Færslur: Bakki

Óvíst hvort Landvernd kærir ný framkvæmdaleyfi
Framkvæmdastjóri umhverfis- og náttúruverndarsamtakanna Landverndar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort útgáfa framkvæmdaleyfisins sem Skútustaðahreppur veitti Landsneti vegna Kröflulínu 4 verði kærð.
03.11.2016 - 14:35
Munu fara að fordæmi Skútustaðahrepps
Oddviti Þingeyjarsveitar segir að sveitarstjórn sé nú þegar farin að skoða hvað hefði farið úrskeiðis við veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Þeistareykjalínu. Sveitarstjórn muni fara sömu leið við afgreiðslu nýs framkvæmdaleyfis og Skútustaðahreppur.
27.10.2016 - 18:56
Annað framkvæmdaleyfi fellt úr gildi
Framkvæmdaleyfi sem Þingeyjarsveit veitti Landsneti fyrir Þeistareykjarlínu 1 hefur verið fellt úr gildi. Framkvæmdaleyfið sem veitt var fyrir Kröflulínu 4 var hinsvegar ekki fellt úr gildi og því getur Landsnet nú klárað lagninu Kröflulínu, frá Kröflu að Þeistareykjum.
27.10.2016 - 17:35
Hefja framkvæmdir við Kröflulínu strax
Landsnet ætlar strax að hefja framkvæmdir við Kröflulínu 4 í Skútustaðahreppi, eftir að sveitarfélagið veitti fyrirtækinu nýtt framkvæmdaleyfi í gær.  Gert er ráð fyrir því að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felli í dag úrskurð um framkvæmdaleyfi sem Þingeyjarsveit gaf út.
27.10.2016 - 12:58
„Getum búist við að þetta verði kært aftur“
Oddviti Skútustaðahrepps segir að aðeins sé um að ræða eina leið fyrir Kröflulínu í framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins til Landsnets. Því hafi ekki verið hægt að verða við tillögu Landverndar um að færa línuna þegar nýtt leyfi var gefið út. Menn geti alveg búist við að framkvæmdaleyfið verði kært aftur.
26.10.2016 - 20:16
Veita framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ákveðið að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4. Ekki verða gerðar breytingar á þeirri leið sem farin verður með línurnar, en Landvernd kærði framkvæmdaleyfi sem sveitarstjórnin gaf út í vor og vildi að leiðinni yrði breytt og að hluti línunnar yrði lagður sem jarðstrengur.
26.10.2016 - 13:06
Framkvæmdaleyfi Norðurþings ekki afturkallað
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis sem Norðurþing gaf út fyrir Þeistareykjalínu. Ekki reyndi á náttúruverndarlög við þennan úrskurð.
17.10.2016 - 16:59
Eignarnám vegna Kröflulína
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti að gera eignarnám í landi jarðarinnar Reykjahlíðar vegna lagningar Kröflulína 4 og 5. Það eru línur sem liggja frá Kröflu að Þeistareykjum og þaðan að iðnaðarsvæðinu við Bakka. Beiðni um eignarnám hefur verið í ráðuneytinu frá því í fyrrahaust.
14.10.2016 - 17:15
Sveitarstjórn axlar sína ábyrgð í línumáli
Oddviti Skútustaðahrepps segir að sveitarstjórn axli fulla ábyrgð á því að ekki hafi verið rétt staðið að veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu. Umsókn um framkvæmdaleyfið verður tekið fyrir að nýju.
12.10.2016 - 19:14
„Ríkisstjórnin brotlenti Bakka-málinu“
Stjórnarliðar héldu áfram að saka stjórnarandstöðuna um að hafa þvælst fyrir í mikilvægum málum í umræðum um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Stjórnarandstaðan bar af sér sakir og Össur Skarphéðinsson sagði það hafa verið ríkisstjórnina sem hefði brotlent málinu.
12.10.2016 - 12:39
Bakka-frumvarp ekki afgreitt á þessu þingi
Frumvarp iðnaðarráðherra um raflínur á Bakka verður ekki afgreitt á þessu þingi. Þetta ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum í morgun. Fram kemur í yfirlýsingu frá iðnaðarráðuneytinu að þetta sé gert að höfðu samráði við sveitarfélögin sem þarna eiga hlut að máli. Í framhaldinu verður farið yfir framkvæmdaleyfin sem gefin hafa verið út og meta hvort tilefni sé til frekari viðbragða með að markmiði að eyða enn frekar óvissu um framgang framkvæmdarinnar.
12.10.2016 - 10:32
Landsnet og Landvernd sammála
Landsnet segir að að með afturköllun framkvæmdaleyfis fyrir raflínur að Bakka sé ekki gerð krafa um nýtt umhverfismat. Bæði Landvernd og Landsnet eru sammála um að ábyrgðin liggi hjá Skútustaðahreppi.
