Færslur: Bandaríkjaþing

Biden leggur áherslu á að halda Pennsylvaníuríki
Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst ávarpa þjóð sína á besta tíma í sjónvarpi á fimmtudag. Hann ætlar að vara Bandaríkjamenn við þeirri atlögu að lýðfrelsi og réttindum sem hann segir blasa við, samkvæmt fréttum þarlendra miðla. Forsetinn telur brýnt að Demókratar haldi öldungadeildarþingmanni Pennsylvaníu.
NATÓ og Bandaríkin auka viðveru á Norðurslóðum
Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin hyggjast auka viðveru sína á norðurslóðum. Það er vegna aukinna umsvifa Rússa þar um slóðir að sögn framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.
Biden segir hugmyndafræði Trumps hálf-fasíska
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að hugmyndafræði Repúblikanaflokksins á stjórnartíð Donalds Trump hafi verið hálf-fasísk. Biden lét þessi orð falla í móttöku með stuðningsfólki Demókrataflokksins í gær, rétt utan höfuðborgina Washington.
Fjórða þingmannaheimsóknin til Taívans í þessum mánuði
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Marsha Blackburn kom til Taívans síðdegis í dag. Þetta er fjórða heimsókn bandarískra stjórnmálamanna þangað í mánuðinum og líklegt þykir að Kínverjar bregðist við með viðamiklum heræfingum eins og áður.
26.08.2022 - 00:41
Spegillinn
Fer Liz Cheney í forsetaframboð?
Liz Cheney, einn valdamesti þingmaður Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi, náði ekki kjöri í forkosningum í Wyoming í gær. Eindregin andstaða hennar við Donald Trump, fyrrverandi forseta, varð til þess að mótherji hennar sigraði hana með miklum yfirburðum. Trump fagnaði því að dagar Liz Cheney væru taldir á hinu pólitíska sviði, en óvíst er að sú spá hans rætist. Stuðningsmenn hennar gefa því undir fótinn að hún gefi kost á sér í forsetaframboð 2024.
18.08.2022 - 08:15
Sendinefnd Bandaríkjaþings heimsækir Taívan
Sendinefnd á vegum Bandaríkjaþings kom til eyríkisins Taívan í gær nokkrum dögum eftir að Kínverjar efndu til sögulega viðamikilla heræfinga á svæðinu í kjölfar heimsóknar Nancy Pelosi, forseta fulltrúdeildar Bandaríkjaþings.
15.08.2022 - 02:30
Fulltrúadeildin samþykkir verðbólguminnkunarfrumvarpið
Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp Joes Biden forseta þar sem meðal annars er kveðið á um milljarða dala fjárveitingar til verkefna í loftslags- og heilbrigðismálum. Frumvarpið hefur gengið undir heitinu verðbólguminnkunarfrumvarpið.
Fulltrúadeildin bannar hálfsjálfvirk vopn í einkaeigu
Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi í dag atkvæði með frumvarpi sem bannar einstaklingum að eiga hálfsjálfvirk vopn. Ólíklegt þykir að frumvarpið hljóti brautargengi í öldungadeild þingsins.
Bannon sakfelldur fyrir óvirðingu við Bandaríkjaþing
Bandarískur aldríkisdómstóll úrskurðaði í gær Steve Bannon, kosningastjóra og einn nánasta ráðgjafi Donalds Trumps stóran hluta forsetatíðar hans, sekan um að hafa sýnt Bandaríkjaþingi óvirðingu með því að neita ítrekað að bera vitni hjá rannsóknarnefnd þingsins, sem fer ofan í saumana á árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021.
Segja Trump hafa hellt olíu á eldinn
Hver starfsmaður Hvíta hússins af öðrum bar vitni um það fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings í gær, að Donald Trump hefði horft á árásina á þinghúsið í janúar í fyrra í sjónvarpinu og staðfastlega hundsað þrábeiðnir sinna nánustu ráðgjafa og ættingja um að beita sér til að stöðva hana. Þess í stað hafi hann hellt olíu á eldinn.
Árásin á Bandaríkjaþing
Trump „laug, þjösnaðist og sveik sín heit“
Donald Trump hafði að engu örvæntingarfullar beiðnir sinna nánustu, þar á meðal barna sinna, Ivönku og Dons Jr., um að hann beitti sér til að stöðva árásina á þinghúsið í Washington hinn 6. janúar 2021, sagði Demókratinn Bennie Thompson, formaður þingnefndarinnar sem rannsakar árásina, aðdraganda hennar og eftirmál í upphafi 8. opnu vitnaleiðslna nefndarinnar á fimmtudagskvöld. Liz Cheney boðar frekar vitnaleiðslur í september.
