Færslur: Bæjarstjóri

Ásthildur formlega ráðin í starf bæjarstjóra
Allir 11 bæjarfulltrúar Akureyrarbæjar samþykktu endurráðningarsamning við Ásthildi Sturludóttur í starf bæjarstjóra á Akureyri. Ásthildur hefur gegnt starfinu síðastliðin fjögur ár.
22.06.2022 - 09:02
Fjallabyggð fær nýjan bæjarstjóra
Elías Pétursson, starfandi bæjarstjóri í Fjallabyggð, mun ekki sækjast eftir endurráðningu. Elías var ráðinn í starf bæjarstjóra fyrir tveimur árum en hafði áður verið sveitarstjóri í Langanesbyggð frá árinu 2014. 
Gunnar Einarsson hættir sem bæjarstjóri í Garðabæ
Bæjarstjóri og oddviti meirihlutans í Garðabæ, Gunnar Einarsson, hefur sagt hann muni hætta störfum að loknu kjörtímabili. Þá verður Gunnar orðinn 67 ára og búinn að vera bæjarstjóri í 17 ár.