Færslur: Bændur

Sjónvarpsfrétt
Nýta bæði dróna og staðsetningartæki í smalamennsku
Staðsetningartæki og drónar með flautu eru farin að nýtast sauðfjárbændum í smalamennsku. Bóndi í Skíðadal sem nýtir sér tæknina óspart hefur engar áhyggjur af að verða að lokum atvinnulaus.
01.11.2022 - 10:34
Enn ein verðhækkunin til bænda - nú á heyrúlluplasti
Í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra er lögð til nærri þreföld hækkun á úrvinnslugjaldi heyrúlluplasts. Með þessu gæti framleiðslukostnaður fyrir bændur og matvælaframleiðendur hækkað um mörg hundruð þúsund krónur.
Sjónvarpsfrétt
Farsímasamband í Skagafirði verði bætt á næstu vikum
Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir standa til að bæta fjarskiptaöryggi bænda í Skagafirði og víðar, þar sem ekki er farsímasamband. Þangað til mælir hann þó með að fólk sem búi utan farsímasambands komi sér upp varaafli á heimilinu, sem tryggi örugg fjarskipti í rafmagnsleysi.
Sjónvarpsfrétt
„Verst þegar rafmagnið fer og maður veit ekkert“
Bændur í Skagafirði telja fjarskiptaöryggi víða um fjörðinn ótryggara nú en það var fyrir tuttugu árum. Byggðaráð Skagafjarðar hvetur yfirvöld til úrbóta, til þess að hægt sé að tryggja öryggi íbúa og ferðamanna.
„Öðruvísi glímur sem bændur eru að glíma við“
Framleiða á myndbönd þar sem bændur sem hafa orðið fyrir áföllum deila reynslu sinni og fá fræðslu sérfræðinga um sálræn vandamál. Ungur bóndi í Skagafirði fagnar þessu og segir bændur tilbúnari að leita sér aðstoðar en áður.
Sjónvarpsfrétt
Horfði upp á milljónir fjúka út í veður og vind
Kornbændur í Eyjafirði horfðu upp á milljónir króna hreinlega fjúka út í veður og vind í óveðrinu á sunnudaginn. Bóndi sem tapaði helmingi uppskerunnar segir bagalegt að ekkert tryggingakerfi sé fyrir kornbændur hér á landi.
29.09.2022 - 13:42
Sjónvarpsfrétt
„Svona á þetta að vera - þetta er lífið!“
Það var réttardagur í Ólafsfirði í gær og bæjarbúar fylgdust spenntir með þegar safnið var rekið eftir aðalgötunni gegnum bæinn. Gangnaforinginn segir sauðfjárbændur í Ólafsfirði stolta af því að kallast hobbíbændur.
17.09.2022 - 13:47
Notar flugdreka í baráttunni gegn álftinni
Álftir valda kornbændum miklu tjóni ár hvert með miklum ágangi á ökrum. Ýmislegt hefur verið reynt en álftin sér yfirleitt í gegnum allar aðferðir. Bóndi á Suðurlandi beitir nú flugdrekum í baráttunni.
19.07.2022 - 17:10
Innlent · Suðurland · Álft · Kornrækt · Bændur · Fuglar
Bændasamfélagið einkenndist af meira jafnrétti
Umfangsmiklar fornleifarannsóknir hafa staðið yfir í sumar og fyrrasumar í Hörgárdal og Svarfaðardal. Niðurstöður styðja þá kenningu að bændasamfélagið hafi verið jafningjasamfélag þar til höfðingjastétt varð til á tólftu öld.
05.07.2022 - 15:14
Reka féð langan veg í afrétt
Myndi óska þess að vera kind og fá að vera á fjalli í rólegheitum segir ungur smali í Eyjafirði. Flestir bændur reka fé sitt í úthaga en líklega fæstir bændur jafn langt og þeir á Höfða í Grýtubakkahreppi.
30.06.2022 - 17:00
Boða hækkanir á afurðaverði til bænda
Bændur munu fá að minnsta kosti 20% meira fyrir afurðir sínar frá Kjarnafæði - Norðlenska hf þegar ný verðskrá verður gefin út innan tíðar. Forstjóri fyrirtækisins segir að tillögur sprettshóps matvælaráðherra, sem kynntar voru í gær, séu greininni til góðs.
