Færslur: Bahamaeyjar

Isaias færist í aukana
Hitabeltisstormurinn Isaias sækir nú í sig veðrið efir að hafa farið yfir Flórída án þess að valda teljandi tjóni.
Íbúar Flórída búa sig undir fellibyl
Íbúar á Flórída búa sig nú undir að hitabeltisstormurinn Isaias skelli á ríkinu. Veðurfræðingar óttast að hann nái aftur styrk fellibyls áður en hann nær landi.
02.08.2020 - 07:45
Myndskeið
Hitabeltisstormur nær til Bahama-eyja
Hitbeltisstormur fer nú yfir hamfarsvæðin á Bahama-eyjum. Um 1.300 er enn saknað eftir fellibylinn Dorian sem skildi eftir sig fordæmalausa eyðileggingu.
14.09.2019 - 19:45
1.300 saknað á Bahamaeyjum
Um 1.300 manns er saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið þar yfir. Í gær var 2.500 saknað. Eftir samanburð á lista yfir þau sem var saknað við lista yfir þau sem búið er að koma fyrir í neyðarskýlum og burt frá eyjunum er fjöldinn nú kominn niður í 1.300. 
13.09.2019 - 01:46
2.500 saknað af Bahamaeyjum
Um 2.500 manns er saknað eftir að fellibylurinn Dorian fór yfir norðanverðar Bahamaeyjar. Almannavarnir eyjaklasans greina frá þessu. Carl Smith, talsmaður almannavarna, segir líkur á að talan verði eitthvað lægri, þar sem ekki er búið að bera listann saman við lista stjórnvalda yfir þá sem gista í neyðarskýlum eða hefur verið komið til bjargar. Yfirvöld óttast þó að fjöldi látinna af völdum fellibylsins verði miklu meiri en þau 50 sem hafa fundist hingað til.
12.09.2019 - 03:38
Hermenn sendir til Abaco-eyja
Stjórnvöld á Bahama-eyjum hafa sent hundruð her- og lögreglumanna Abaco-eyja til að hjálpa til eftir hamfarirnar af völdum fellibylsins Dorian.
04.09.2019 - 16:08
Fellibylurinn Dorian stækkar en veiklast
Fellibylurinn Dorian færist nú frá Bahamaeyjum og fikrar sig áfram í átt að austurströnd Bandaríkjanna, á snigilshraða að kalla má. Hann hefur veiklast og telst nú annars stigs fellibylur. Þrátt fyrir það er hann talinn ákaflega hættulegur, meðal annars þar sem hann hafi stækkað og vegna flóðahættu sem honum fylgir. Að minnsta kosti fimm hafa látist á Bahamaeyjum vegna fellibylsins og er búist við fleiri dauðsföllum.
03.09.2019 - 18:18
Tugir þúsunda þurfa aðstoð
Hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna segjast vera reiðubúnar til að flytja matvæli og hjálpargögn til nauðstaddra á Bahamaeyjum þegar fellibylurinn Dorian er genginn þar yfir. Að minnsta kosti fimm hafa látist í óveðrinu og þúsundir húsa eyðilagst.
03.09.2019 - 12:12
Dorian enn yfir Grand Bahama
Fellibylurinn Dorian er enn yfir Bahama-eyjum en heldur hefur dregið úr vindhraða hans. Fimm hafa látist í óveðrinu og þúsundir húsa eyðilagst.
03.09.2019 - 08:00
Myndskeið
Minnst einn látinn í óveðrinu
Staðfest er að einn hafi farist af völdum fellibylsins Dorian á Bahama-eyjum. Bylurinn hefur farið yfir Abaco-eyjar og er nú á leið yfir Grand Bahama. Rauði krossinn telur allt að 13.000 hús hafa skemmst eða eyðilagst.
02.09.2019 - 12:01
Flóð á Abaco-eyjum og Grand Bahama
Fellibylurinn Dorian skilur eftir sig slóð eyðileggingar á leið sinni yfir Bahama-eyjar, en ekki hafa borist staðfestar fregnir af manntjóni.
02.09.2019 - 09:06