Færslur: Banaslys

Lést við vinnu á bifreiðaverkstæði í gær
Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Hellissandi í gærmorgun var að gera við bíl þegar slysið var. Maðurinn var við vinnu á bifreiðaverkstæði og varð undir bílnum. Hann var látinn þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn.
24.09.2020 - 11:37
Tugir grafnir undir rústum íbúðahúss í útjaðri Mumbai
Að minnsta kosti tíu eru látin í Bhiwandi úthverfi borgarinnar Mumbai á Indlandi eftir að þriggja hæða íbúðablokk hrundi.
21.09.2020 - 04:52
Fimmtíu taldir af í námuslysinu í Kongó
Björgunarsveitir fundu í dag lík námumanna sem fórust í námuslysi í austurhluta lýðveldisins Kongó á föstudag. Alls hafa átján lík verið flutt til námubæjarins Kamituga í grennd við gullnámuna, sem er óskráð.
13.09.2020 - 21:55
Erlent · Kongó · Afríka · gullnámur · Banaslys
Leit heldur áfram í húsarústum á Indlandi
Leit heldur áfram að fólki sem gæti legið undir rústum fimm hæða íbúðablokkar sem hrundi í borginni Mahad suður af Mumbai á Indlandi síðdegis í gær.
25.08.2020 - 06:14
Rannsóknar krafist á breska lestarkerfinu
Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir rannsókn á öryggi járnbrautakerfisins eftir banaslys í Skotlandi í gær.
Þrennt látið eftir lestarslys í Skotlandi
Þrennt er látið eftir lestarslys sem varð vestur af Stonehaven í Aberdeen-skíri Skotlands í morgun. Sex hafa verið flutt á sjúkrahús með minniháttar áverka.
12.08.2020 - 15:48
Lífi 74 hefði mátt bjarga með bílbeltum
Af þeim sem dóu í bílslysum síðastliðin tuttugu ár hefðu 74, eða um fjórðungur, sennilega lifað af hefðu þeir verið í bílbeltum, samkvæmt upplýsingum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Um tíu prósent landsmanna nota ekki bílbelti að staðaldri. Það er sorglegt að svo margir noti ekki bílbelti, segir rannsóknastjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þau séu öflugt öryggistæki.
Sniglar boða til mótmæla
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til þögulla mótmæla við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni á morgun, þriðjudaginn 30. júní. Í yfirlýsingu samtakanna segir að bifhjólafólk sé nú búið að fá nóg.
29.06.2020 - 01:39
Höfðu ætlað að fjarlægja grjót skömmu fyrir banaslys
Talið er að ökumaður sendibíls, sem lést eftir að bíll hans rann út af veginum í Hestfirði og lenti á stóru grjóti, hafi sofnað undir stýri. Vegagerðin hafði gert ráðstafanir til að fjarlægja grjótið skömmu fyrir slysið.
Karlar valda oftar alvarlegum slysum
Karlmenn stunda frekar áhættuhegðun í umferðinni og valda oftar alvarlegum slysum en konur, samkvæmt tölum Samgöngustofu. Karlar áttu sök í máli í fjórtán af fimmtán banaslysum síðasta árs. Aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn dáið í umferðinni en í fyrra.
10.05.2019 - 12:21
Með mannskæðustu umferðarslysum
Bílslysið sem kostaði þrjú mannslíf á Skeiðarársandi í morgun er með þeim mannskæðustu sem orðið hafa á Íslandi. Þrisvar hafa fleiri farist í umferðarslysum á Íslandi, fjórir í öll skiptin. Umferðarslys þar sem þrír látast hafa nú orðið nítján sinnum.
27.12.2018 - 18:28
Bílar sprungu og tveir létust í umferðarslysi
Mikil sprenging varð í umferðarslysi í ítölsku borginni Bologna í dag þegar bílaflutningabíll ók á vörubíl sem var fullur af eldfimum efnum. Tveir eru látnir og tugir slasaðir eftir slysið. Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir ítölskum miðlum.
06.08.2018 - 15:53
Erlent · Evrópa · Ítalía · Bílslys · Banaslys · Slys
Stefnt að því að útskrifa tvo í dag
Tveir kínversku rútufarþeganna sem lentu í slysi í  Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs á miðvikudag, eru enn á gjörgæslu og samtals eru sex enn á Landspítalanum. Í tilkynningu frá spítalanum segir að stefnt sé að því útskrifa tvo í dag. Áfram verða tveir á gjörgæslu og tveir á almennum legudeildum. 
30.12.2017 - 16:11
Ættingjar rútufarþeganna á leið til Íslands
Margir ættingjar kínversku rútufarþeganna sem lentu í slysi í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs á miðvikudag eru nú á leið til landsins. Þetta kemur fram í frétt á vef kínverska sendiráðsins á Íslandi. Þar segir að ættingjarnir hafi fengið aðstoð við að komast leiðar sinnar frá bæði íslenskum og kínverskum yfirvöldum.
29.12.2017 - 22:48
Látinn eftir slys á gámasvæðinu á Selfossi
Maðurinn sem varð undir bíl á gámasvæðinu við Víkurheiði á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu. Lögreglu- og sjúkraflutningamönnum var tilkynnt um slysið laust fyrir klukkan níu á þriðjudagskvöld. Maðurinn, sem er ungur að árum að sögn lögreglu, var að vinna undir bíl, sem hann hafði tjakkað upp. Bíllin féll af tjakknum og klemmdist maðurinn fastur undir honum. 
15.07.2017 - 12:20
Erlendur ökumaður játaði sök
Mál erlends ökumanns sem verið hefur í farbanni frá því að banaslys varð á brúnni yfir Hólá í Öræfum var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Ökumaðurinn er ákærður fyrir að hafa af gáleysi valdið dauða og líkamstjóni. Hann hefur játað sök og er laus úr farbanni. Dómur í málinu verður kveðinn upp um miðja næstu viku.
10.03.2016 - 16:06
„Öll áhersla á að ljúka rannsókninni“
„Við leggjum alla áherslu á að ljúka rannsókn slyssins áður en farbann erlenda ökumannsins rennur út“, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Ökumaðurinn er undir sterkum grun um að hafa valdið mannsbana af gáleysi í árekstri tveggja bíla í Öræfum á öðrum degi jóla. Japanskur ökumaður hins bílsins lést og kona hans og tvö börn slösuðust.
18.01.2016 - 14:56