Sjónvarpsfrétt
Heyskapur hafinn í Eyjafirði
Sláttur er hafinn í Eyjafirði og eins og oft áður voru bændurnir í Hvammi fyrstir til. Útlit er fyrir óvenjugóða sprettu um allt land.
09.06.2022 - 15:20
Sauðfjár- og kúabúum fækkað mest síðustu ár
Búum í landbúnaðargreinum fækkaði um 375 á landinu frá 2008 til 2020. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands.
Alvarleg staða hjá bændum vegna hækkunar á áburðarverði
Dæmi eru um að sauðfjárbændur beri engan innfluttan áburð á tún sín nú í vor, vegna mikillar hækkunar á áburðarverði. Það fer svo eftir sprettunni hversu mörgum lömbum þeir slátra í haust.
01.06.2022 - 14:12
Símaviðtal
Talsmaður kúabænda furðar sig á ummælum ASÍ um okur
Formaður Landssambands kúabænda furðar sig á því að hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu fullyrði að okrað sé á neytendum með verðhækkunum á innlendum matvörum. Launahækkanir og hækkun á aðföngum skýri þrettán prósenta hækkun á mjólkurverði á síðustu tveimur árum. 
Spegillinn
Stríðið í Úkraínu hefur áhrif á íslenska bændur
Fyrsta Búgreinaþing Bændasamtakanna er nú haldið á Hótel Natura, eða Hótel Loftleiðum, í Reykjavík. Búgreinafélögin, eins og Félög nautgripabænda, sauðfjárbænda, garðyrkjubænda voru sameinuð síðastliðið sumar og eru nú deildir innan Bændasamtakanna. Hið eiginlega Búnaðarþing verður síðan haldið um næstu mánaðamót.
03.03.2022 - 20:30
Sjónvarpsfrétt
Kýrnar á Búrfelli mjólka best
Kúabúið Búrfell í Svarfaðardal er nythæsta mjólkurbú landsins annað árið í röð. Með bættum aðbúnaði kúa síðustu ár hefur mjólkurframleiðsla stóraukist.
17.02.2022 - 10:47
Selja mjólk beint frá býli í sjálfsala í Reykjavík
Bændur á kúabúinu Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hófu í morgun sölu á mjólk í sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík. Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur segir þau vilja minnka kolefnisspor mjólkurframleiðslunnar og hvetja til neyslu á íslenskum mjólkurafurðum.
18.12.2021 - 22:25
Umdeild landbúnaðarlög á Indlandi slegin af
Indlandsstjórn hyggst fella úr gildi þrenn lög sem ætluð voru til endurbóta í landbúnaði. Lagasetningin kveikti fjölmenn og hávær mótmæli sem staðið hafa í næstum ár.
Mikill áhugi á íslenskum agúrkum á Norðurlöndum
Neytendur á Norðurlöndum eru áfjáðir í íslenskar gúrkur. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að meðal annars megi þakka það hreinleika íslenska vatnsins. Hann er mjög þakklátur íslenskum neytendum því án þeirra væri engin íslensk framleiðsla.
Heyskapur í október
Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð er enn verið að heyja. Venjulega er heyskap lokið í september og heyrir það til algjörra undantekninga að bændur standi í heyskap um miðjan október.
12.10.2021 - 13:05
Bændur í Skaftárhreppi forða búfénaði undan hlaupinu
Bændur sem búa í Skaftárhreppi búa sig nú undir hið versta. Þau segja hlaupin úr eystri katli Skaftár jafnan hafa haft mikið meiri áhrif á búskapinn og nú fylgist þau grannt með vatnsmagnsmælingum.
05.09.2021 - 20:11
Varað við hungursneyð vegna þurrka og stríðsátaka
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna varar við að hungursneyð geti blasað við milljónum Afgana. Þurrkum og stríðsástandi sé fyrst og fremst um að kenna. Áríðandi sé að styðja við íbúa landsins.
Minni uppskera vegna þurrka
Miklir þurrkar í kjölfar hlýinda á Norður- og Austurlandi hafa orðið til þess að tún eru farin að brenna hjá bændum. Staðan er misslæm en ljóst að uppskera verður víða minni en áður, segir bóndi í Skagafirði.
08.07.2021 - 15:37
Fyrsti sláttur við Eyjafjörð
Eftir einstaklega kaldan maí og hret í júní er nú hálfgerð hitabylga á norðurlandi. Bændur við Eyjafjörð eru nú byrjaðir á fyrsta slætti sumarsins
01.07.2021 - 10:35