Færslur: Baldur

Ástand Baldurs mjög alvarlegt
Vegagerðin lítur ástandið á Baldri alvarlegum augum. Enn er þó óvíst hvort sigliningar verði stöðvaðar. Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni hefur áhyggjur af öryggismálum um borð.
Sigurður Ingi segir aðstæður á Baldri óboðlegar
Tíðar bilanir í Baldri vekja ugg um að ferjan sé ekki nægilega örugg, segir innviðaráðherra. Vandræðin með Breiðarfjarðarferjuna er verkefni sem þarf að leysa hratt og mikilvægt er að fólk í öllum byggðum landsins upplifi sig öruggt, segir formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er lélegur, gamall og skítugur afdaladallur“
Farþegar sem þurftu að hírast um borð í farþegaferjunni Baldri í sex klukkustundir spöruðu ekki stóru orðin þegar þau komust loks í land. Kona sem notar ferjuna reglulega lýsir henni sem gamalli druslu og afdaladalli. Baldur varð vélarvana rétt utan við hafnarmynnið á Stykkishólmi um 300 metrum frá landi rétt eftir klukkan níu í morgun. Um borð voru 102 farþegar auk áhafnar. 
18.06.2022 - 19:00
„Nú er nóg komið“
Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segja stjórnvöld verða að bregðast við með tafarlausum úrbótum á farþegaferjunni Baldri.
Stefnt að því að sigla farþegum í land með Baldri
Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir stefnt að því að sigla Breiðafjarðarferjunni Baldri aftur í höfn á Stykkishólmi með alla farþega innanborðs.
Farþegaferjan Baldur vélarvana utan við Stykkishólm
Farþegaferjan Baldur liggur vélarvana rétt utan við hafnarmynnið á Stykkishólmi um 300 metrum frá landi. Um borð eru 102 farþegar.
18.06.2022 - 10:27
Ekki má draga að gera umbætur í ferðum um Breiðafjörð
Sveitarstjórnir í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi segja öryggi farþega Breiðafjarðarferjunnar Baldurs stefnt í voða alla daga. Auk þess sé ferjan helsta samgönguleið íbúa svæðisins. Þingmenn hvetja innviðaráðherra að kaupa nýja nútímalega ferju til siglinga sem jafnvel verði knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.
Reikna með að ný Breiðafjarðarferja kosti 4,5 milljarð
Reiknað er með að þungaflutningar um Breiðafjörð muni nær tvöfaldast á næstu fimm árum með auknum umsvifum í fiskeldi. Sveitarfélög bíða óþreyjufull eftir að hafist verði handa við að endurhanna hafnarmannvirki. Ný ferja ætti að kosta fjóra og hálfan milljarð í smíðum.
Baldur siglir á ný á morgun
Breiðafjarðarferjan Baldur siglir á morgun. Hún hefur ekki siglt í fimm daga eftir að hún varð aflvana í siglingu á fimmtudag og farþegar voru fastir um borð í 27 klukkustundir. „Það kom í ljós þegar gamla túrbínan var skoðuð að það var galli í öxlinum sem hafði orðið þess valdandi að legurnar í túrbínunni skemmdust. Það er frábært að við skyldum ná að klára þetta á þessum tíma,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða ehf. sem gerir Baldur út.
17.03.2021 - 19:49
Baldur siglir ekki í dag
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur ekki áætlanasiglingar í dag eins og var fyrst lagt upp með. Siglingar hafa legið niður síðan á fimmtudag þegar ferjan bilaði. Verið er að setja varahluti í Baldur og stefnt er að prufusiglingu síðar í dag. Ef allt gengur að óskum verður siglt samkvæmt áætlun á morgun, frá Stykkishólmi klukkan þrjú. Í skoðun er að sigla aukaferð fyrr um daginn, en það verður ákveðið með tilliti til færðar.
Þingmenn segja forsendur fyrir nýju Breiðafjarðarskipi
Tveir þingmenn Miðflokksins segja allar forsendur ættu að vera til þess að nýtt skip verði tekið að sigla um Breiðafjörð árið 2022 eða fyrr. Þeir kveða jafnframt einsýnt að Vegagerðin sjái til þess að gamli Herjólfur hefji nú þegar siglingar yfir Breiðafjörð, á meðan Baldur er í viðgerð og mögulega eitthvað áfram.
