Færslur: Bandaríkjaforseti

Trump skipar starfsmannastjóra - Mulvaney til N-Írlands
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað fulltrúadeildarþingmanninn Mark Meadows í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins. Forsetinn tilkynnti þetta á Twitter í gærkvöld. Repúblikaninn Meadows, sem situr á þingi fyrir Norður-Karólínu, ku vera á meðal einörðustu stuðningsmanna forsetans í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt New York Times, og sóttist eftir starfsmannastjórastöðunni þegar John F. Kelly var látinn taka pokann sinn í árslok 2018.
07.03.2020 - 04:32
Trump náðaði „andlit spillingarinnar“ í Illinois
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, veitti í gær ellefu dæmdum mönnum sakaruppgjöf, þar á meðal fyrrverandi ríkisstjóra Illinois, sem dæmdur var fyrir að reyna að „selja“ öldungadeildarþingsætið sem losnaði þegar Barack Obama var kosinn forseti. Rod Blagojevich, Demókrati og ríkisstjóri í Illinois, er af mörgum álitinn holdgervingur pólitískrar spillingar og óheiðarleika og ófá flokkssystkini forsetans hafa gagnrýnt hann fyrir náðunina.
Trump byrjaður að reka þá sem báru vitni gegn honum
Donald Trump rak á föstudag tvo háttsetta opinbera starfsmenn sem báru vitni gegn honum í málatilbúnaði Demókrata á hendur forsetanum. Sá fyrri til að fjúka var Alexander Vindman, undirofursti, sem forsetinn rak úr þjóðaröryggisráðinu. Hinn er Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu.
Lýsir vígi hryðjuverkaleiðtoga á hendur Bandaríkjanna
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í gær vígi leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna á Arabíuskaga á hendur Bandaríkjunum. Bandaríkin „framkvæmdu árangursríka hernaðaraðgerð gegn hryðjuverkum í Jemen, þar sem Qassim al-Rimi, leiðtogi og einn stofnenda al-Kaída á Arabíuskaga var upprættur," segir Trump í tilkynningu frá Hvíta húsinu.
07.02.2020 - 03:52
Pelosi reif stefnuræðu Trumps
Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stóð á fætur og reif prentaða útgáfu af stefnuræðu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, nánast um leið og hann lauk máli sínu. Pelosi sat aftan við ræðupúltið, við hlið Mike Pence, varaforseta, á meðan Trump flutti ræðuna. Aðspurð hvers vegna hún gerði þetta svaraði Pelosi því til að þetta hefði verið „kurteislegri valkosturinn af þeim tveimur sem til greina komu."
Minntist ekki á kæruna en lofaði efnahagsástandið
Bandaríkin eru „sterkari en nokkru sinni" og „fjendur Bandaríkjanna eru á hröðum flótta, gæfa Bandaríkjanna vex og framtíð Bandaríkjanna er skínandi björt," sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni, sem hann flutti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt og sögð er marka upphaf formlegrar kosningabaráttu hans. Forsetinn minntist ekki einu orði á ákæru fulltrúadeildarinnar á hendur honum, sem að öllum líkindum verður felld í atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni á morgun.
Trump ætlar í mótmælagöngu gegn fóstureyðingum
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, verður að líkindum fyrsti forseti Bandaríkjanna til að taka þátt í árlegri mótmælagöngu andstæðinga fóstureyðinga í höfuðborginni Washington. Trump tilkynnti á Twitter í gær að hann hygðist taka þátt í göngunni, sem er jafnan er fjölmennasta mótmælaganga ársins þar vestra, sem gengin er gegn fóstureyðingum.
23.01.2020 - 07:14
Segir Soleimani hafa ráðgert árásir á fjögur sendiráð
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagðist í gær hafa ástæðu til að ætla, að Íranar hefðu ætlað sér að gera árás á fjögur bandarísk sendiráð, þar á meðal sendiráðið í Bagdad. Þetta upplýsti forsetinn í viðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni, þar sem hann var spurður út í ástæðurnar að baki árás Bandaríkjahers á skotmark nærri alþjóðaflugvellinum í Bagdad, þar sem íranski hershöfðinginn Kassem Soleimani var ráðinn af dögum ásamt leiðtoga vopnaðra, írakskra samtaka.
11.01.2020 - 02:57
Þingmenn vilja hindra Trump í að hefja stríð gegn Íran
Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í kvöld þingsályktun sem ætlað er að torvelda Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að lýsa stríði á hendur Íran upp á sitt eindæmi. Þingsályktunin hefur meira pólitískt en lagalegt gildi og var samþykkt nokkurn veginn eftir flokkslínum; 224 sögðu já en 194 nei. Þrír Repúblikanar samþykktu ályktunina, sem kveður á um að forsetinn skuli leita heimildar þingsins - og fá - áður en hann efnir til hernaðaraðgerða gegn Íran.
Sendiráðsfólk flutt í öruggt skjól
Búið er að rýma sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad eftir að æstur múgur réðst á það í morgun og mótmælti loftárásum Bandaríkjamanna í Írak í fyrradag. Haft var eftir írökskum embættismanni að sendiherrann og annað starfsfólk hefði verið flutt í öruggt skjól.
31.12.2019 - 11:15
Þakkaði Trump fyrir hjálp við að stöðva hryðjuverk
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hringdi í gær í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, til að þakka fyrir aðstoð bandarískra leyniþjónustustofnana við að koma í veg fyrir hryðjuverk í Rússlandi.
Trump hvetur til samstöðu gegn gyðingahatri
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt landa sína til að sýna samstöðu í baráttunni gegn gyðingahatri eftir að fimm gyðingar særðust í sveðjuárás á heimili rabbína í Monsey New York ríki í gær. Tvennt er enn á sjúkrahúsi eftir árásina.
