Færslur: Balkanríkin

Norður-Makedónía: torvelt að mynda ríkisstjórn
Jafnaðarmenn í Norður-Makedóníu unnu nauman sigur í þingkosningum þar í landi í dag.
16.07.2020 - 02:35
Hvers vegna flýja Makedónar til Íslands?
Síðustu vikur hefur orðið mikil aukning í komu makedónskra hælisleitenda hingað til lands. En hvað veldur því? Það geisar ekki stríð á Balkanskaganum og í huga flestra er skýrt að aðstæður fólks í Kumanovo í Makedóníu eru ekki sambærilegar við aðstæður fólks í Aleppo í Sýrlandi. Alþjóðleg vernd er ekki veitt á grundvelli bágra félagslegra aðstæðna. Hún er veitt þeim sem flýja ofsóknir og óttast um líf sitt og frelsi í heimalandinu. En er þetta svona klippt og skorið?
19.10.2016 - 18:59
Íhuga auglýsingaherferð á Balkanskaganum
Bráðabirgðaákvæði, sem leitt var í útlendingalög í síðustu viku, er óþarft og til þess fallið að grafa undan rétti hælisleitenda. Þetta segir Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur Rauða krossins. Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingur í Innanríkisráðuneytinu, segir að með breytingunni sé veittur ákveðinn afsláttur af hælismeðferðinni. Stjórnvöld eru að skoða fýsileika þess að ráðast í auglýsingaherferð til að stemma stigu við komu fólks frá Balkanlöndum. 
18.10.2016 - 18:46