Færslur: Bandaríkin

Mótmæli eftir að lögregla skaut svartan mann til bana
Hundruð komu saman og mótmæltu fyrir utan lögreglustöð í Brooklyn Center í Minneapolis í nótt eftir að lögreglumaður skaut Daunte Wright, tuttugu ára svartan mann, til bana fyrr um daginn. Lögreglan beitti táragasi í mótmælunum en mótmælendur köstuðu grjóti í lögreglubíla. Útgöngubann er nú í gildi í borginni vegna ástandsins.
12.04.2021 - 09:22
Myndskeið
Aldrei fleiri flóttamenn yfir til Bandaríkjanna
Ríflega hundrað og sjötíu þúsund manns reyndu að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó í síðastliðnum mánuði. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna hefur ekki skráð jafn marga flóttamenn í ein fimmtán ár.
11.04.2021 - 19:32
Biden skipar nefnd um umbætur á hæstarétti
Joe Biden Bandaríkjaforseti skipaði í gær nefnd sem er ætlað að kanna umbætur á hæstarétti Bandaríkjanna. Hún á meðal annars að athuga hvort fjölga eigi dómurum við dómstólinn.
10.04.2021 - 06:45
Finna ekki tengsl milli bóluefnis Janssen og blóðtappa
Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið segist ekki hafa fundið orsakasamhengi á milli bólusetningu með bóluefni Janssen og blóðtappa. Evrópska lyfjaeftirlitið rannsakar fjögur tilfelli blóðtappa sem mynduðust eftir að viðkomandi voru bólusettir með efninu.
10.04.2021 - 04:30
Bandaríkin bíða eftir mótsvari Írans
Bandaríkjastjórn hefur borið mjög alvarlegar hugmyndir á borð til að endurvekja kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran. Nú bíða þau eftir mótsvari af sama alvarleika. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir ónefndum embættismanni í Bandaríkjastjórn.
10.04.2021 - 00:53
AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Rannsaka tengsl bóluefnis Janssen við blóðtappa
Lyfjastofnun Evrópu rannsakar nú hvort tengja megi fjögur tilfelli blóðtappa við bólusetningu með bóluefni Johnson & Johnson. Einn er látinn en notast við bóluefni framleitt í verksmiðju Janssen í Evrópu.
Hugrakkasta kona Ameríku
Fjórtán ára gömul var Ida Lewis orðin þekkt sem besta sundkona Rhode Island í Bandaríkjunum og frábær ræðari. Frægust er hún þó fyrir björgunarafrek sín en talið er að hún hafi bjargað 18-25 manns úr sjávarháska og fékk hún viðurnefnið: Hugrakkasta kona Ameríku.
09.04.2021 - 15:44
Bandaríkin íhuga að senda herskip á Svartahaf
Bandaríkjastjórn íhugar að senda herskip á Svartahaf á næstu vikum. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir hátt settum starfsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Skipin yrðu send til að sýna Úkraínu stuðning vegna aukinna hernaðarumsvifa Rússa nærri landamærum Úkraínu.
09.04.2021 - 04:33
Súrefnisskortur var banamein Floyds
Lungnalæknirinn Martin Tobin sagði fyrir dómi í gær að súrefnisleysi hafi orðið George Floyd að bana. Tobin lýsti því hvernig súrefnisskorturinn olli heilaskemmdum og hjartsláttartruflunum, sem að lokum leiddu til þess að hjarta hans hætti að slá. 
Myndskeið
„Nóg er komið af bænum, nú þurfa verkin að tala“
Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í dag aðgerðir til þess að setja hömlur á skotvopnaeign í Bandaríkjunum. Hann var heldur harðorður í garð þingmanna sem hann hvatti til þess að samþykkja frumvörp um hertari byssulöggjöf.
08.04.2021 - 22:24
Biden endurnýjar aðstoð Bandaríkjanna við Palestínu
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, samþykkti í gær að veita Palestínu fjárhagsaðstoð sem nemur um 235 milljónum bandaríkjadala. Hann lofaði því jafnframt að þrýsta á tveggja ríkja lausn í deilu Ísraels og Palestínu. Þá sagði hann Bandaríkjastjórn ætla að leggja stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn frá Palestínu að nýju til fé. Donald Trump, forveri Bidens, skar á þá aðstoð.
Ævisaga Mike Pence gefin út fyrir kosningar 2024
Fyrrverandi varaforsetinn Mike Pence skrifaði nýverið undir samning við útgefandann Simon & Schuster um útgáfu ævisögu sinnar. Að sögn AFP fréttastofunnar er verðmæti samningsins um þrjár milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 380 milljóna króna.
