Færslur: Bændur

Símaviðtal
Talsmaður kúabænda furðar sig á ummælum ASÍ um okur
Formaður Landssambands kúabænda furðar sig á því að hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu fullyrði að okrað sé á neytendum með verðhækkunum á innlendum matvörum. Launahækkanir og hækkun á aðföngum skýri þrettán prósenta hækkun á mjólkurverði á síðustu tveimur árum. 
Spegillinn
Stríðið í Úkraínu hefur áhrif á íslenska bændur
Fyrsta Búgreinaþing Bændasamtakanna er nú haldið á Hótel Natura, eða Hótel Loftleiðum, í Reykjavík. Búgreinafélögin, eins og Félög nautgripabænda, sauðfjárbænda, garðyrkjubænda voru sameinuð síðastliðið sumar og eru nú deildir innan Bændasamtakanna. Hið eiginlega Búnaðarþing verður síðan haldið um næstu mánaðamót.
03.03.2022 - 20:30
Sjónvarpsfrétt
Kýrnar á Búrfelli mjólka best
Kúabúið Búrfell í Svarfaðardal er nythæsta mjólkurbú landsins annað árið í röð. Með bættum aðbúnaði kúa síðustu ár hefur mjólkurframleiðsla stóraukist.
17.02.2022 - 10:47
Selja mjólk beint frá býli í sjálfsala í Reykjavík
Bændur á kúabúinu Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hófu í morgun sölu á mjólk í sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík. Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur segir þau vilja minnka kolefnisspor mjólkurframleiðslunnar og hvetja til neyslu á íslenskum mjólkurafurðum.
18.12.2021 - 22:25
Umdeild landbúnaðarlög á Indlandi slegin af
Indlandsstjórn hyggst fella úr gildi þrenn lög sem ætluð voru til endurbóta í landbúnaði. Lagasetningin kveikti fjölmenn og hávær mótmæli sem staðið hafa í næstum ár.
Mikill áhugi á íslenskum agúrkum á Norðurlöndum
Neytendur á Norðurlöndum eru áfjáðir í íslenskar gúrkur. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að meðal annars megi þakka það hreinleika íslenska vatnsins. Hann er mjög þakklátur íslenskum neytendum því án þeirra væri engin íslensk framleiðsla.
Heyskapur í október
Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð er enn verið að heyja. Venjulega er heyskap lokið í september og heyrir það til algjörra undantekninga að bændur standi í heyskap um miðjan október.
12.10.2021 - 13:05
Bændur í Skaftárhreppi forða búfénaði undan hlaupinu
Bændur sem búa í Skaftárhreppi búa sig nú undir hið versta. Þau segja hlaupin úr eystri katli Skaftár jafnan hafa haft mikið meiri áhrif á búskapinn og nú fylgist þau grannt með vatnsmagnsmælingum.
05.09.2021 - 20:11
Varað við hungursneyð vegna þurrka og stríðsátaka
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna varar við að hungursneyð geti blasað við milljónum Afgana. Þurrkum og stríðsástandi sé fyrst og fremst um að kenna. Áríðandi sé að styðja við íbúa landsins.
Minni uppskera vegna þurrka
Miklir þurrkar í kjölfar hlýinda á Norður- og Austurlandi hafa orðið til þess að tún eru farin að brenna hjá bændum. Staðan er misslæm en ljóst að uppskera verður víða minni en áður, segir bóndi í Skagafirði.
08.07.2021 - 15:37
Fyrsti sláttur við Eyjafjörð
Eftir einstaklega kaldan maí og hret í júní er nú hálfgerð hitabylga á norðurlandi. Bændur við Eyjafjörð eru nú byrjaðir á fyrsta slætti sumarsins
01.07.2021 - 10:35
Morgunútvarpið
Heyskapur nyrðra seinni af stað en í meðalári
Anna Margrét Jónsdóttir, bóndi á bænum Sölvabakka nærri Blönduósi segist ekki muna eftir jafn hvössu veðri og verið hefur undanfarið á þessum árstíma. Heyskapur er seinna á ferðinni en í meðalári og sláttur  varla byrjaður.
01.07.2021 - 08:35
Dýrbítur felldur í Norður Noregi
Skógarbjörn sem valdið hefur miklum usla síðastliðna tíu daga var felldur í Troms og Finnmörku í Noregi í gær. Björninn er einn fjögurra sem hafa herjað undanfarið á sauðfé bænda í sveitarfélögunum Bardu, Salangen og Lavangen.