11.10.2016 - 17:51
Grandskoða verkferli sveitarstjórnarinnar
Oddviti Skútustaðahrepps segir niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um ógildingu framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu vera vonbrigði. Skoða þurfi vel hvað fór úrskeiðis við veitingu leyfisins.
11.10.2016 - 14:15
Forstjóri PCC BakkiSilicon stórundrandi
Forstjóri PCC á Íslandi segist stórundrandi á þeirri stöðu sem upp er komin varðandi raflínur að Bakka. Hann segir að skoðað verði hvort stoppa eigi verkið, ef það tefst í marga mánuði eða ár að afhenda orku.
11.10.2016 - 12:20
Miður sín yfir ummælum Svandísar
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist hafa hálflamast yfir orðum fyrrverandi umhverfisráðherra á Alþingi í dag um að hún hafi hlutast til um að ráðuneytið myndi ekki svara atvinnuveganefnd varðandi frumvarp um raflínur á Bakka. 
10.10.2016 - 22:16
Úrskurðurinn setji málið í nýja stöðu
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir nýfallinn úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála setja frumvarp um raflínur að Bakka í algjörlega nýja stöðu. Þetta sé eitt kærumál af fjórum sem snerta framkvæmdir í tengslum við álver á Bakka. Hún segir að með úrskurðinum sé rökstuðningurinn bakvið frumvarpið eins og það var lagt fram af iðnaðaráðherra breyttan.
10.10.2016 - 19:31
Felldi úr gildi framkvæmdaleyfi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi síðdegis úr gildi þá ákvörðun Skútustaðahrepps frá því í apríl að samþykkja framkvæmdaleyfi til handa Landsneti hf. fyrir Kröflulínu 4. Umhverfisverndarsamtökin Fjöregg og Landvernd kærðu málið til úrskurðarnefndarinnar.
10.10.2016 - 17:13
Fundað um raflínufrumvarp í atvinnuveganefnd
Fundur stendur yfir í atvinnuveganefnd Alþingis um lagafrumvarp um raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu á þingi í morgun vinnubrögð umhverfisráðherra og sögðu hana hafa komið í veg fyrir að hluti málsins færi til umfjöllunar í atvinnuveganefnd.
10.10.2016 - 16:24
Vilja frumvarp um lagningu raflína af dagskrá
Þingmenn minnihlutans á Alþingi vilja að frumvarp iðnaðarráðherra um lagningu raflína að Bakka verði tekið af dagskrá þingsins þar til niðurstaða úrskurðarnefndar umumhverfis- og auðlindamál liggur fyrir. Málið er á dagskrá þingsins í dag og var til umræðu í morgun.
10.10.2016 - 11:10
Kæra lög um Bakkalínur til ESA
Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Í tilkynningu frá Landvernd segir að slík lög væru brot á rétti umhverfisverndarsamtaka til að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstól eða annan óháðan úrskurðaraðila.
03.10.2016 - 09:52
Erlendur lagaprófessor efins um Bakkafrumvarp
Alþingismaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segir að hollenskur lagaprófessor sem kom fyrir þingnefnd í dag vegna lagafrumvarps um raflínur að Bakka, hafi staðfest með afgerandi hætti að væntanleg lagasetning orki tvímælis á ýmsum sviðum.
28.09.2016 - 18:33
Gætu leitað til eftirlitsnefndar Árósasamnings
Lögfræðilegur undirbúningur frumvarps ríkisstjórnarinnar um raflínur að Bakka er umhugsunarverður, að mati forseta lagadeildar Háskóla Íslands. Umhverfisverndarsamtök gætu látið reyna á lögmæti frumvarpsins fyrir eftirlitsnefnd Árósarsamningsins.
22.09.2016 - 13:37
Iðnaðarráðherra: Eina leiðin
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp sem heimilar Landsneti að halda áfram með framkvæmdir við raflínur frá virkjunum við Þeistareyki og Kröflu að Bakka. Framkvæmdaleyfi sem Landvernd kærði verða felld úr gildi. Iðnaðarráðherra segir þetta hafa verið einu leiðina. Umhverfisráðherra styður málið en segist ekki hoppandi kát. 
21.09.2016 - 12:29
Framkvæmdir vegna Þeistareykjalínu halda áfram
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp forsætisráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem heimilar Landsneti að halda áfram lagningu raflína vegna Þeistareykjavirkjunar og iðnaðarsvæðisins á Bakka.
21.09.2016 - 10:58
Orðstír Íslands í húfi vegna Bakka
Orðstír Íslands sem fjárfestingarkosts er í húfi dragist niðurstaða varðandi kísilver á Bakka frekar. Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þingmaður Samfylkingar segist efast um að Alþingi hafi séð fyrir sér þessa túkun laga.
13.09.2016 - 12:24