerð samþykkt í þinginu um að ríkisstjórnin hlutist fyrir um að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði vikið úr embætti á grundvelli 25. viðauka stjórnarskrárinnar.
Sjóherinn og FBI gera skýrslu um fljúgandi furðuhluti
Leyniþjónusta Bandaríska sjóhersins og Alríkslögreglan (FBI) hafa nú 180 daga til þess að ljúka skýrslu um vitneskju sína um ferðir fljúgandi furðuhluta í lofthelgi Bandaríkjanna.
11.01.2021 - 00:26
Öldungadeildarþingmenn hvetja Trump til afsagnar
Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja bestu lausnina að Donald Trump Bandaríkjaforseti segði af sér og sá þriðji segir forsetann eiga að fara „afar varlega" síðustu daga sína í embætti.
Spegillinn
Verður að sæta ábyrgð
Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður, sem hefur búið í Bandaríkjunum, segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sé ekki í jafnvægi og að hann geti ekki setið næstu tvær vikur sem forseti. Hann verði að sæta ábyrgð fyrir það sem hann hafi gert. Jón Óskar Sólnes, hagfræðingur, sem býr í Washington, hefur trú á því að forsetinn hafi misst áhugann á starfinu. Hann eigi eftir að láta lítið fyrir sér fara næstu tvær vikunnar og verði aðallega í golfi.
Lögreglustjóri á Capitol-hæð segir upp
Lögreglumaður lést eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á þinghúsið í Washington. Fjögur úr hópi mótmælenda féllu í valinn og fjöldi fólks særðist. Varðgæsla á Capitol-hæð þykir hafa brugðist.
Schumer vill Trump burt
Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings vill að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði vikið úr embætti, og það strax.
07.01.2021 - 18:02
Borgarstjóri segir Trump bera ábyrgð á áhlaupinu
Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D.C. höfuðborgar Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi í nótt að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé talinn bera ábyrgð á áhlaupi stuðningsmanna hans á þinghúsið.
Þingmenn Demókrata krefjast embættissviptingar Trumps
Þingmenn Demókrataflokksins í dómsmálanefnd þingsins sendu Mike Pence varaforseta bréf í kvöld þess efnis að að beita skyldi 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna gagnvart Donald Trump Bandaríkjaforseta. Sá viðauki heimilar að forseta sé vikið frá teljist hann af einhverjum orsökum óhæfur að gegna embætti sínu.
Allir fyrrverandi forsetar fordæma árásina á þinghúsið
„Atburðir dagsins eru skammarlegir, þeir eru hneisa sem skráð verður í sögubækur,“ segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann birti á Twitter í kvöld. Allir fyrrverandi Bandaríkjaforseta sem enn lifa hafa tjáð sig um atburðarás kvöldsins.Þrír þeirra eru Demókratar og einn Repúblikani.
Pence varaforseti segir ofbeldi aldrei hafa betur
Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna setti þingfund að nýju skömmu eftir klukkan eitt að íslenskum tíma með þeim orðum að óeirðaseggirnir sem ruðst hefðu inn í þinghúsið og valdið þar óskunda hefðu ekki sigrað.