Færslur: Banaslys

Eigum ekki að búa við að banaslys verði í borginni
Borgarstjóri útilokar ekki að banna rútuakstur á stærra svæði í miðborginni eftir banaslys um helgina. Borgarbúar eigi ekki að búa við slík slys innan borgarmarkanna.
21.11.2022 - 21:42
Slökkviliðsmenn fórust í árekstri við þotu í flugtaki
Tveir slökkviliðsmenn létu lífið í gærkvöld þegar farþegaþota skall á slökkvibíl sem þeir sátu í á flugvellinum í Líma, höfuðborg Perú. Flugvélin var flugtaki en rakst á bílinn með þessum afleiðingum.
„Alltaf með hnút í maganum þegar þyrlan flýgur yfir“
Þrjú banaslys hafa orðið í Kirkjufelli við Grundarfjörð á síðustu fjórum árum. Grundfirðingar hafa áhyggjur af auknum fjölda ferðamanna sem leggja leið sína á fjallið.
20.10.2022 - 09:50
Banaslys á Kirkjufelli
Erlendur ferðamaður um þrítugt lést eftir hátt fall á Kirkjufelli í Grundarfirði síðdegis í dag. Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
19.10.2022 - 20:04
Minnst 3 látnir eftir sprengingu í bensínstöð á Írlandi
Að minnsta kosti þrír fórust í gríðarmikilli sprengingu sem varð í bensínstöð norðvestanvert á Írlandi síðdegis í gær föstudag. Írskar björgunarsveitir nutu fulltingis frá Norður-Írlandi við leit og björgun í rústum byggingarinnar.
08.10.2022 - 00:23
Ísland áttunda neðst yfir hlutfall látinna í umferðinni
Ísland er í áttunda neðsta sæti meðal Evrópuríkja á lista yfir fjölda látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa. Eitt markmiða stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2034 er að Ísland verði meðal þeirra fimm neðstu.
23.09.2022 - 06:35
Innviðaráðherra: „Það var erfitt að horfa“
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ljóst að auka þurfi fræðslu til erlendra ferðamanna um hvernig eigi að keyra á íslenskum vegum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvort setja eigi mörk um hámarksaldur eða hámarksakstur bílaleigubíla. Hann vonar að sorgarsaga breskrar fjölskyldu, sem lenti í hræðilegu bílslysi hér á landi, verði öðrum víti til varnaðar.
Lést í fjórhjólaslysi
Karlmaður á áttræðisaldri lést eftir að hafa lent í fjórhjólaslysi í Þingeyjarsveit í síðustu viku. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Mannskætt lestarslys í Króatíu
Nokkrir fórust eða slösuðust þegar farþegalest og flutningalest skullu saman í Króatíu í gærkvöld.
10.09.2022 - 01:45
Starfsmaður sænsks dýragarðs látinn eftir atlögu dýrs
Starfsmaður dýragarðsins í Öland í Svíþjóð lést af slysförum í dag. Garðurinn var lokaður þegar slysið varð en lögregla segir manninn hafa verið að sinna dýri í garðinum.
28.08.2022 - 22:44
Minnst tvö látin eftir að vörubíl var ekið á hóp fólks
Að minnsta kosti tveir eru látnir og nokkrir slasaðir eftir að vöruflutningabíl var ekið á hóp fólks í götusamkvæmi í bænum Nieuw-Beijerland, sunnanvert í Hollandi síðdegis í dag. 
27.08.2022 - 22:15
34 létust í tveimur bílslysum í Tyrklandi
Minnst 34 létu lífið og tugir slösuðust í tveimur bílslysum í suðaustanverðu Tyrklandi í dag. Bæði banaslysin urðu á vettvangi slysa sem þar urðu skömmu fyrr.
20.08.2022 - 23:46
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland · Bílslys · Banaslys
23 dóu í rútuslysi í Marokkó
23 manneskjur létu lífið þegar rúta valt í beygju á þjóðvegi austur af borginni Casablanca í Marokkó í gær morgun, og 36 til viðbótar slösuðust. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir Rochdi Kaddar, yfirmanni heilbrigðismála í Khouribga-héraði, þar sem slysið varð. Hin slösuðu voru flutt á sjúkrahús í héraðshöfuðborginni Khouribga og rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.
