Færslur: Bandaríkjaher

Upplausn í Írak eftir brotthvarf klerks úr stjórnmálum
Árásir voru gerðar á öryggissvæði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Upplausn hefur ríkt í landinu frá því að sítaklerkurinn Moqtada al-Sadr tilkynnti að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum. Stjórnarkreppa hefur verið viðvarandi um margra mánaða skeið.
Bandaríkjamenn gera atlögu að uppreisnarmönnum
Árásarþyrlur Bandaríkjahers gerðu í gær árásir á eldflaugastöðvar uppreisnarmanna í Sýrlandi. Nokkrir úr þeirra hópi féllu, auk þess sem farartæki og tækjabúnaður eyðilagðist.
25.08.2022 - 03:30
Lestin
Völd Bandaríkjahers í Hollywood óumdeild
Á fyrri hluta 20. aldar var þekkt að ríki heimsins, sér í lagi þau sem tóku þátt í blóðugum stríðsrekstri á þeim tíma, hefðu puttanna í menningarstarfsemi innan þeirra. Þýskaland nasismans var kannski herskáast í þessum efnum en Kaninn og Vesturveldin létu þó sitt ekki eftir liggja. Raunar hafa þau haldið uppteknum hætti síðan og reglulega eru sýndar myndir um allan heim sem bandaríski herinn hefur ritstýrt að einhverju leyti. 
02.06.2022 - 11:54
Hernaðarandstæðingar tína krækling í miðri heræfingu
Samtök hernaðarandstæðinga hafa boðað til kræklingatínsluferðar í Hvalfirði í dag, sem hefst á sama tíma og Bandaríkjamenn hyggjast æfa landgöngu í firðinum.
Bandaríkjamenn felldu leiðtoga ISIS
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, segir að bandarískt herlið hafi fjarlægt Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtoga ISIS, hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, af vígvellinum í norðvesturhluta Sýrlands í gærkvöld. Þetta hafi verið gert að hans skipun til verndar bandarísku þjóðinni og bandamönnum hennar.
03.02.2022 - 16:08
Völlur á Bandaríkjamönnum á vellinum
Bandaríkjaher hefur aukið umsvif sín undanfarið á Keflavíkurflugvelli. Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra telur það koma til vegna aukins eftirlits með ferðum Rússa. Það tengist aukinni spennu milli þeirra og Úkraínumanna.
Hringsólandi herflugvél á æfingu við Keflavíkurflugvöll
Hringsólandi flugvél yfir Keflavíkurflugvelli vakti athygli flugáhugamanna á eftirlitsvefnum Flightradar laust eftir hádegi í dag. Þar var á ferðinni flugvél frá Bandaríkjaher, nánar tiltekið P-8 Poseidon kafbátaeftirlitsvél. Þess háttar vélar koma reglulega til landsins til æfinga, og var um hefðbundnar æfingar að ræða í þetta skiptið að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
03.01.2022 - 14:04
Dráp á tíu Afgönum sorglegt en löglegt
Rannsókn á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytisins leiddi til þeirrar niðurstöðu að engin lög hefðu verið brotin þegar þrír fullorðnir Afganar og sjö börn voru drepin í drónaárás 29. ágúst. Bandaríkjamenn sögðu á sínum tíma að þeir hefðu ráðist á menn sem væru að skipuleggja hryðjuverkaárás. Raunin var sú að þeir sem féllu í árásinni voru almennir borgarar, flestir börn. Einn þeirra látnu vann fyrir bandarísk hjálparsamtök.
03.11.2021 - 22:34
Sprengjuárásir í Jalalabad í Afganistan
Að minnsta kosti þrír fórust og yfir átján særðust í þremur sprengingum í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan í gær. Grunur leikur á að Talibanar hafi verið skotmörk tilræðismannana.
19.09.2021 - 05:48
Bretar á lokametrum brottflutnings frá Kabúl
Bandaríkjastjórn mun hvorki gleyma né fyrirgefa þeim sem stóðu að baki árásinni fyrir utan Hamid Karzai Alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan í gær. Forsetinn Joe Biden segir að þeir verði leitaðir upp og látnir gjalda fyrir gjörðir sínar.
Styðja ákvörðun um brotthvarf en ekki aðferðina við það
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir hvernig staðið var að brotthvarfi bandarískra hersveita frá Afganistan. Engu að síður sýna kannanir heima fyrir að fjöldi Bandaríkjamanna styður þá ákvörðun að kalla hermennina heim.