08.04.2021 - 01:30
Jákvæðar viðræður stórveldanna við Íran
Íran og stórveldin sem enn eiga aðild að kjarnorkusáttmála við Íran héldu árangursríkan fund í Vín í Austurríki í gær, að sögn þeirra sem fundinn sátu. Al Jazeera hefur eftir Abbas Araghchi, leiðtoga samninganefndar Írans í Vín, að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og þeim verði fram haldið á föstudag. Ríkin halda þá áfram að leita leiða til þess að endurvekja sáttmálann sem Bandaríkin drógu sig einhliða úr í maí árið 2018.
07.04.2021 - 06:56
Arkansas bannar kynleiðréttingarmeðferð barna
Þingmenn í Arkansas í Bandaríkjunum samþykktu í gær lög sem banna læknum að gera kynleiðréttingaraðgerðir á börnum. Ríkisstjórinn, Asa Hutchinson, neitaði að undirrita lögin en aukinn meirihluti þingmanna kom frumvarpinu í gegn. Ríkið er þar með það fyrsta til að lögfesta slíkt bann.
Aflétta refsiaðgerðum gegn Alþjóða sakamáladómstólnum
Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt refsiaðgerðum þeim, sem ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innleiddi gagnvart aðalsaksóknara Alþjóða sakamáladómstólsins í Haag. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í dag. Segir hann núverandi stjórnvöld aflétta refsiaðgerðunum þar sem þær séu hvort tveggja ranglátar og gagnslausar.
Lögreglumaður látinn eftir árás við þinghúsið
Bandaríska þinghúsinu í Washington var lokað á sjötta tímanum í dag eftir að maður keyrði á tvo lögreglumenn sem stóðu við öryggishlið þess. Ökumaðurinn réðist síðan að lögreglumönnum vopnaður hnífi og náði að stinga einn áður en lögreglan skaut hann til baka.
02.04.2021 - 21:25
Bandaríska þinghúsinu lokað vegna árásar
Bandaríska þinghúsinu í Washington var lokað nú á sjötta tímanum af öryggisástæðum.
02.04.2021 - 18:15
Facebook bannar birtingu viðtals við Donald Trump
Tengdadóttir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segir facebook hafa fjarlægt viðtal sem hún tók við hann. Trump var bannaður á samfélagsmiðlinum eftir innrásina í þinghúsið Washington í janúar.
01.04.2021 - 12:09
SÍNE harmar að skólagjaldalán verði ekki hækkuð
Stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) lýsir vonbrigðum yfir því að hámark skólagjaldalána námsmanna verði ekki hækkað með nýjum úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir árin 2021 til 2022.
Milljónir skammta af bóluefni eyðilögðust fyrir mistök
Tafir verða á dreifingu tug milljóna skammta bóluefnis Johnson & Johnson í Bandaríkjunum eftir að um fimmtán milljón skammtar af efninu eyðilögðust fyrir mistök í framleiðsluferlinu.
31.03.2021 - 22:22
Höfuðpaur innbrotanna í Watergate látinn
G. Gordon Liddy, sá sem skipulagði tvö innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Watergate byggingunni í Washington árið 1972, lést í gær níræður að aldri. Afhjúpun innbrotanna vakti mikla hneykslun og leiddi til þess að Richard Nixon varð að segja af sér forsetaembætti tveimur árum síðar.
31.03.2021 - 14:24
„Ég taldi mig hafa orðið vitni að morði“
Lögreglumaðurinn Derek Chauvin herti sífellt tökin á hálsi George Floyd eftir því sem meðvitundin þvarr, sagði vitni í réttarhöldunum yfir Chauvin. Þetta kostaði Floyd lífið. Hann sagði að hann hefði þá talið sig vera vitni að morði. Sérfræðingur í lögum segir möguleika á að Chauvin verði sýknaður, einfaldlega af því að hann er lögreglumaður.
Tvær nýjar ákærur gegn Maxwell
Tvær nýjar ákærur bættust í gær við mál Bandaríkjanna gegn Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Nýju ákærurnar eru um samsæri um kynlífsmansal og kynlífsmansals á barni.
Réttarhöld hafin yfir banamanni George Floyds
Réttarhöld eru hafin í Bandaríkjunum yfir fyrrverandi lögreglumanni sem varð George Floyd að bana síðastliðið vor. Hann á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi verði hann sakfelldur.