Færslur: Bandaríkjaþing

Sonur Kings hvetur til samþykkis nýrra kosningalaga
Sonur og nafni mannréttindafrömuðarins Martins Luther King yngri ávarpaði fjöldagöngu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag þar sem hann hvatti Bandaríkjaþing til að samþykkja frumvarp til breytinga á kosningalögum.
Biden fundar með öldungadeildarþingmönnum
Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar í kvöld með tveimur öldungadeildarþingmönnum Demókrataflokksins sem lýst hafa efasemdum um að breyta leikreglum við atkvæðagreiðslur innan deildarinnar.
McConnell segir Biden hafa hellt olíu á eld sundrungar
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sakar Joe Biden forseta um að ætla sér að efna til óvinafagnaðar með fyrirætlunum um tímabundna breytingu á reglum um atkvæðagreiðslur innan deildarinnar.
Biden segir brýnt að gera umbætur á kosningakerfinu
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir brýnt að koma á umbótum í kosningakerfinu sem tryggi aukna þátttöku svartra og annarra stuðningsmanna Demókrataflokksins. Til að svo geti orðið gæti þurft að breyta reglum um atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings tímabundið.
Bjóða Pence á fund rannsóknarnefndar þingsins
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það verkefni með höndum að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar á síðasta ári, aðdraganda hennar og eftirleik, hefur ákveðið að bjóða Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, á sinn fund.
Fréttaskýring
Eitrað andrúmsloft og 700 ákærur ári eftir árásina
Bandarískir alríkissaksóknarar hafa ákært rúmlega sjö hundruð manns á því ári sem í dag er liðið frá árás stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, á bandaríska þinghúsið. Sjötíu og fjórir hafa fengið dóm fyrir aðild sína að árásinni og þar af tæpur helmingur verið dæmdur í fangelsi.
Loka Twitter-reikningi bandarískrar þingkonu
Samskiptamiðillinn Twitter lokaði í dag persónulegum reikningi Marjorie Taylor Greene, þingkonu Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Fyrirtækið hafði áður sett Greene skorður vegna tísta hennar um forsetakosningarnar 2020 og kórónuveirufaraldurinn sem byggðu á ósannindum.
02.01.2022 - 18:35
Trump biður hæstarétt að stöðva afhendingu gagna
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur áfrýjað úrskurði alríkisdómstóls um að skjalasafn Hvíta hússins skuli afhenda rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings hundruð skjala og annarra gagna frá síðustu dögum og vikum forsetatíðar hans.
24.12.2021 - 03:32
Áfrýjunardómstóll hafnar kröfu Trumps um gagnaleynd
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hafnaði í gær kröfu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að banna skjalasafni Hvíta hússins að afhenda fjölda gagna frá forsetatíð hans, sem ætlað er að varpa ljósi á atburðarásina í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið í Washington í ársbyrjun.
Íhuga að sniðganga Ólympíuleikana
Bandaríkjastjórn íhugar að skylda bandaríska erindreka og embættismenn til að sniðganga Vetrarólympíuleikana í Peking á næsta ári. Þetta sagði Joe Biden forseti við fréttamenn á fundi með leiðtogum Kanada og Mexíkó.
19.11.2021 - 14:10
Bannon gaf sig fram við alríkislögreglu
Steve Bannon, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í forsetatíð Donalds Trump, hefur gefið sig fram við bandarísku alríkislögregluna í Washington.
Bannon birt kæra fyrir óvirðingu við Bandaríkjaþing
Lögmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins hefur kært Steve Bannon fyrir að sýna rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings og þar með þinginu sjálfu óvirðingu í tvígang, með því að hafa vitnastefnu nefndarinnar að engu. Rannsóknarnefnd fulltrúadeildar þingsins rannsakar árásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar síðastliðinn og atburðarásina í aðdraganda hennar.
Árásin á Bandaríkjaþing
Afhenda skal þingnefnd skjöl frá valdatíð Trumps
Dómari við bandarískan alríkisdómstól úrskurðaði í gær að skjalasafn Hvíta hússins skyldi afhenda rannsóknarnefnd þingsins öll umbeðin gögn í tengslum við rannsókn nefndarinnar á árásinni á þinghúsið í Washington hinn 6. janúar síðastliðinn, atburðarásinni í aðdraganda hennar og mögulegri ábyrgð Donald Trumps, þáverandi Bandaríkjaforseta þar á.
