Færslur: bæjarstjórn

Segir launakostnað áheyrnarfulltrúa allt of háan
Bæjarfulltrúi meirihlutans í bæjarstjórn Akureyrarbæjar segir að kostnaður af launum áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins sé of hár. Laun þeirra voru hundrað milljónir á síðasta kjörtímabili.
22.06.2022 - 11:52
Vona að sáttum sé náð í stóra kattamálinu
Þrátt fyrir að ný tillaga um lausagöngu katta hafi verið samþykkt samhljóma í Bæjarstjórn Akureyrar í gær eru bæjarfulltrúar enn ósammála um hvernig kattahaldi skuli best háttað. Þau vonast þó til að sátt sé komin í málið og hægt sé að fara að einblína á önnur verkefni.
27.04.2022 - 15:24
Bæjarfulltrúi vanhæfur í málefnum KA
Bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar var vanhæfur við afgreiðslu bæjarráðs varðandi uppbyggingu á félagssvæði KA, samkvæmt áliti lögmanns. Fulltrúinn er giftur þáverandi formanni félagsins en vék ekki sæti við afgreiðsluna.
08.03.2022 - 12:00
Stýrimaður segir upp
Stjórnendur Herjólfs ohf. hafa haldið fundi með fulltrúum áhafna í dag vegna máls skiptstjórans sem sigldi réttindalaus. Einn stýrimaður hefur sagt upp störfum.
Vill að bæjaryfirvöld ræði mál skipstjórans
Hvorki hefur verið rætt í bæjarstjórn eða bæjarráði Vestmannaeyjabæjar um að skipstjóri á Herjólfi hafi siglt réttindalaus í um tíu daga um jólin. Oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórna ætlar að óska eftir því og segir eðlilegt að bærinn sem eigi eina hlutabréfið í útgerð Herjólfs taki á því.