Hótuðu þeim sem neituðu að brjóta gegn stjórnarskránni
Embættismenn og starfsmenn kosningayfirvalda í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna báru í gær vitni fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur árásina á þinghúsið hinn 6. janúar 2021 til skoðunar. Þeir lýstu því hvernig Donald Trump, þáverandi forseti, og nánir samstarfsmenn hans og fylgjendur hafi þrýst á þá um að snúa úrslitum kosninganna Trump í vil um nokkurra vikna skeið í aðdraganda atburðanna við þinghúsið og hótuðu þeim öllu illu þegar þau fóru ekki að vilja þeirra.
Fresta vitnaleiðslum vegna árásarinnar á þinghúsið
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem fer í saumana á árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021, aðdraganda hennar og eftirmálum, frestaði í gærkvöld þriðju, opinberu vitnaleiðslunni í málinu, sem fara átti fram í dag, miðvikudag. Þingkonan Zoe Lofgren, sem á sæti í nefndinni, greindi frá þessu í viðtali við bandarísku fréttastöðina MSNBC.
Trump „tendraði bálið“ sem leiddi til árásar á þingið
Varaformaður rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem rannsakað hefur árásina á þinghúsið í janúar á síðasta ári, aðdraganda hennar og eftirmál, segir engan vafa leika á því að Donald Trump hafi verið helsti og mikilvægasti hvatamaður árásarinnar; hann hafi tendrað bálið sem til hennar leiddi.
Árásin á Bandaríkjaþing
Samsærið virkt og lýðræðið enn í hættu
Í kvöld fóru fram fyrstu opinberu vitnaleiðslur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings, sem hefur verið að rannsaka árásina á þinghúsið í Washington á síðasta ári, aðdraganda hennar og eftirmál. Formaður nefndarinnar segir árásina hafa verið hápunktinn á tilraun Donalds Trump til valdaráns.
Innrás í Úkraínu
Medvedev segir þverstæðu felast í kröfum Vesturlanda
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að Rússar leyfi útflutning á úkraínsku hveiti sem er innlyksa í geymslum við strendur Svartahafs. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu, segir að Vesturlönd geti ekki búist við áframhaldandi afhendingu matvæla frá Rússlandi hyggist ríkin viðhalda viðskiptaþvingunum sínum.
5 þingmönnum Repúblikana stefnt fyrir rannsóknarnefnd
Fimm þingmönnum Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur verið stefnt fyrir rannsóknarnefnd þingsins, sem fer í saumana á árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021, aðdraganda hennar og eftirleik. Fimmmenningarnir höfðu áður verið beðnir um að koma fyrir nefndina og svara spurningum hennar. Þeir höfnuðu allir þeirri beiðni og því var gripið til þess ráðs að stefna þeim.
Bandaríkin
Samþykktu 5.300 milljarða aðstoð til Úkraínu
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að verja 40 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 5.300 milljarða króna, í hernaðar-, mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði tillögu þessa efnis fyrir þingið til frekari útfærslu og varaði við því að án frekari fjárhagsaðstoðar yrðu stjórnvöld í Kænugarði að líkindum ófær um að halda uppi vörnum gegn rússneska innrásarhernum innan fárra daga.
Árásir Rússa á Odesa ógna matvælaöryggi heimsins
Rússar halda enn uppi þungum árásum á úkraínsku hafnarborgina Odesa við Svartahaf, að sögn úkraínskra stjórnvalda. Með því freista þeir þess að hindra hvort tveggja vopnaflutninga Vesturlanda til Úkraínu og útflutning Úkraínumanna á kornmeti. Úkraína er eitt mesta kornframleiðsluríki heims og stór hluti kornútflutnings þaðan fer í gegnum Odesa.
Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
Biden telur Pútín kominn í sjálfheldu varðandi stríðið
Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst uggandi yfir því að Vladimír Pútín forseti Rússlands sé kominn í sjálfheldu með stríðið í Úkraínu. Biden telur hann í basli með að átta sig hvað hann skuli gera næst.
Öldungadeildin greiðir atkvæði um þungunarrofslög
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða á miðvikudag atkvæði um frumvarp til laga sem tryggja á rétt til þungunarrofs um landið allt. Ekki þykir líklegt að frumvarpið hljóti brautargengi. Ný skoðanakönnun sýnir afar ólíka afstöðu fylgjenda stóru flokkanna tveggja til málsins.
Trump yngri bar vitni fyrir þingnefnd
Donald Trump yngri, sonur fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var í vikunni kallaður fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar 2021.
Rithöfundur studdur af Trump verður frambjóðandi
Rithöfundurinn J.D. Vance verður frambjóðandi Repúblikana þegar kosið verður um öldungadeildarþingmann fyrir Ohio í Bandaríkjunum í nóvember. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti yfir stuðningi við Vance fyrir nokkrum vikum.
Þinghúsið í Washington rýmt um stundarsakir
Þinghúsið í Washington höfuðborg Bandaríkjanna var rýmt um stundarsakir í kvöld. Lögregla á Þinghúshæð greindi frá mögulegri ógn vegna óvenjulegrar ferðar flugvélar yfir borginni. Forseti fulltrúadeildar þingsins gagnrýndi flugmálayfirvöld harkalega.