22.06.2021 - 03:12
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · bjarndýr · Noregur · Evrópa · Meindýraeyðir · Dýr · sauðfé · kindur · Bændur
Sjónvarpsfrétt
Fé kemst seinna í úthaga
Síðustu daga hefur verið mikil kuldatíð á Norðurlandi. Bændur í sveitum norðaustanlands hafa fæstir getað sleppt fé sínu á fjöll og verða að hafa það á beit í heimahaga.
17.06.2021 - 00:00
Loðdýrabændur bjartsýnir eftir langa niðursveiflu
Íslenskir loðdýrabædur sjá fram á betri tíð með hækkandi markaðsverði eftir lengstu niðursveiflu í sögu íslenskrar loðdýraræktar. Tekist hefur að halda íslenskum búum smitlausum með hörðum sóttvarnaaðgerðum.
03.06.2021 - 15:28
Þurrkar og kuldi há sprettu verulega
Þurrt og kalt vor tefur sprettu á Suður- og Vesturlandi. Sauðfjárbóndi segir bændur þurfa að vera með nýbornar ærnar á fullri gjöf út maí. Grænmetisbændur eru tvístigandi. 
Heimaslátrun heimiluð með skilyrði um læknisskoðanir
Bændum verður heimilt að slátra sauðfé og geitum á eigin búum og dreifa á markaði, samkvæmt nýrri reglugerð Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, fagnar reglugerðinni en segir að kröfum um læknisskoðun kunni að fylgja vandræði á þeim bæjum sem eru langt frá dýralæknaþjónustu.
Myndskeið
Óttast að þurfa að skera bústofninn vegna eldgoss
„Ég er búin að hafa áhyggjur frá fyrsta kvöldi, ég óska þess heitast að þetta heitasta helvíti hætti strax í dag,“ segir Grétar Jónsson, formaður fjáreigendafélagsins í Grindavík sem óttast að flúormengun frá eldgosinu spilli beitarhögunum í sumar og að hann þurfi að skera bústofninn. 
Ratcliffe sagður mæta andófi íslenskra bænda
Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe er sagður standa frammi fyrir miklu andófi íslenskra bænda vegna viðamikilla jarðakaupa sinna. Auðkýfingurinn breski hefur keypt víðfeðm víðerni á Íslandi, til verndar og viðhaldi laxastofnsins í Norður-Atlantshafi.
17.01.2021 - 16:04
Vilja að stjórnvöld tryggi nýliðun með aðgerðum
Samtök ungra bænda gagnrýna harðlega að í nýrri matvælastefnu Íslands sé ekki að finna aðgerðir til að tryggja nýliðun í bændastétt. Þá finnst samtökunum vanta áherslu á innlenda matvælaframleiðslu. Frestur til að skila umsögnum um stefnuna rennur út á morgun.
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
Leggur til að kal- og girðingatjón verði bætt
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þess efnis að Bjargráðasjóði verði tryggt aukið fjármagni á þessu ári vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna veturinn 2019-2020.
14.10.2020 - 12:45
Ráðherra vill bæta í Bjargráðasjóð vegna veðurtjóns
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra telur rétt að ríkið setji aukna fjármuni í Bjargráðasjóð til að koma betur til móts við bændur sem urðu fyrir girðingar- og kaltjóni í vetur. Bændur hafa sótt um styrki úr sjóðnum fyrir tæpan milljarð vegna tjónsins en í sjóðnum eru aðeins 200 milljónir.
05.10.2020 - 16:17
Þungt hljóð í kúabændum vegna lækkaðs afurðaverðs
Formaður Landssambands kúabænda segir þungt hljóð í bændum eftir að afurðaverð nautakjöts var lækkað. Bændur séu látnir þola verðlækkun sem skili sér ekki til neytenda. Hann telur að einhverjir eigi eftir að hætta nautakjötsframleiðslu vegna lækkunarinnar.
Viðtal
Óttast ekki að væst hafi um kindurnar
Gangnamenn í Austur-Húnavatnssýslu þurftu frá að hverfa í gær sökum þoku. Jón Gíslason, bóndi á Hofi, gisti í Álkuskála á Haukagilsheiði í nótt ásamt fleiri göngumönnum og þar hófst smölun á ný í morgun. Þar er skyggni orið þokkalegt en þó er snjór yfir öllu og lágskýjað. Þegar rætt var við Jón í hádegisfréttum voru gangnamenn að byrja að mynda línu.
04.09.2020 - 13:43