Færslur: Bandaríkjaforseti

Ný bók um Donald Trump selst sem heitar lummur
Bók Mary Trump bróðurdóttur Donalds Trump um frænda sinn Bandaríkjaforsetann seldist í nærri milljón eintökum á fyrsta degi eftir útkomu.
17.07.2020 - 04:49
Erlendir nemar munu ekki missa landvistarleyfið
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti nú í kvöld að bandarísk stjórnvöld hefðu hætt við ákvörðun sína um að gera erlendum nemendum, við bandaríska háskóla sem flutt hefði kennsluna alfarið á netið, að yfirgefa landið.
14.07.2020 - 19:50
Birtu minnislista með röngum ummælum Faucis
Stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir nú í síauknum mæli gagnrýni sinni að Anthony Fauci, sérfræðingi stjórnarinnar í smitsjúkdómum.
13.07.2020 - 23:19
Facebook lokar 50 síðum tengdum Roger Stone
Samskiptamiðillinn Facebook lokaði í dag 50 síðum tengdum Roger Stone, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Lýsir Trump sem sjálfselskum lygara
Mary Trump, bróðurdóttir Donalds Trump bandaríkjaforseta, lýsir honum sem sjálfselskum lygara í endurminningabók sem kemur út næsta þriðjudag.
08.07.2020 - 00:08
Bannon vill aftur í innsta hring Trumps
Steve Bannon, sem var einn helsti ráðgjafi Donald Trump þar til forsetinn rak hann árið 2017, stefnir nú á að komast aftur inn í innsta hring áhrifavalda forsetans fyrir forsetakosningarnar í haust. 
Trump sagður öskuillur vegna lélegrar mætingar
Donald Trump Bandaríkjaforseti geldur nú fyrir afneitun sína á afleiðingum kórónaveirufaraldursins. Faraldurinn, sem er hvergi nærri lokið, er sagður geta orðið til þess að forsetinn verði af uppáhalds baráttuaðferð sinni — háværum og mannmörgum stuðningsmannafundum.
Ætla að fjarlægja styttuna af Roosevelt
Bandaríska náttúruminjasafnið ætlar að láta fjarlægja styttu af Theodore Rossevelt, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem stendur við inngang safnsins.
22.06.2020 - 07:44
Bolton ætlar ekki að kjósa Trump
John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki ætla að kjósa Trump og vonar að hann nái ekki endurkjöri.
Bróðurdóttir Trumps með bók um forsetann
Bróðurdóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta er nú með bók um forsetann í smíðum. Bókin sem ber titilinn Too Much and Never Enough, sem má útleggja sem Of mikið og aldrei nóg, er sögð vera bæði átakanleg og klúr lesning.
Trump kallar þjóðvarðliðið frá Washington
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann ætli að kalla þjóðvarðliðið frá Washington. Verulega hefur nú verið dregið úr öryggisaðgerðum vegna mótmæla undanfarinna daga og fara þau nú að mestu friðsamlega fram. 
07.06.2020 - 21:27
Colin Powell styður Biden í forsetaslagnum
Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í forsetakosningunum í haust. Það þætti væntanlega litlum tíðindum sæta, nema fyrir það að Powel sat í ríkisstjórn Repúblikanaforsetans George W. Bush.
Spegillinn
„Virðir ekki leikreglur lýðræðisins“
Donald Trump er erkitýpa af þjóðernispopúlískum stjórnmálamanni sem virðir ekki endilega leikreglur lýðræðisins, segir Eiríkur Bergmann stórnmálafræðiprófessor. Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hika við að beita hervaldi til að binda enda á óeirðirnar í landinu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað út í meira en tuttugu ríkjum Bandaríkjanna til að hjálpa til við að koma á lögum og reglu.
96% Íslendinga vilja Biden frekar en Trump
Um 96 prósent Íslendinga myndu kjósa Joe Biden í bandarísku forsetakosningunum, ef þeir hefðu kosningarétt, en aðeins fjögur prósent myndu kjósa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Miðflokksins eru líklegastir til að kjósa Trump og næst þeim koma stuðningsmenn Sósíalistaflokksins.
Segir kórónuveiruna úr kínverskri rannsóknarstofu
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að Bandaríkjastjórn íhugi að beita Kína og kínversk stjórnvöld refsiaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann sagðist í kvöld hafa séð sönnunargögn sem tengdu veiruna við rannsóknastofu í Wuhan í Kína. Leyniþjónustan og ráðgjafi Trumps í sóttvarnarmálum segja engar vísbendingar um slíkt.
Bannar allan innflutning fólks til Bandaríkjanna
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í nótt að hann hygðist gefa út tilskipun um bann við öllum innflutningi fólks til Bandaríkjanna, vegna „innrásar ósýnilega óvinarins," eins og hann kallar kórónuveiruna sem veldur COVID-19, og til að verja störf bandarískra borgara. Nær 790.000 COVID-19 smit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og yfir 42.000 dauðsföll rakin til sjúkdómsins.