Óttast að mannfall almennra borgara aukist mjög
Hersveitir Talibana sækja fram á mörgum vígstöðvum í Afganistan og hafa hertekið yfir þriðjung héraðshöfuðborganna. Tugir eða hundruð þúsunda almennra borgara eru á vergangi og á annað þúsund hafa látið lífið.
Hernaðarlega mikilvæg borg fallin í hendur talibana
Herveitir talibana hertóku héraðshöfuðborgina Ghazni í austurhluta Afganistan í gær, þá tíundu sem þeir ná á sitt vald. Borgin er hernaðarlega mikilvæg enda stendur hún við þjóðbrautina sem tengir Kandahar í suðurhlutanum við höfuðborgina Kabúl.
Utanríkisráðherra segir framrás talibana vera vonbrigði
Stjórnarherinn í Afganistan á sífellt erfiðara með stöðva þungann í árásum talíbana. Á innan við viku hafa þeir náð sex héraðshöfuðborgum á sitt vald. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framrás tailbana mikil vonbrigði.
Eldflaugaárás gerir flugvöllinn í Kandahar óstarfhæfan
Flugvöllurinn í Kandahar í Afganistan skemmdist í eldflaugaárás Talibana í nótt. Minnst þremur flaugum var skotið að flugvellinum og tvær sprungu á flugbraut. Sókn Talibana í átt að lykilborgum í landinu þyngist óðum.
01.08.2021 - 04:42
Sjónvarpsfrétt
Bush segir mistök að fara með herinn frá Afganistan
George W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna, varar við að Bandaríkjaher yfirgefi Afganistan að fullu. Það muni hafa hræðilegar afleiðingar fyrir íbúa landsins. Talíbanar buðu í dag þriggja mánaða vopnahlé í skiptum fyrir frelsun sjö þúsund fanga úr þeirra röðum.
15.07.2021 - 22:20
Donald Rumsfeld látinn
Donald Rumsfeld, fyrrum varnamálaráðherra Bandaríkjanna er látinn, áttatíu og átta ára að aldri.
30.06.2021 - 19:55
Spegillinn
Kafbátaeftirlit í 173 daga í fyrra
Kafbátaeftirlit bandaríska sjóhersins á Norður- Atlantshafi sem stjórnað er frá Keflavík hefur aukist talsvert á síðustu árum. Í fyrra voru P-8 vélar hersins við kafbátaleit í 173 daga, miðað við 21 dag árið 2014 þegar kafbátaeftirlit hófst hér á nýjan leik. Athygli hefur vakið að talsvert umferð herflugvéla hefur verið síðustu daga um Keflavíkurflugvöll.
Bandaríski flotinn lagði hald á vopn á Arabíuflóa
Bandaríski sjóherinn kveðst hafa lagt hald á mikið magn illa fenginna vopna við eftirlit á alþjóðahafsvæði á norðanverðum Arabíuflóa. Áhöfn herskipsins USS Monterey varð vör við ómerkt skip og fann góssið eftir tveggja daga leit um borð í síðustu viku.
10.05.2021 - 06:22
Dauðsföllum óbreyttra borgara fjölgað gríðarlega
Fjöldi óbreyttra borgara sem féll í loftárásum alþjóðlegs herliðs í Afganistan fjölgaði mikið frá 2016 til 2019. Þetta er afleiðing rýmri reglna um valdbeitingu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti setti árið 2017 samkvæmt nýrri skýrslu.
Trump kallar hermenn frá Sómalíu
Nánast allir þeir 700 bandarísku hermenn sem eru í Sómalíu verða fluttir frá landinu áður en Joe Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Þetta er liður í viðleitni sitjandi forseta, Donald Trumps, í að hætta þátttöku í því sem hann hefur kallað eilífðarstríð.
04.12.2020 - 23:20
Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
Melania Trump kemur forsetanum til varnar
Melania Trump tók til varna fyrir bónda sinn vegna ásakana um að hann hafi lítilsvirt bandaríska hermenn sem fallið eða teknir hafi verið höndum í stríðsátökum.
Herinn mun ekki hlutast til um kosningarnar
Bandaríski herinn mun ekki hlutast til um forsetakosningarnar í nóvember, né heldur eiga þátt í að skera úr um niðurstöður þeirra verði úrslitin dregin í efa.
Bandaríkjaher hleypir af geislavopni
Tilraun bandaríska sjóhersins með nýtt og orkumikið geislavopn heppnaðist vel að sögn flotans. Æfingin var gerð á Kyrrahafi þar sem herskipið USS Portland skaut niður dróna. Yfirlýsing þessa efnis var birt á föstudag, og greint frá því að æfingin hafi verið haldin 16. þessa mánaðar.
24.05.2020 - 05:20