Færslur: Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar

Hafa ekki rætt undanþágur fyrir aðra en bakverði
Ekki hefur verið rætt hvort til standi að koma til móts við aðra námsmenn sem starfa innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins með sama hætti og þá sem starfa sem bakverðir. Þetta segir Lárus Sigurður Lárusson, stjórnarformaður Menntasjóðs námsmanna, í samtali við fréttastofu. Með fyrirhuguðum breytingum á úthlutunarreglum sjóðsins koma tekjur bakvarða ekki til skerðingar á námslánum.
Endurskoða námslán bakvarðarins
Mál konu sem fékk skert námslán vegna vinnu í bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins verður tekið aftur til umfjöllunar hjá Menntasjóði námsmanna. Menntamálaráðherra er vongóð um að lausn finnist á málinu, þannig að vinna við bakvarðasveitina skerði ekki lán nemenda.   
Myndskeið
Námslánin skert vegna þátttöku í bakvarðasveitinni
Námslán konu, sem fór í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu í vor, verða skert um helming vegna launa fyrir vinnuna og álagsgreiðslu til heilbrigðisstarfsfólks. Fleiri eru í svipaðri stöðu og segist konan þekkja til fólks með heilbrigðismenntun sem ætlar ekki að skrá sig í bakvarðasveitina af ótta við tekjuskerðingu.
Auglýsa eftir fólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir eftir heilbrigðisstarfsfólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Leitað er að fólki sem getur komið tímabundið til starfa í heilbrigðisþjónustunni með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf eða hlutastarf.