Færslur: Bakki

Ætla að reisa vetnis- og ammoníaksframleiðsluver
Byggðaráð Norðurþings samþykkti samhljóða viljayfirlýsingu um uppbyggingu vetnis- og ammoníaksframleiðsuvers á Bakka. Staðgengill sveitarstjóra segir að framleiðslan sé í samræmi við uppbyggingu grænna iðngarða.
02.11.2021 - 17:13
Innlent · Norðurland · Vetni · Orkumál · Bakki
Gagnaver falli vel að hugmyndum um grænan iðngarð
Á iðnaðarsvæðinu á Bakka gæti risið gagnaver innan árs ef áætlanir fyrirtækisins GreenBlocks ganga eftir. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa sótt um afnot af lóð á Bakka undir starfsemina.
26.07.2021 - 08:43
Ákvörðun PCC mikið högg
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir tímabundna lokun kísilvers PCC á Bakka mikið högg fyrir atvinnulíf í Norðurþingi. Starfsemi PCC hafi ásamt ferðaþjónustu stuðlað að mikilli uppbyggingu á svæðinu og því sé það mikið áhyggjuefni að báðar þessar greinar glími við erfiðleika.
26.06.2020 - 16:01
Tugir fjölskyldna í óvissu
Unnið er að því að finna þeim sem missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka ný störf á svæðinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir ótímabært að tjá sig um áhrif tímabundinnar lokunar verksmiðjunnar.
26.06.2020 - 12:30
Segir reynt að slá ryki í augu sjóðsfélaga vegna Bakka
Stjórnarformaður Frjálsa lífeyrissjóðsins segir það umhugsunarefni að stjórnarmaður í sjóðnum reyni að draga úr trúverðugleika annarra stjórnarmanna og ítrekar að í ársreikningi sjóðsins hafi verið farið að reglum Fjármálaeftirlitsins.
12.06.2020 - 15:18
Ætluðu ekki að greina frá 700 milljóna niðurfærslu
Það þarf að auka gagnsæi um starfsemi lífeyrisjóðanna til muna hér á landi, að sögn stjórnarmanns í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Sjóðurinn ætlaði ekki að greina frá því í ársreikningi að hann hefði samþykkt að lækka virði hlutabréfa sinna um hundruð milljóna í kísilveri PCC á Bakka.
10.06.2020 - 12:09
Lífeyrissjóðir lækka mat á virði hlutafjár í PCC Bakka
Lífeyrissjóðir og Íslandsbanki hafa fært niður virði hlutafjár í kísilverinu á Bakka við Húsavík vegna óvissu um starfsemina og erfiðrar stöðu á mörkuðum. Þetta kemur fram í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag. 
22.04.2020 - 06:36
Lykt og reykur frá kísilverksmiðju PCC á Bakka
Neyðarskorsteinar á kísilverksmiðju PCC á Bakka á Húsavík opnuðust í dag svo töluverður reykur og lykt barst frá verksmiðjunni. Þetta er í annað sinn frá því á sunnudag sem þetta gerist. 
27.02.2019 - 19:00
Innlent · Norðurland · PCC · Bakki
Kröfum Landverndar um PCC á Bakka hafnað
Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru Landverndar um veitingu starfsleyfis fyrir stórfelldri kísilframleiðslu á Bakka við Húsavík. Kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka fékk starfsleyfi frá Umhverfisstofnun 8. nóvember 2017 og losunarleyfi var gefið út 2. febrúar 2018. Kærunni var hafnað með úrskurði 20. desember.
23.12.2018 - 15:33
PCC ætlar að fá allt borgað til baka
Lögmaður PCC á Bakka hefur sent sveitarfélaginu Norðurþingi, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og Vegagerðinni bréf þar sem fyrirtækið áskilur sér allan rétt til þess að krefja alla viðtakendur um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna viðhalds Húsavíkurhöfðaganga. PCC ætlar að sjá um göngin tímabundið, en krefst endurgreiðslu vegna alls kostnaðar. Sveitarfélagið vísar á ríkið, ríkið vísar á Vegagerðina og Vegagerðin segir nei.
25.10.2018 - 14:52
Öll framleiðsla á Bakka legið niðri í 10 daga
Enn hefur ekki tekist að gangsetja ofn kísilverksmiðju PCC sem stöðvaðist í eldsvoða fyrir tíu dögum. Forstjórinn segir það mikil vonbrigði að framleiðslan skyldi stöðvast. Ekki er komið í ljós hvenær verksmiðjan verður gangsett á ný.
19.07.2018 - 11:55
Eldur í kísilveri PCC á Bakka
Eldur kom upp í Kísilveri PCC á Bakk við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og er það enn að störfum.