Ætlar „ekki að þykjast vera hlutlaus“ í máli Trumps
Repúblikaninn Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og dyggur stuðningsmaður Donalds Trumps, ætlar ekki að „þykjast vera hlutlaus kviðdómari" fari svo að kæra á hendur forsetanum verði lögð fram í öldungadeildinni.
15.12.2019 - 05:24
Krafan um birtingu skattskýrslna Trumps fyrir hæstarétt
Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir kröfur um að skattskýrslur og fleiri gögn er lúta að fjármálum Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, verði gerð opinber. Trump og lögfræðiteymi hans hafa barist af hörku gegn öllum kröfum um birtingu á skattaskýrslum forsetans og öðru sem lýtur að efnahag hans, viðskiptum og eignum.
Trump gagnrýnir ummæli Macrons
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í morgun hörðum orðum um þau ummæli sem Emmanuel Macron, forseta Frakklands, viðhafði um Atlantshafsbandalagið í síðasta mánuði og sagði þau móðgandi.
Trump fór í óvænta heimsókn til Afganistans
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í óvænta heimsókn til Afganistan í gær, þar sem hann heimsótti liðsmenn Bandaríkjahers í tilefni þakkargjörðardagsins og átti fund með Ashraf Ghani, forseta Afganistans. Þetta er fyrsta heimsókn Trumps til Afganistans og gerði hann engin boð á undan sér, af öryggisástæðum.
Fréttaskýring
Milljarðamæringur, fjölmiðlamógúll og flokkaflakkari
Michael Bloomberg er ýmist Repúblikani, óháður eða Demókrati. Nú vill hann verða forsetaefni Demókrata og ætlar að eyða áður óþekktum fjárhæðum í þeim tilgangi. Hann bannar fjölmiðlaveldi sínu að fjalla illa um sig og reyndar aðra frambjóðendur Demókrata. Um Donald Trump gegnir öðru máli. Níðskrif um Trump eru vel þegin. Donald Trump fagnar framboði Bloombergs.
Trump boðið að spyrja vitni þingnefndar
Dómsmálanefnd Bandaríkjaþings hefur boðið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, að vera viðstaddur yfirheyrslur vitna sem kölluð verða fyrir nefndina í næstu viku. Býðst honum jafnframt að leggja spurningar fyrir vitnin. Þriðjudaginn 4. desember hefjast fyrstu opnu vitnaleiðslur nefndarinnar í ferli sem ætlað er að úrskurða hvort þær gjörðir Trumps sem verið hafa til skoðunar hjá þingnefndum úndanfarið geti flokkast sem alvarleg brot í embætti, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá Bandaríkjanna.
27.11.2019 - 04:05
Erdogan sýndi „fáránlega“ áróðursmynd í Hvíta húsinu
Til orðahnippinga kom á fundi Receps Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta með Donald Trump, Bandaríkjaforseta og fimm öldungadeildarþingmönnum Repúblikana í Hvíta húsinu á miðvikudag. Ástæðan er að Erdogan kaus að nota tækifærið til að sýna gestgjöfum sínum kvikmynd til sönnunar þess að Kúrdarnir, sem þeir létu sér svo annt um í Norðaustur-Sýrlandi, væru í raun hryðjuverkamenn.
Tilkynntu formlega úrsögn úr Parísarsáttmála
Bandaríkjastjórn sendi í kvöld formlega tilkynningu til Sameinuðu þjóðanna, um að Bandaríkin ætluðu að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þar með fer af stað eins árs langt úrsagnarferli sem endar daginn eftir forsetakosningarnar vestra á næsta ári.
Trump og ríkisstjóri Kaliforníu í orðaskaki
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hótar að synja Kaliforníuríki um fjárhagsaðstoð vegna skógareldanna sem þar hafa geisað að undanförnu, eftir að ríkisstjóri Kaliforníu gagnrýndi hann og stefnu hans í umhverfismálum.
Aldrei færri flóttamenn til Bandaríkjanna
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ætlar að fækka mjög í hópi flóttamanna, sem veitt verður hæli í Bandaríkjunum á þessu fjárhagsári. Þeir verða aðeins 18.000, færri en nokkru sinni síðan formleg flóttamannaáætlun var innleidd í Bandaríkjunum árið 1980. Á síðasta fjárhagsári voru þeir 30.000.
Trump flytur heimilið frá New York til Flórída
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gærkvöld að hann hyggist flytja heimili sitt og fjölskyldu sinnar frá New York til Palm Beach í Flórída, þar sem farið hefði verið mjög illa með hann í fæðingarborginni og heimaborg til áratuga.
Vitnaði um þrýsting Trumps á Úkraínuforseta
Undirofursti í Bandaríkjaher og þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna, sem hlustaði á samtal Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, og Voldoymyrs Zelenskys, Úkraínuforseta, lét í tvígang vita af áhyggjum sínum af óeðlilegum þrýstingi bandarískra yfirvalda á Úkraínumenn, eftir formlegum leiðum.
30.10.2019 - 05:42
Fréttaskýring
Ólíklegt að Trump verði dæmdur frá embætti
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort kæra eigi Donald Trump forseta fyrir misbeitingu valds. Fréttaskýrendur telja flestir ólíklegt að forsetinn verði dæmdur frá embætti, ekki sé ólíklegt að Fulltrúadeildin samþykki ákæru en afar ólíklegt að Öldungadeildin dæmi hann. Yfirheyrslur vegna ákærunnar halda áfram í vikunni.