Færslur: Bændasamtök Íslands

Segir ummælin vísa í samtöl við bændur
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að ummæli hans á Alþingi séu vísun í samtöl hans við nokkra sauðfjárbændur sem hafi talað á þessum nótum. Landbúnaður sé og verði alvöru atvinnugrein og hryggjarstykki byggðar í sveitum landsins. 
200 milljónir aukalega í grænmetisræktun
Fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Sambands garðyrkjubænda og stjórnvalda skrifuðu í dag undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði framleiðanda garðyrkjuafurða. Markmið þess er að framleiðsla á íslensku grænmeti aukist um 25% á næstu þremur árum. 200 milljónir verða lagðar aukalega árlega í garðyrkjusamninginn. Þetta á að stuðla að framþróun og nýsköpun í garðyrkjunni með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum.
14.05.2020 - 17:25
Rjómasósur og nautafillet víkja fyrir kjöti í karrí
Sala á íslenskri matvöru hefur ekki aukist í kórónuveirufaraldrinum heldur breyst, segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Veitingastaðavöðvarnir fara síður. Fólk er meira í því að borða sígilda íslenska kjötsúpu og kjöt í karrí eins og í gamla daga,“ segir Gunnar. Þá seljist minna af rjóma en meira af venjulegri mjólk. Stjórnvöld og atvinnulíf ætla að ráðast í sameiginlegt kynningarátak í því skyni að auka sölu á íslenskum vörum og þjónustu.
Um 100 skráðir í bakvarðasveit bænda
Bændur á átta búum hafa veikst af völdum kórónuveirunnar. Eitt bú hefur óskað eftir aðstoð úr bakvarðasveit bænda. Verkefnastjóri telur bændur vel undirbúna undir farsóttina.
Segir framboðsskort á fersku grænmeti yfirvofandi
Áhrif kórónuveirufaraldursins á íslenskan landbúnað og sjávarútveg voru rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þegar er farið að bera á töfum á innfluttu grænmeti hjá Samkaup. Fyrirtækið segir að í núverandi stöðu anni íslensk framleiðsla ekki eftirspurn.
Ungir bændur hvattir til að stíga fram vegna COVID-19
Formaður Bændasamtakanna segir samtökin vera á tánum og vakti landbúnaðinn í landinu. Ungir bændur eru sérstaklega hvattir til að skrá sig í afleysingaþjónustu fyrir bændur sem hugsanlega veikjast af COVID-19. Birgðir af kjarnfóðri í landinu eru tryggðar fyrir næstu þrjá til fjóra mánuði.
Atkvæðagreiðslu frestað eftir mótmæli 340 kúabænda
Atkvæðagreiðslu um samkomulag Bændasamtaka Íslands og ríkisins um endurskoðun gildandi búvörusamninga í mjólkurframleiðslu, var í morgun frestað um eina viku. Ákveðið var að fresta atkvæðagreiðslunni eftir að 340 kúabændur skrifuðu undir mótmæli gegn samningnum.
20.11.2019 - 16:33
Viðtal
Segir bændur ekki óttast réttláta samkeppni
Bændasamtök Íslands óttast ekki samkeppni við innfluttar vörur ef þær eru framleiddar við sömu skilyrði og þær íslensku, segir Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna. Ársfundur þeirra verður haldinn í Hveragerði um helgina. Samtökin leggjast gegn frumvarpi landbúnaðarráðherra um innflutning á ófrosnu kjöti.
14.03.2019 - 13:29
Andmæla kröfum bænda um hömlur
Félag atvinnurekenda hefur sent landbúnaðarráðherra bréf og mótmælt því sem félagið segir vera kröfur Bændasamtaka Íslands um viðskiptahömlur.
Óttast áhrif hráakjötsdóms og tollasamnings
Bændasamtök Íslands segja að grípa þurfi tafarlaust til aðgerða til að mæta áhrifum nýlegs dóms EFTA-dómstólsins sem kveður á um skyldur Íslands til að leyfa innflutning á hráu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Enn fremur vilja samtökin ræða tollavernd heildstætt vegna samnings ESB og Íslands um aukna tollfrjálsa kvóta á búvörum frá ESB-löndunum.
27.02.2018 - 13:28
Bændur fjalla um búskap morgundagsins
Það kvað við nokkuð nýjan tón á ársfundi Bændasamtaka Íslands á Akureyri í dag. Loftslagsmál, sjálfbærni og breytingar á neytandamörkuðum einkenndu umræðuna. Landbúnaðarráðherra segir gott að finna fyrir framsýni íslenskra bænda.
03.03.2017 - 19:58
Samningarnir tryggja framtíð fjölskyldubúsins
Með nýjum búvörusamningum er staðinn vörður um framtíð fjölskyldubúsins og spornað gegn fækkun í bændastétt. Með afnámi kvótakerfisins er skilvirkni aukin og nýliðum gert auðveldara fyrir að hefja búskap. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hann telur mikilvægt að matvæli séu framleidd hér á landi og horfir þar meðal annars til loftslagssjónarmiða. Hann telur að þeim tugmilljörðum sem verja á til að styðja við landbúnað næstu ár verði vel varið.