Flynn og fimm aðrir kallaðir fyrir rannsóknarnefnd
Sex af fyrrverandi samstarfsmönnum Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta eru boðaðir á fund rannsóknarnefndar þingsins sem rannsakar þinghúsárásina 6. janúar síðastliðinn. Þeirra á meðal er fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans, Michael Flynn.
Musk spyr fylgjendur sína ráða um sölu hlutafjár
Stofnandi Tesla og SpaceX, frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk spurði fylgjendur sína í dag á Twitter hvort hyggilegt væri af honum að selja tíu prósent hlutafjár síns í bílaframleiðslunni.
07.11.2021 - 00:27
Atkvæðagreiðsla um endurbótafrumvörp Bidens í dag
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði í dag, föstudag um samtals þriggja billjóna dala frumvörp Joes Biden Bandaríkjaforseta til endurbóta á flutningakerfi landsins og stækkunar velferðarkerfisins.
Íbúar Minneapolis vilja ekki leggja lögregluna niður
Íbúar bandarísku borgarinnar Minneapolis vilja ekki að lögreglulið borgarinnar verði leyst upp. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu um málið en meirihluti borgarfulltrúa lagði til að lögreglan yrði lögð niður vegna morðsins á George Floyd á síðasta ári.
Fulltrúar olíufyrirtækja svara ásökunum þingnefndar
Fulltrúar stærstu olíufyrirtækjanna í Bandaríkjunum sitja nú eiðsvarnir undir spurningum eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin sakar fyrirtækin um að hafa leynt niðurstöðum yfir fjörutíu ára gamala rannsókna um áhrif notkunar jarðefnaeldsneytis á umhverfið. 
Leggja til að Bannon verði ákærður
Nefndarmenn bandarískrar þingnefndar sem rannsakar innrásina í þinghúsið í ársbyrjun samþykkti samhljóða í gærkvöld að leggja til að Steve Bannon, einn helsti bandamaður fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði ákærður fyrir vanvirðingu. Bannon gaf sig ekki fram til yfirheyrslu hjá nefndinni þrátt fyrir að honum hafi verið birt stefna. 
Þingkonur segja frá reynslu sinni af þungunarrofi
Árleg mótmæli bandarískra kvenna undir merkjum Women's March í dag beina kastljósinu að umdeildum lögum um þungunarrof sem bundin voru í lög í Texas á dögunum. Þrjár bandarískar þingkonur á fimmtudag reynslu sinni af þungunarrofi.
02.10.2021 - 12:21
Ætla að tryggja áframhaldandi rekstur ríkisstofnana
Öldungadeild Bandaríkjaþings hyggst í dag greiða atkvæði um framlengingu fjárheimilda ríkisstofnana. Fjárlagaárinu lýkur á miðnætti 30. september. Mjög er tekist á um fjármál ríkisins í báðum deildum þingsins.
Samkomulag veikti stjórn Afganistan en styrkti Talibana
Varnarmálaráðherra og yfirmenn herafla Bandaríkjanna segja samkomulag við Talibana um brottflutning Bandaríkjahers frá Afganistan hafa veikt ríkisstjórn landsins og her. Á hinn bóginn hafi máttur Talibana færst í aukana.
Segjast hafa ráðlagt forsetanum að halda eftir herliði
Háttsettir yfirmenn í Bandaríkjaher segjast hafa ráðlagt Joe Biden forseta að halda herliði áfram í Afganistan. Jafnframt hafi þeir lýst áhyggjum yfir því að Talibanar hefðu ekki slitið tengsl sín við hryðjuverkasamtökin Al Kaída.
Rannsaka sjálfstýribúnaða Tesla-bifreiða
Frumrannsókn er hafin á öryggi sjálfstýribúnaðar Tesla bifreiða. Margt bendir til að nokkur umferðarslys á nokkrum árum megi rekja til rangrar notkunar búnaðarins.
16.08.2021 - 14:05
Skatturinn þarf að afhenda þinginu framtöl Trumps
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað þarlendum skattayfirvöldum að afhenda þinginu skattframtöl Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Ákvörðunin mun að líkindum binda enda á langan slag fyrir dómstólum um framtölin og er niðustaðan talin harður skellur fyrir Trump.