Vonir standa til að Baldur sigli að nýju á miðvikudag
Vonir standa til að Breiðafjarðaferjan Baldur geti hafið siglingar að nýju næstkomandi miðvikudag. Ný túrbína er á leið til landsins og verður ef allt gengur upp komin til Stykkishólms seint í kvöld.
„Bara ömurlegt fyrir okkar samfélag þarna fyrir vestan“
Breiðafjarðarferjan Baldur kom loks til hafnar í Stykkishólmi í dag. Einn farþeganna segir óboðlegt að hafa ferju í Breiðafirði með einungis einni vél.
Myndskeið
Baldur loks í höfn
Höfnin í Stykkishólmi var full af fólki þegar Breiðafjarðarferjan Baldur kom loksins í höfn á öðrum tímanum í dag. Þá höfðu farþegar verið um borð í rúman sólarhring.
12.03.2021 - 14:12
Myndskeið
Sterk taug á milli Árna og Baldurs
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er kominn að bilaðu Breiðafjarðarferðjunni Baldri mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Til stendur að láta Árna draga Baldur að landi en ekki hefur verið ákveðið hvernig Baldur kemst að höfninni í Stykkishólmi. Skipverjum tókst á sjöunda tímanum að koma taug á milli skipanna.
11.03.2021 - 18:46
Vörubílar fullir fisks fastir í Baldri
Sex vörubílar sem eru að flytja eldislax til Þorlákshafnar í útflutning og nokkrir einkabílar sitja nú fastir í ferjunni Baldri í Stykkishólmi. Það er vegna lágrar sjávarstöðu, en við þau skilyrði er of bratt fyrir vörubíla til að komast upp úr ferjunni.
04.12.2020 - 16:12
Eðlileg krafa að í Baldri sé varavél
Bæjarstjórinn í Vesturbyggð segir að það sé áhyggjuefni að engin varavél sé í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Það hafi vakið óhug með íbúum þegar ferjan varð vélarvana úti á Breiðafirði í sumar.
Bíða eftir sérsmíðuðum vélbúnaði frá Danmörku í Baldur
Smíða þarf sérstakan vélbúnað í Danmörku til að gera við ferjuna Baldur. Það er svokallaður dísuhringur sem tengist túrbínunni og standa vonir til að hann verði tilbúinn í næstu viku. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, lofar þó engu um hvenær Baldur sé tilbúinn til siglinga á ný.
02.07.2020 - 16:32
Bilunin í Baldri meiri en talið var
Bilun í Breiðafjarðarferjunni Baldri reyndist meiri en talið var í fyrstu Framkvæmdastjóri Sæferða segir þó að það séu dagar frekar en vikur þar til ferjan siglir á ný.
02.07.2020 - 12:10
Þreyttir farþegar komnir í land
Ferjan Baldur liggur við bryggju í Flatey. Ferjan bilaði á leið út í eyna í gær. Hundrað og fjörutíu farþegar voru um borð. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að búið sé að finna varahluti í Baldur sem berist fljótlega vestur. 
30.06.2020 - 12:14
„Siglum ekki á Baldri næstu daga“
Ferjan Baldur bilaði á leið sinni milli Stykkishólms og Flateyjar í dag. Baldur lagðist að bryggju í Flatey og strax var hafist handa við að bilanagreina ferjuna. Nú liggur fyrir að önnur tveggja túrbína í ferjunni er ónýt. „Það er ljóst að við siglum ekki á Baldri næstu dagana,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, í samtali við fréttastofu.
29.06.2020 - 23:14
Baldur bilaði á leið út í Flatey
Ferjan Baldur bilaði á leið frá Stykkishólmi út í Flatey fyrr í dag. Svartan reyk lagði frá ferjunni, sem var komin langleiðina þegar skipstjórinn fann að ferjan var farin að missa afl.
29.06.2020 - 18:07