Færslur: Baldvin Z

Gagnrýni
Ekki gleyma að tala um Svörtu sanda
Þættirnir um Verbúðina hafa hlotið mikil umtal, skiljanlega, en það er líka ástæða til að gefa glæpaþáttunum Svörtu söndum gaum sem sýndir voru á sama tíma. Þættirnir eru listilega útfærðir með frábærum leik, vel skrifuðum karakterum og samtölum og gefa öðrum góðum skandinavískum glæpaþáttum lítið eftir. Það er full ástæða til að sökkva sér í þá, samkvæmt Júlíu Margréti Einarsdóttur gagnrýnanda Lestarinnar.
06.02.2022 - 12:00
Okkar á milli
„Auðvitað myndi ég alltaf vilja skipta þessu“
Þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Zophoníasson var ungur gekk hann í gegnum miklar hremmingar, missti móður sína og glímdi við erfið fjölskyldumál. Þrátt fyrir allt telur hann sig hafa verið heppinn á lífsleiðinni og er þakklátur.
02.12.2021 - 14:37
Viðtal
Uppgjör við karlmennskuna á hringferð um Vestfirði
Gamanþættirnir Vegferð verða sýndir á Stöð 2 um páskana. Þar leika þeir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson vini sem neyðast til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt á ferðalagi um Vestfirði.
Viðtal
„Þú ert gæinn sem ert að koma öllum á þunglyndislyf“
Baldvin Z leikstjóri segir gjarnan frá erfiðri lífsreynslu fólks í kvikmyndum sínum, sem hann byggir að hluta á eigin upplifun. Hann er með þrjár geirvörtur, sem er staðreynd sem hann segir veita sér ákveðna ofurkrafta í kvikmyndagerð, var tvisvar hafnað um inngöngu í kvikmyndaskóla en gaf drauminn aldrei upp á bátinn. Í dag er hann einn farsælasti leikstjóri Íslands.
26.01.2021 - 09:16
Þáttaröð um fyrstu fimmtíu ár Vigdísar í smíðum
Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Hann segir í samtali við fréttastofu að honum finnist verulega spennandi að fá þetta tækifæri til að gera fyrstu árunum í lífi Vigdísar skil.
Viðtal
„Ég upplifði algjört svartnætti“
Eftir að hin margumtalaða Lof mér að falla var frumsýnd fyrir ári upplifði Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, mikinn niðurtúr. Kvikmyndin dregur upp kolsvarta og raunsanna mynd af undirheimum Reykjavíkur, geðveiki, ofbeldi og átakanlegu lífi ungra fíkla á Íslandi.
13.09.2019 - 15:11
Féll og klippti því ekki Lof mér að falla
Sigurbjörg Jónsdóttir fékk Edduverðlaun fyrir að klippa kvikmyndina Vonarstræti eftir Baldvin Z árið 2011. Hún átti að klippa Lof mér að falla en af því varð ekki vegna þess að hún laut enn og aftur í lægra haldi fyrir fíknisjúkdómi sínum.
16.10.2018 - 13:19
Lof mér að falla fær lofsamlegan dóm í Variety
Lof mér að falla, kvikmynd Baldvins Z., ber af kvikmyndum sem koma út þetta haustið um fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra. Þetta segir í lofsamlegum dómi um myndina á vef Variety, sem fjallar einkum um dægurmál og skemmanaiðnaðinn.
08.10.2018 - 14:19
Rótin efast um forvarnargildi hræðsluáróðurs
Rótin dregur í efa að hræðsluáróður beri árangur sem forvörn gegn fíkniefnaneyslu barna. Dæmi eru um að sveitarfélög bjóði heilu árgöngunum á kvikmyndina Lof mér að falla undir því yfirskyni að um forvörn sé að ræða. Myndin var ekki gerð í forvarnarskyni.
08.10.2018 - 07:53
Vona að myndin opni augu fólks
Lof mér að falla, nýjasta mynd leikstjórans Baldvins Z, verður frumsýnd í vikunni. Þetta er nöturleg frásögn um fíkn, sem er byggð á raunverulegum atburðum. Aðalleikkonur myndarinnar segja það hafa tekið á að undirbúa sig fyrir hlutverkin.
06.09.2018 - 14:27
Viðtal
„Hver sem er getur orðið fíkill“
Kvikmyndin Lof mér að falla eftir leikstjórann Baldvin Z og Birgi Örn Steinarsson fjallar um ungmenni sem leiðst hafa út í harðan heim eiturlyfjaneyslu. Þeir segja handritið byggt á raunverulegum frásögnum fíkla, sögum sem í sumum tilfellum þurfti að tóna niður fyrir hvíta tjaldið til þess að gera þær trúverðugri.
Ný stikla úr Lof mér að falla
Hér má sjá nýja stiklu úr kvikmyndinni Lof mér að falla sem er nýjasta kvikmynd leikstjórans Baldvins Z.
07.08.2018 - 13:29
Gæti orðið góður fíkniefnaneytandi
Á dögunum leit fyrsta stiklan úr myndinni Lof mér að falla eftir Baldvin Z dagsins ljós, en í henni segir frá ástum og örlögum tveggja stelpna sem eru sprautufíklar. „Ég er ekkert að fara í þennan leiðangur til að búa til dýrustu forvarnarmynd Íslandssögunnar, alls ekki,“ segir Baldvin Z í viðtali við Lestina, „en ég held hún hafi gríðarlegt forvarnargildi þegar fram í sækir.“
18.02.2018 - 10:30
Reynir sterki veitti leyfi að handan
„Reynir var einhvern veginn fastur í sínum eigin fjötrum en á sama tíma braust hann sífellt úr öðrum fjötrum sem hann lét setja á sig, hlekkjum, böndum eða lét læsa sig inni í klefum. Það er mjög skemmtileg metafóra í hans lífi,“ segir Baldvin Z leikstjóri um heimildamyndina Reyni sterka.
13.11.2017 - 10:13