Færslur: Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar

Viðtal
Styttist í að reglur verði hertar segir Þórólfur
Enn eitt kórónuveirusmitametið var slegið í gær en þá greindust 178 með smit og hafa ekki verið fleiri frá upphafi faraldurs á einum degi. Þórólfur Guðnason segir að það styttist í að þurfi að herða sóttvarnareglur ef þetta heldur áfram svona. 
Landspítala bráðvantar fólk í bakvarðasveit
Heilbrigðisstarfsfólk bráðvantar á bakvarðalista Landspítala vegna mikillar fjölgunnar kórónuveirusmita og spítalinn heitir á fólk í öllum fagstéttum heilbrigðiskerfisins að skrá sig á listann. Undirtektir hafa verið dræmar.
43 skráð í bakvarðasveit frá föstudegi
43 hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar frá því að hún var endurvakin á föstudag. Sjúkraliðar eru fjölmennastir, 18 úr þeirra röðum hafa skráð sig í bakvarðasveitina. Hið sama hafa sjö hjúkrunarfræðingar, fimm læknar og fjórir sjúkraflutningamenn gert. Sömuleiðis einn af hverjum; geislafræðingur, lífeindafræðingur, og lyfjafræðingur.
Auglýsa eftir fólki í bakvarðasveitir
Félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti hvetja til þess á vef sínum að fólk skrái sig á lista bakvarðasveita. Hjá félagsmálaráðuneyti er sérstaklega óskað eftir fólki sem getur starfað í þjónustu við fatlað fólk, aldraða, heimilislausa og börn með sértækar stuðningsþarfir og er óskað eftir fólki með reynslu og menntun í heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Frítekjumark námsmanna hækkar um 46 þúsund krónur
Í nýjum úthlutunarreglum sjóðsins fyrir skólaárið 2021 til 2022 kemur fram að frítekjumark námsmanna verði 1.410 þúsund krónur sem er hækkun um 46 þúsund krónur frá síðasta ári. Framfærsla, húsnæðisbætur og barnastyrkur hækka um 3,45% með hliðjón af verðlagsbreytingum 
Bakvarðasveitir endurvaktar
Ákveðið hefur verið að endurvekja bakvarðasveitir heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar. Óskað er eftir liðsinni starfsfólks sem er reiðubúið að koma til starfa með skömmum fyrirvara, í fullt starf, hlutastarf eða í tímavinnu.
Ótækt að tekjur bakvarða skerði ellilífeyrisgreiðslur
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir ótækt að tekjur vegna starfa í bakvarðasveitum heilbrigðis- og menntakerfisins skerði ellilífeyri, sérstaklega í ljósi ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að tryggja að tekjur bakvarða skerði ekki námslán.
Fylgir hjartanu og hjálpar til
Menntasjóður námsmanna og Háskólinn í Reykjavík hafa breytt reglum til að koma til móts við námsmenn í bakvarðasveitinni. Sjúkraliði, sem neyddist til að hætta sem bakvörður vegna skertra námslána, hefur nú snúið aftur á Landspítalann. 
Hafa ekki rætt undanþágur fyrir aðra en bakverði
Ekki hefur verið rætt hvort til standi að koma til móts við aðra námsmenn sem starfa innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins með sama hætti og þá sem starfa sem bakverðir. Þetta segir Lárus Sigurður Lárusson, stjórnarformaður Menntasjóðs námsmanna, í samtali við fréttastofu. Með fyrirhuguðum breytingum á úthlutunarreglum sjóðsins koma tekjur bakvarða ekki til skerðingar á námslánum.
Endurskoða námslán bakvarðarins
Mál konu sem fékk skert námslán vegna vinnu í bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins verður tekið aftur til umfjöllunar hjá Menntasjóði námsmanna. Menntamálaráðherra er vongóð um að lausn finnist á málinu, þannig að vinna við bakvarðasveitina skerði ekki lán nemenda.   
Myndskeið
Námslánin skert vegna þátttöku í bakvarðasveitinni
Námslán konu, sem fór í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu í vor, verða skert um helming vegna launa fyrir vinnuna og álagsgreiðslu til heilbrigðisstarfsfólks. Fleiri eru í svipaðri stöðu og segist konan þekkja til fólks með heilbrigðismenntun sem ætlar ekki að skrá sig í bakvarðasveitina af ótta við tekjuskerðingu.
Auglýsa eftir fólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir eftir heilbrigðisstarfsfólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Leitað er að fólki sem getur komið tímabundið til starfa í heilbrigðisþjónustunni með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf eða hlutastarf.