Færslur: Bakstur

Síðdegisútvarpið
Bestu kleinur landsins eru steiktar úr tólg í bakaríinu
Súkkulaðikleinur eru guðlast, of mikið af kardemommum eyðileggur bragðið en þær eru samt mikilvægur hluti af bökunarferlinu. Besta kleina landsins er jafnframt sú stærsta og dýrasta en einna mikilvægast til að ná stökkri áferð og mjúku innvolsi er tólg í staðinn fyrir olíu. Þetta eru niðurstöður Baldvins Þórs Þorsteinssonar bakara sem fór á stúfana í leit að bestu kleinu landsins.
17.08.2021 - 14:45
Sumarmál
„Starfsfólk Barnaspítalans eru englar í mannsmynd“
Elenora Rós Georgsdóttir bakari fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla sem gerði að verkum að hún varði megninu af æskunni á spítala í rannsóknum og aðgerðum. Hún er nýorðin tvítug og er útskrifuð sem bakari á leið í framhaldsnám. Baksturinn notar hún til að láta sér líða vel og láta gott af sér leiða.
17.08.2021 - 12:32
Hefur bakað allt sitt brauð sjálf í 40 ár
Kristín Aðalsteinsdóttir, fyrrverandi prófessor við Háskólann á Akureyri, ákvað fyrir um 40 árum að baka allt sitt brauð sjálf og hefur nánast ekki keypt brauð síðan. „Ég myndi kannski ekki segja að þetta væri eitthvað skemmtilegt en þetta er notalegt og þetta er heimilislegt.“
31.07.2020 - 14:02
Myndskeið
Bakstur orðinn daglegt brauð
Samkomubannið virðist kalla fram ríka þörf hjá fólki til þess að baka. Bökunarvörur seljast í stórum stíl og ekki bara hér á landi. Geymsluþolnar vörur seldust mest í upphafi samkomubannsins, eins og frystivörur og niðursuðuvörur. Þá jókst sala á handsápu og spritti.
12.04.2020 - 21:21