09.07.2018 - 22:03
Undirbúa stækkun verksmiðjunnar á Bakka
Yfirmaður hjá PCC segir afar líklegt að kísilverksmiðjan á Bakka verði stækkuð í náinni framtíð. Mikil eftirspurn sé eftir kísilmálmi og viðskiptavinum fari fjölgandi. Með tiltölulega litlum breytingum megi tvöfalda afkastagetu verksmiðjunnar.
03.06.2018 - 10:26
Ýmis vandræði við gangsetningu á Bakka
Ýmsar bilanir og vandræði hafa gert mönnum erfitt fyrir við að gangsetja kísilver PCC á Bakka. Forstjórinn segir gangsetninguna þó að mestu ganga eins og við var búist. Reykur hefur nokkrum sinnum stigið upp af verksmiðjunni í gangsetningunni.
29.05.2018 - 18:55
Kröfu Landverndar og Fjöreggs hafnað
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar og Fjöreggs um að framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 í Skútustaðahreppi yrði fellt úr gildi. Framkvæmdir við línurnar hefjast eftir páska, er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti.
04.04.2017 - 15:05
315 þúsund tonn af kolum brennd í Helguvík
Þegar kísilver Thorsil í Helguvík tekur til starfa mun kolanotkun íslenskrar stóriðju aukast svo um munar. Fyrirtækið áætlar að nota þrefalt meira af kolum á ári en PCC á Bakka og rúmlega helmingi meira en nágrannar þeirra í Helguvík, United Silicon. Samanlagt munu þessi þrjú kísilver nota um 380 þúsund tonn af kolum á ári.
12.02.2017 - 19:10
PCC þarf 66 þúsund tonn af kolum árlega
Framkvæmdir við byggingu kísilvers PCC á Bakka ganga samkvæmt áætlun, en gert er ráð fyrir því að framleiðsla á kísilmálmi hefjist í árslok. Sú bygging í verksmiðjunni sem verður einna mest áberandi og búið er að reisa að miklu leyti er hráefnisgeymsla, sem verður tæpir 11 þúsund fermetrar að stærð. Þar verða geymd kol og trjákurl, en útlit er fyrir að allt slíkt hráefni verði flutt sérstaklega inn til landsins, beint til Húsavíkur.
04.01.2017 - 15:48
Landvernd stefnir umhverfisráðherra
Landvernd og umhverfisverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit hafa stefnt umhverfisráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur, fyrir að friðlýsa ekki ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Sigrún segir það leitt hve málinu hafi þokast hægt áfram.
30.11.2016 - 17:47
Framkvæmdastöðvun hefði sett slæmt fordæmi
Kröfu Landverndar, um að framkvæmdir við Kröflulínu 4 í Skútustaðahreppi verði tafarlaust stöðvaðar, hefur verið hafnað af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Engin rök standi til þess að fara fram á slíkt.
25.11.2016 - 12:11
Hafnar stöðvunarkröfu Landverndar
Kröfu Landverndar um stöðvun framkvæmda Landsnets við byggingu Kröflulínu 4 í landi Skústaðahrepps var hafnað af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í dag. Þetta kemur fram á mbl.is.
25.11.2016 - 01:31
Hefur ekki áhyggjur af töfum hjá Landsneti
Yfirverkefnastjóri Þeistareykjavirkjunar, Valur Knútsson, hefur ekki áhyggjur töfum á framkvæmdum Landsnets við Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu 1. Ekki sé útlit fyrir annað en að prófanir á vélum Þeistareykjavirkjunar geti farið fram samkvæmt áætlun, og þar með prófun á línunum. Gert er ráð fyrir að þær verði næsta sumar.
24.11.2016 - 15:52
Segir Landsnet hafa gert ráð fyrir kærum
„Til að leysa deilur er besta ráðið að forðast þær. Við höfum horft til þess hjá Landsneti,“ sagði forstjóri fyrirtækisins, Guðmundur Ingi Ásmundsson, á morgunverðarfundi Verkfræðingafélags Íslands í morgun. Umfjöllunarefni fundarins var leyfisferli framkvæmda, en mikill styr hefur staðið um framkvæmdaleyfi sem Landsnet hefur fengið fyrir Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu 1.
23.11.2016 - 13:58
PCC frestar byggingu íbúða á Húsavík
PCC Seaview Residences hefur óskað eftir lengri fresti til að hefja byggingu íbúða í Holtahverfi á Húsavík. Félagið óskaði eftir byggingalandi þar í vor. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 40 íbúðum á þessu svæði.
23.11.2016 - 11:35
Jarðvinnu við Kröflulínu hætt í bili
Jarðvinnu við Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum, hefur nú verið hætt vegna vetrarveðurs. Ekki er líklegt að þær fari aftur af stað fyrr en í vor. Landvernd hefur kært útgáfu nýs framkvæmdaleyfis fyrir línuna og krefst þess að framkvæmdirnar verði stöðvaðar.
22.11.2016 - 12:05
Landvernd kærir Kröflulínu 4
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd og Fjöregg hafa kært í annað sinn framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 að Bakka.
21.11.2016 - 18:10