18.08.2022 - 05:34
Rússíbaninn í Friheden verður rifinn eftir banaslys
Forsvarsmenn Friheden skemmtigarðsins í Árósum í Danmörku hafa ákveðið að rífa rússíbanann Kóbruna. Fjórtán ára stúlka lét lífið þegar rússíbaninn bilaði.
16.07.2022 - 00:17
Segja öryggismál í forgangi í dönskum skemmtigörðum
Lögreglan á Jótlandi hefur til rannsóknar banaslys sem varð í Friheden-skemmtigarðinum í Árósum í gær. Talsmaður samtaka skemmtigarða í landinu segir að öryggismál görðunum séu í algerum forgangi.
15.07.2022 - 07:33
Banaslys í Friheden-tívólíinu í Árósum
14 ára stúlka frá Kaupmannahöfn lést þegar tívolítæki sem hún var í bilaði í Friheden í Árósum í dag. Slysið varð í rússíbana sem kallast The Cobra eða Kóbran. Viðbragðsaðilar voru fyrst kallaðir til klukkan 12.53 að dönskum tíma.
14.07.2022 - 13:41
Ökumaðurinn grunaður um ölvunarakstur
Farþegar í jeppa sem fór útaf Meðallandsvegi aðfaranótt föstudags voru allir heimamenn úr Skaftárhreppi á aldrinum 20 til 30 ára. Kona á tvítugsaldri lést í slysinu en tvö voru flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi eru þau slösuðu á batavegi.
11.07.2022 - 14:01
Banaslys sunnan við Kirkjubæjarklaustur
Banaslys varð á þriðja tímanum í nótt á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi þegar bíll valt út af veginum. Kona sem var farþegi í bílnum lést. Tveir aðrir farþegar voru fluttir alvarlega slasaðir á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu. Ökumaður bílsins slapp án meiðsla.
08.07.2022 - 12:01
Sjö létust í aurskriðu í ítölsku Ölpunum
Sjö létust og átta slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar ísklumpur brotnaði í Marmolada-fjallinu í ítölsku Ölpunum í gær. Þrettán er enn saknað.
04.07.2022 - 19:47
Blómvendir lagðir við vegi til að minnast látinna
Blómvendir voru lagðir við vegbrúnir um allar Færeyjar í dag til að minnast þeirra sem farist hafa í umferðarslysum. Allt frá árinu 2000 hefur fyrsti sunnudagur í júlí verið helgaður minningu þeirra.
04.07.2022 - 00:35
Leiðsögumenn líka í áfalli þegar fólk slasast
Stéttarfélag leiðsögumanna segir ekki nógu vel hugsað um líðan leiðsögumanna sem lenda í óhöppum með hópum sínum. Snorri Steinn Sigurðsson varaformaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir að slys í ferðaþjónustu, eins og í Reynisfjöru, séu hörmuleg fyrir ferðamenn og aðstandendur þeirra. 
Til skoðunar að loka Reynisfjöru á hættutímum
Til skoðunar er að loka Reynisfjöru á tímum þegar hætta þykir þar hvað mest. Ferðamálastjóri segir að þó svo að lagalegar heimildir séu fyrir því, eigi að forðast að loka vinsælum ferðamannastöðum eins og Reynisfjöru. 
Tala látinna í Havana er komin upp í fjörutíu
Tala látinna eftir gassprengingu í Saratoga-lúxuhótelinu í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag er komin upp í fjörutíu. Þetta kemur fram í opinberri tilkynningu yfirvalda í landinu.
10.05.2022 - 02:20
Vitað að 31 lést í gassprengingunni í Havana
Fjöldi látinna er kominn í 31 eftir að gassprenging eyðilagði lúxushótel í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag. Slökkvilið og björgunarmenn leita áfram í rústunum.
09.05.2022 - 01:30
Enn leitað í rústum lúxushótels í Havana
Björgunarmenn héldu áfram í dag leit í rústum Saratoga-hótelsins í Havana höfuðborg Kúbu. Vitað er að 26 fórust eftir sprengingu sem talið er að megi rekja til gasleka.

Mest lesið