Færslur: Bændur
Óttast að þurfa að skera bústofninn vegna eldgoss
„Ég er búin að hafa áhyggjur frá fyrsta kvöldi, ég óska þess heitast að þetta heitasta helvíti hætti strax í dag,“ segir Grétar Jónsson, formaður fjáreigendafélagsins í Grindavík sem óttast að flúormengun frá eldgosinu spilli beitarhögunum í sumar og að hann þurfi að skera bústofninn.
18.04.2021 - 20:05
Ratcliffe sagður mæta andófi íslenskra bænda
Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe er sagður standa frammi fyrir miklu andófi íslenskra bænda vegna viðamikilla jarðakaupa sinna. Auðkýfingurinn breski hefur keypt víðfeðm víðerni á Íslandi, til verndar og viðhaldi laxastofnsins í Norður-Atlantshafi.
17.01.2021 - 16:04
Vilja að stjórnvöld tryggi nýliðun með aðgerðum
Samtök ungra bænda gagnrýna harðlega að í nýrri matvælastefnu Íslands sé ekki að finna aðgerðir til að tryggja nýliðun í bændastétt. Þá finnst samtökunum vanta áherslu á innlenda matvælaframleiðslu. Frestur til að skila umsögnum um stefnuna rennur út á morgun.
10.01.2021 - 11:51
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
08.12.2020 - 04:08
Leggur til að kal- og girðingatjón verði bætt
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þess efnis að Bjargráðasjóði verði tryggt aukið fjármagni á þessu ári vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna veturinn 2019-2020.
14.10.2020 - 12:45
Ráðherra vill bæta í Bjargráðasjóð vegna veðurtjóns
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra telur rétt að ríkið setji aukna fjármuni í Bjargráðasjóð til að koma betur til móts við bændur sem urðu fyrir girðingar- og kaltjóni í vetur. Bændur hafa sótt um styrki úr sjóðnum fyrir tæpan milljarð vegna tjónsins en í sjóðnum eru aðeins 200 milljónir.
05.10.2020 - 16:17
Þungt hljóð í kúabændum vegna lækkaðs afurðaverðs
Formaður Landssambands kúabænda segir þungt hljóð í bændum eftir að afurðaverð nautakjöts var lækkað. Bændur séu látnir þola verðlækkun sem skili sér ekki til neytenda. Hann telur að einhverjir eigi eftir að hætta nautakjötsframleiðslu vegna lækkunarinnar.
16.09.2020 - 14:34
Óttast ekki að væst hafi um kindurnar
Gangnamenn í Austur-Húnavatnssýslu þurftu frá að hverfa í gær sökum þoku. Jón Gíslason, bóndi á Hofi, gisti í Álkuskála á Haukagilsheiði í nótt ásamt fleiri göngumönnum og þar hófst smölun á ný í morgun. Þar er skyggni orið þokkalegt en þó er snjór yfir öllu og lágskýjað. Þegar rætt var við Jón í hádegisfréttum voru gangnamenn að byrja að mynda línu.
04.09.2020 - 13:43
Sprettan lofar góðu hjá kartöflubændum
Kartöflubóndi segir of algengt að nýjar kartöflur skemmist af því að þær séu ekki geymdar rétt. Eftir áhyggjur í vor stefnir í meðalár í uppskeru. Neytendur vilja minni kartöflur en áður fyrr og bændur finna aukna eftirspurn eftir umhverfisvænni vöru.
31.08.2020 - 11:40
Ekki bolmagn til að bæta tjón að fullu
Kostnaður við ræktun túna til að laga kalskemmdir gæti orðið allt að 750 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs segir langt í að bændur fái það bætt að fullu. Um 200 milljónir eru í sjóðnum.
19.08.2020 - 14:00
„Það alversta sem ég hef séð“
Miklar skemmdir urðu á girðingum víða norðanlands í vetur. Bóndi í Grýtubakkahreppi, sem hefur síðustu þrjár vikur unnið að viðgerðum, segist aldrei hafa séð annað eins. Bjargráðasjóður sér ekki fram á að geta afgreitt allar umsóknir um bætur nema til komi aukafjármagn frá ríkinu.
12.06.2020 - 19:34
Mikil söluaukning á fræi vegna kalskemmda
Mun meira hefur selst af fræi í ár en vanalega enda þurfa bændur margir hverjir að ráðast í mikla endurrækt vegna kalskemmda í túnum. Sölu- og markaðsstjóri hjá Bústólpa líkir ástandi túna við náttúruhamfarir.
08.06.2020 - 12:26
Landeigendur á NV-landi áhugasamir um smávirkjanir
Tuttugu landeigendur á Norðurlandi vestra skoða nú kosti þess að hefja raforkuframleiðslu. Samtök sveitarfélaga í fjórðungnum hafa stofnað sérstakan smávirkjanasjóð og styrkt landeigendur um samtals sautján milljónir króna á þremur árum.
07.06.2020 - 18:08
Sprenging í einkaneyslu á blómum
Axel Sæland blómabóndi segir blóm hafa breyst í nauðsynjavöru í Covid. Það sé ánægjuleg breyta í annars undarlegu árferði. Hann er ekki jafn sáttur við nýja búvörusamninga.
05.06.2020 - 14:07
Áhyggjur af köldu vori og kali í túnum
Enn gætu liðið einhverjar vikur þar til bændur á snjóþyngstu svæðum landsins geta farið að undirbúa ræktun og dreifa skít á tún. Þá er útlit fyrir talsvert kal víða á Norður- og Austurlandi þar sem svell hafa legið á túnum síðan í desember.
15.04.2020 - 14:03
Um 100 skráðir í bakvarðasveit bænda
Bændur á átta búum hafa veikst af völdum kórónuveirunnar. Eitt bú hefur óskað eftir aðstoð úr bakvarðasveit bænda. Verkefnastjóri telur bændur vel undirbúna undir farsóttina.
06.04.2020 - 09:02
ESA gerir athugasemdir við íslenskt eftirlit
Eftirlitsstofnun EFTA gerir athugasemdir við eftirlit með framleiðslu mjólkur og kjöts hérlendis. Skerpa þurfi á athugunum í mjólkurvinnslum og sláturhúsum. Eftirlitsaðilar hérlendis vinna að úrbætum.
04.02.2020 - 15:15
Bændur að mestu ótryggðir fyrir óveðurstjóni
Bændur eru að mestu ótryggðir fyrir því mikla tjóni sem þeir urðu fyrir í óveðrinu á Norðurlandi í síðasta mánuði. Tjón á girðingum er talið Bjargráðasjóði ofviða og tryggingar bæta ekki afurðatjón eða tjón á búfénaði. Þessar hamfarir hafa reynt verulega á bændur og margir þurfa aðstoð við að vinna úr því.
19.01.2020 - 17:11
Rafstöðvar rjúka út eins og heitar lummur
Rafstöðvar rjúka út á Norðurlandi. „Annað hvert símtal í dag hefur verið um rafstöðvar,“ segir sölustjóri Þórs hf. á Akureyri. Rafmagnsleysi og flökt undanfarna tvo daga hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og ollið tjóni víða.
12.12.2019 - 13:38
Atkvæðagreiðslu frestað eftir mótmæli 340 kúabænda
Atkvæðagreiðslu um samkomulag Bændasamtaka Íslands og ríkisins um endurskoðun gildandi búvörusamninga í mjólkurframleiðslu, var í morgun frestað um eina viku. Ákveðið var að fresta atkvæðagreiðslunni eftir að 340 kúabændur skrifuðu undir mótmæli gegn samningnum.
20.11.2019 - 16:33