Færslur: Bafta

Kastljós
Daði hlaut BAFTA verðlaun
Daði Einarsson hlaut í kvöld BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur í Netflix-þáttunum The Witcher.
24.04.2022 - 21:41
Fern BAFTA-verðlaun til Nomadland
Kvikmyndin Nomadland var valin sú besta á BAFTA-verðlaununum sem afhent voru í Lundúnum í kvöld. Chloe Zhao hlaut einnig verðlaun fyrir leikstjórn sína á myndinni, Frances McDormand var valin besta leikkonan og auk þess hlaut myndin verðlaun fyrir kvikmyndatöku.
11.04.2021 - 22:52
Chernobyl hlaut tvenn BAFTA-verðlaun
Sjónvarpsverðlaun BAFTA voru veitt í gær í gegnum fjarfundarbúnað. Sjónvarsþættirnir Chernobyl hlutu tvenn BAFTA-verðlaun, fyrir bestu þáttaröðina auk þess sem Jared Harris var valinn leikari ársins í sjónvarpi.
01.08.2020 - 14:46
Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gærkvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin var haldin með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.
BBC: Hvernig selló Hildar varð að Jókernum
BBC fjallar ítarlega um sigurgöngu Hildar Guðnadóttur á verðlaunahátíðum síðustu mánuði á vef sínum í dag. Á sunnudag kemur í ljós hvort hún fái Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Joker. Hildur er eina konan sem er tilnefnd í sínum flokki og þykir nokkuð líkleg til að verða aðeins þriðja konan til að fá Óskarinn fyrir bestu kvikmyndatónlistina í 84 ára sögu verðlaunanna. Síðast vann kona til þessara verðlauna fyrir 33 árum þegar Ann Dudley hlaut þau fyrir The Full Monty.
1917 hlaut sjö BAFTA-verðlaun
Þó verðlaun Hildar Guðnadóttur fyrir tónlistina í Jókernum hafi fangað athygli okkar Íslendinga var það Englendingurinn Sam Mendes og kvikmynd hans 1917 sem hrósaði sigri á BAFTA verðlaunahátíðinni í Lundúnum í kvöld.
02.02.2020 - 22:47
Hildur vann BAFTA verðlaunin
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunaafhendingin fer fram í kvöld. Hildur hefur þegar fengið Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Þá fékk hún Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker.
02.02.2020 - 19:49