Færslur: Bandaríkjaher

Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
Melania Trump kemur forsetanum til varnar
Melania Trump tók til varna fyrir bónda sinn vegna ásakana um að hann hafi lítilsvirt bandaríska hermenn sem fallið eða teknir hafi verið höndum í stríðsátökum.
Herinn mun ekki hlutast til um kosningarnar
Bandaríski herinn mun ekki hlutast til um forsetakosningarnar í nóvember, né heldur eiga þátt í að skera úr um niðurstöður þeirra verði úrslitin dregin í efa.
Bandaríkjaher hleypir af geislavopni
Tilraun bandaríska sjóhersins með nýtt og orkumikið geislavopn heppnaðist vel að sögn flotans. Æfingin var gerð á Kyrrahafi þar sem herskipið USS Portland skaut niður dróna. Yfirlýsing þessa efnis var birt á föstudag, og greint frá því að æfingin hafi verið haldin 16. þessa mánaðar.
24.05.2020 - 05:20
Fyrsta verkefni geimsveitarinnar skotið á loft
Heimsfaraldur dugði ekki til að hamla fyrsta opinbera verkefni geimsveitar Bandaríkjahers í gær. Samskiptagervihnöttur var sendur á braut um jörðu frá Canaveral-höfða í Flórída í gærkvöld. Hnötturinn nefnist AEHF-6 og er frá Lockheed Martin.
27.03.2020 - 02:08
Bandaríski flugherinn gerði loftárásir á Hezbollah
Bandaríski flugherinn gerði í dag loftárásir í Írak og Sýrlandi á skotmörk tengdum írösku hryðjuverkasamtökunum Kata'ib Hezbollah sem njóta stuðnings Írans. Er þetta gert vegna meintrar ábyrgðar samtakanna á árás á íraska herstöð þar sem bandarískur verktaki féll.
Tveir í haldi eftir árás á Baghdadi
Tveir menn eru í haldi Bandaríkjahers eftir árás sérsveitar á fylgsni Abu Bakr al-Baghdadis, leiðtoga hryðjuverkasveitanna sem kenna sig við íslamskt ríki, um helgina. Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segir þá í strangri öryggisgæslu. Engar frekari upplýsingar voru veittar um mennina.
29.10.2019 - 01:33
Flestir Afganir falla í árásum Bandaríkjanna
Að mati Sameinuðu þjóðanna lætur óásættanlegur fjöldi óbreyttra borgara í Afganistan lífið þrátt fyrir friðarviðræður milli Bandaríkjanna og talibana. Flestir falla í loftárásum Bandaríkjanna og stjórnvalda í Kabúl til stuðnings hersveita á jörðu niðri.
Bandarískir hermenn aftur til Sádi-Arabíu
Bandaríski herinn hóf í júní að flytja hundruð hermanna og tækjabúnað til Prince Sultan herstöðvarinnar í Sádí-Arabíu en 15 ár eru síðan bandarískir hermenn voru síðast í landinu. Þetta er að sögn gert til að mæta vaxandi ógn frá Íran.
20.07.2019 - 02:05
Segjast hafa skotið niður íranskan dróna
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir herskipið USS Boxer skotið niður íranskan dróna í Hormússundi í gær. Íranar lýstu því yfir að þeir vissu ekki til þess að dróni á þeirra vegum hefði verið skotinn niður.
19.07.2019 - 03:00
Herinn varar fólk við að ráðast inn á Svæði 51
Bandaríski flugherinn varar fólk við að ráðast inn á Svæði 51 í eyðimörkinni í Nevada en meira en ein og hálf milljón hefur boðað komu sína þangað 20. september. Þar hefur það í hyggju að yfirbuga hermenn sem vakta svæðið og komast að meintum leyndarmálum þess.
18.07.2019 - 03:07
Greindu óvart frá staðsetningu kjarnavopna
Skýrsla sem unnin var fyrir Atlantshafsbandalagið og birt fyrir mistök virðist hafa staðfest opinbert leyndarmál, bandarísk kjarnavopn eru geymd í fimm ríkjum bandalagsins.
17.07.2019 - 04:45
1300 óbreyttir borgarar féllu í loftárásum
Hernaðarbandalag undir stjórn Bandaríkjanna, sem barðist gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, felldi 1.319 óbreytta borgara í loftárásum í Írak og Sýrlandi frá 2014 til maíloka.
27.06.2019 - 15:39
Ákváðu að skjóta ekki niður mannaða flugvél
Herforingi í írönsku byltingavörðunum segir að ákvörðun hafi verið tekin um að skjóta ekki niður bandaríska flugvél með 35 innanborðs sem fylgt hafi njósnadróna sem Íranar skutu niður í fyrrakvöld.
21.06.2019 - 14:30
10 mínútur í loftárásir þegar Trump hætti við
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter að hann hafi hætt við loftárásir gegn þremur skotmörkum í Íran 10 mínútum áður en þær áttu að hefjast. Ekkert hafi legið á en herinn hafi verið reiðubúinn til árása.
21.06.2019 - 13:30
Trump: „Íran gerði mjög slæm mistök!“
Íranir skutu niður bandarískan dróna í gær og Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti í dag um málið. Hann segir þetta mikil mistök af hálfu stjórnvalda í Teheran.
20.06.2019 - 14:49
Skýr skilaboð send til Bandaríkjamanna
Leiðtogi íranska byltingavarðarins Hossein Salami segir að skýr skilaboð hafi verið send til Bandaríkjamanna með því að skjóta niður njósnadróna í íranskri lofthelgi og hrósaði hetjulegri framgöngu íranskra hermanna.
20.06.2019 - 10:54
Biðla til Bandaríkjahers að beita sér
Forsvarsmenn Juan Guaido leiðtoga stjórnarandstöðu Venesúela sendu bréf til Bandaríkjahers þar sem þeir óskuðu eftir fundi um stöðu mála í landinu, eftir misheppnaða valdaránstilraun í apríl.
Trump hættir við hersýningu
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að hætta við hersýningu í höfuðborginni Washington, sem til stóð að færi fram 10. nóvember. Ástæðan er að hans sögn að embættismenn borgarinnar gerðu of mikið úr mögulegum kostnaði við framkvæmd sýningarinnar.
17.08.2018 - 13:24
Umdeilt eftirlitskerfi selt til Bandaríkjahers
Sala á eftirlitskerfinu Rekognition, sem þróað var af tæknirisanum Amazon, til Bandaríkjahers hefur verið harðlega gagnrýnd af réttindasamtökunum ACLU. Forritið er notað með eftirlitsmyndavélum og gerir löggæslufólki kleift að bera kennsl á og rekja ferðir einstaklinga í rauntíma. Það hefur þó verið gagnrýnt fyrir lélega nákvæmni sér í lagi þegar kemur að fólki sem ekki er hvítt á hörund.
03.08.2018 - 16:59
Afhjúpa minnisvarða um áhöfn flugvélar
75 ár eru í dag liðin síðan fjórtán manna áhöfn bandarísku sprengjuflugvélarinnar B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Af því tilefni var í dag afhjúpaður minnisvarði um flugslysið við Grindavíkurveg.
03.05.2018 - 15:16
Fréttaskýring
Stóraukin viðvera hermanna við Ísland
Umsvif kafbátaleitarsveita aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, einkum Bandaríkjahers, við Ísland hafa stóraukist síðastliðin fjögur ár. Það sem af er þessu ári hafa bandarískir hermenn, sem sinna kafbátaleit, dvalið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í samtals 122 daga, allt að 300 saman í senn. Stjórnvöld segja þó engin áform um að koma hér upp herstöð á nýjan leik.