Trump vill kaupa 75 milljónir tunna af olíu
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst beita sér fyrir því að alríkisstjórnin noti tækifærið nú þegar olíuverð er í sögulegu lágmarki og kaupi 75 milljónir tunna af olíu til að fylla á vara- og neyðarbirgðir sínar. „Við erum að bæta í varabirgðirnar okkar, neyðarbirgðirnar," sagði forsetinn á upplýsingafundi Hvíta hússins á mánudagskvöld. „Og við ætlum að bæta allt að 75 milljónum tunna í þær birgðir." Trump tók fram að þetta yrði því aðeins gert að fjárveiting fengist frá þinginu.
21.04.2020 - 00:37
Tekist á um „opnun Ameríku“ í skugga COVID-19
Um leið og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir því yfir að fara verði afar varlega í að aflétta hvers kyns höftum og hömlum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar leggur hann mikla áherslu á að koma hjólum atvinnulífsins aftur á fullan snúning sem fyrst. Ríkisstjórar einstakra ríkja segja langt í að það geti gerst og saka alríkisstjórnina um stefnuleysi og seinagang. Nær 41.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í Bandaríkjunum og staðfest smit nálgast 760.000.
Ýjar að því að Kínverjar hafi dreift COVID19 vísvitandi
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ýjaði enn að því í kvöld að Kínverjar hefðu hugsanlega dreift kórónuveirunni sem veldur COVID-19 heimsfaraldrinum af ásettu ráði og varaði við mögulegum eftirmálum, ef rétt reynist. Þá lýsti hann miklum efasemdum um sannleiksgildi opinberra talna kínverskra yfirvalda, um fjölda látinna og smitaðra þar í landi.
19.04.2020 - 02:40
Trump vill „opna landið" en COVID-19 færist í aukana
Í Bandaríkjunum fer hvorutveggja smittilfellum og dauðsföllum af völdum COVID-19 ört fjölgandi og stjórnvöld einstakra ríkja grípa til æ harðari aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur þessari banvænu farsótt. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti því hins vegar yfir á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöld, að þess væri vonandi skammt að bíða að landið yrði opnað á ný og atvinnu- og viðskiptalíf í Bandaríkjunum kæmist í samt lag.
Trump skipar starfsmannastjóra - Mulvaney til N-Írlands
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað fulltrúadeildarþingmanninn Mark Meadows í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins. Forsetinn tilkynnti þetta á Twitter í gærkvöld. Repúblikaninn Meadows, sem situr á þingi fyrir Norður-Karólínu, ku vera á meðal einörðustu stuðningsmanna forsetans í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt New York Times, og sóttist eftir starfsmannastjórastöðunni þegar John F. Kelly var látinn taka pokann sinn í árslok 2018.
07.03.2020 - 04:32
Trump náðaði „andlit spillingarinnar“ í Illinois
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, veitti í gær ellefu dæmdum mönnum sakaruppgjöf, þar á meðal fyrrverandi ríkisstjóra Illinois, sem dæmdur var fyrir að reyna að „selja“ öldungadeildarþingsætið sem losnaði þegar Barack Obama var kosinn forseti. Rod Blagojevich, Demókrati og ríkisstjóri í Illinois, er af mörgum álitinn holdgervingur pólitískrar spillingar og óheiðarleika og ófá flokkssystkini forsetans hafa gagnrýnt hann fyrir náðunina.
Trump byrjaður að reka þá sem báru vitni gegn honum
Donald Trump rak á föstudag tvo háttsetta opinbera starfsmenn sem báru vitni gegn honum í málatilbúnaði Demókrata á hendur forsetanum. Sá fyrri til að fjúka var Alexander Vindman, undirofursti, sem forsetinn rak úr þjóðaröryggisráðinu. Hinn er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu.
Lýsir vígi hryðjuverkaleiðtoga á hendur Bandaríkjanna
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í gær vígi leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna á Arabíuskaga á hendur Bandaríkjunum. Bandaríkin „framkvæmdu árangursríka hernaðaraðgerð gegn hryðjuverkum í Jemen, þar sem Qassim al-Rimi, leiðtogi og einn stofnenda al-Kaída á Arabíuskaga var upprættur," segir Trump í tilkynningu frá Hvíta húsinu.
07.02.2020 - 03:52
Pelosi reif stefnuræðu Trumps
Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stóð á fætur og reif prentaða útgáfu af stefnuræðu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, nánast um leið og hann lauk máli sínu. Pelosi sat aftan við ræðupúltið, við hlið Mike Pence, varaforseta, á meðan Trump flutti ræðuna. Aðspurð hvers vegna hún gerði þetta svaraði Pelosi því til að þetta hefði verið „kurteislegri valkosturinn af þeim tveimur sem til greina komu."