Færslur: Banaslys

Karlar valda oftar alvarlegum slysum
Karlmenn stunda frekar áhættuhegðun í umferðinni og valda oftar alvarlegum slysum en konur, samkvæmt tölum Samgöngustofu. Karlar áttu sök í máli í fjórtán af fimmtán banaslysum síðasta árs. Aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn dáið í umferðinni en í fyrra.
10.05.2019 - 12:21
Með mannskæðustu umferðarslysum
Bílslysið sem kostaði þrjú mannslíf á Skeiðarársandi í morgun er með þeim mannskæðustu sem orðið hafa á Íslandi. Þrisvar hafa fleiri farist í umferðarslysum á Íslandi, fjórir í öll skiptin. Umferðarslys þar sem þrír látast hafa nú orðið nítján sinnum.
27.12.2018 - 18:28
Bílar sprungu og tveir létust í umferðarslysi
Mikil sprenging varð í umferðarslysi í ítölsku borginni Bologna í dag þegar bílaflutningabíll ók á vörubíl sem var fullur af eldfimum efnum. Tveir eru látnir og tugir slasaðir eftir slysið. Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir ítölskum miðlum.
06.08.2018 - 15:53
Erlent · Evrópa · Ítalía · Bílslys · Banaslys · Slys
Stefnt að því að útskrifa tvo í dag
Tveir kínversku rútufarþeganna sem lentu í slysi í  Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs á miðvikudag, eru enn á gjörgæslu og samtals eru sex enn á Landspítalanum. Í tilkynningu frá spítalanum segir að stefnt sé að því útskrifa tvo í dag. Áfram verða tveir á gjörgæslu og tveir á almennum legudeildum. 
30.12.2017 - 16:11
Ættingjar rútufarþeganna á leið til Íslands
Margir ættingjar kínversku rútufarþeganna sem lentu í slysi í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs á miðvikudag eru nú á leið til landsins. Þetta kemur fram í frétt á vef kínverska sendiráðsins á Íslandi. Þar segir að ættingjarnir hafi fengið aðstoð við að komast leiðar sinnar frá bæði íslenskum og kínverskum yfirvöldum.
29.12.2017 - 22:48
Látinn eftir slys á gámasvæðinu á Selfossi
Maðurinn sem varð undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu. Lögreglu- og sjúkraflutningamönnum var tilkynnt um slysið laust fyrir klukkan níu á þriðjudagskvöld. Maðurinn, sem er ungur að árum að sögn lögreglu, var að vinna undir bíl, sem hann hafði tjakkað upp. Bíllin féll af tjakknum og klemmdist maðurinn fastur undir honum. 
15.07.2017 - 12:20
Erlendur ökumaður játaði sök
Mál erlends ökumanns sem verið hefur í farbanni frá því að banaslys varð á brúnni yfir Hólá í Öræfum var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Ökumaðurinn er ákærður fyrir að hafa af gáleysi valdið dauða og líkamstjóni. Hann hefur játað sök og er laus úr farbanni. Dómur í málinu verður kveðinn upp um miðja næstu viku.
10.03.2016 - 16:06
„Öll áhersla á að ljúka rannsókninni“
„Við leggjum alla áherslu á að ljúka rannsókn slyssins áður en farbann erlenda ökumannsins rennur út“, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Ökumaðurinn er undir sterkum grun um að hafa valdið mannsbana af gáleysi í árekstri tveggja bíla í Öræfum á öðrum degi jóla. Japanskur ökumaður hins bílsins lést og kona hans og tvö börn slösuðust.
18.01.2016 - 14:56
  •