Færslur: #bandaríkin

Myndskeið
„Umhverfið minnir á heimsendi“
Minnst 24 eru látin af völdum gríðarlegra gróðurelda sem geisa á vesturströnd Bandaríkjanna. Aldrei hefur stærra landsvæði brunnið í gróðureldum þar, íbúar segja aðstæður minna á dómsdag. Formaður loftslagsráðs segir bein tengsl
11.09.2020 - 20:02
Frumvarp um sorgarorlof unnið í ráðuneyti í vetur
Stefnt er að því að klára að móta tillögur um sorgarorlof í vetur og leggja framvarp fram á vorþingi. Þetta kemur fram í svari frá félagsmálaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu. Sorgarorlof yrði fyrir foreldra sem misst hafa börn sín.
26.08.2020 - 08:47
Vill breyta sturtunum því hárið þarf að vera fullkomið
Bandarísk stjórnvöld vilja breyta lögum um sturtur í landinu, í þeim tilgangi að auka vatnsflæði þeirra. Er þetta gert vegna kvartana Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sem segir sturtur ekki nægilega góðar fyrir hár sitt.  BBC greinir frá þessu í morgun.
13.08.2020 - 08:11
Spegillinn
Trump snarsnýst í kórónufaraldri
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að dauðsföllum í Bandaríkjunum eigi eftir að fjölga næstu tvær vikurnar. Því ákvað hann í gærkvöld að framlengja harðar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum út apríl. Langflest smit hafa greinst í Bandaríkjunum eða nærri 150 þúsund. 2.616 hafa látist.
30.03.2020 - 16:51
Spegillinn
Andrés gerir ekkert gagn
Andrés Bretaprins hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að aðstoða við rannsókn á máli barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Þetta segir saksóknari í New York. Andrés hefur lýst því opinberlega að hann sé boðinn og búinn til að veita allar upplýsingar um Epstein sem grunaður er um mansal og brot gegn stúlkum undir lögaldri.
28.01.2020 - 15:56
Fréttaskýring
Á yfir höfði sér lífstíðardóm
Harvey Weinstein var farsælasti kvikmyndaframleiðandi draumaverksmiðjunnar Hollywood, maðurinn á bak við myndir eins og Shakespeare in Love, The King's Speech og Pulp Fiction. Hann flaug of hátt, ofmetnaðist sem ómenni og er nú brennimerktur sem andlit #metoo hreyfingarinnar. Réttarhöld hófust í vikunni yfir Weinstein sem getur átt yfir höfðu sér lífstíðardóm.
08.01.2020 - 15:10
Hætta af öllum lausum húsgögnum á heimilum
Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA samþykkti í dag að greiða foreldrum bandarísks drengs, sem lést árið 2017 þegar kommóða féll ofan á hann, 5,5 milljarða króna í skaðabætur. Kommóðan hefur verið endurhönnuð og er seld hér á landi. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi segir mikilvægt að festa slík húsgögn kyrfilega við veggi.
07.01.2020 - 19:04