Færslur: Azov-stálverksmiðjan

Breyta heitum tuga stræta og torga Kænugarðs
Götukort af Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, verður senn úrelt, að sögn Vitali Klitschko. borgarstjóra. Borgaryfirvöld séu í óða önn að endurnefna 95 stræti og torg sem bera rússnesk heiti eða nöfn frá Sovéttímanum.
Zelensky segir sprengjuárás á fangelsi stríðsglæp Rússa
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir sprengjuárás sem gerð var á fangelsi í Donetsk-héraði síðastliðna nótt vera stríðsglæp sem Rússar frömdu af ráðnum hug.
Óttast um yfir 1.000 úkraínska stríðsfanga í Rússlandi
Um eða yfir 1.000 fangar hafa verið fluttir til Rússlands frá úkraínsku hafnarborginni Mariupol síðan Rússar lögðu hana í rúst og tóku þar öll völd. Áhyggjur af föngunum - sem ekki eru allir úkraínskir - fara vaxandi, en Rússar segja þá hafa verið flutta yfir landamærin „vegna rannsóknar.“
Rússar lýsa yfir algerum sigri í Mariupol
Úkraínustjórn skipaði í dag þeim hermönnum að leggja niður vopn sem enn hafast við í Azov-stálverksmiðjunni. Rússar lýstu því yfir að aðgerðum til að ná Mariupol væri lokið. Borgin væri á þeirra valdi.
Innrás í Úkraínu
Medvedev segir þverstæðu felast í kröfum Vesturlanda
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að Rússar leyfi útflutning á úkraínsku hveiti sem er innlyksa í geymslum við strendur Svartahafs. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu, segir að Vesturlönd geti ekki búist við áframhaldandi afhendingu matvæla frá Rússlandi hyggist ríkin viðhalda viðskiptaþvingunum sínum.
Þrettán milljónir Úkraínumanna á flótta
Alls er talið að þrettán milljónir Úkraínumanna hafi flúið heimili sín frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur á tölfræðivefnum Worldometer voru Úkraínumenn ríflega 43 milljónir um miðjan maí.
Almennir borgarar enn sagðir vera í stálverksmiðjunni
Enn er sagt öruggt að minnst eitt hundrað almennir borgarar hafist við í Azov-stálverksmiðjunni í hafnarborginni Mariupol. Rússneskar hersveitir hafa lengi setið um verksmiðjuna og láta sprengjum rigna yfir hana. Rússar gerðu sprengjuárás á hafnarborgina Odesa í kvöld.
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
Leggja kapp á að koma hermönnum brott úr verksmiðjunni
Enn hefst nokkur fjöldi hermanna við í Azov-stálverksmiðjunni og verst tilraunum Rússa við að ná svæðinu á sitt vald. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir hermennina einnig hafa lagt sitt af mörkum við að koma almennum borgurum á brott. Kapp verði lagt á að koma hermönnunum burt.
Mikið mannfall í loftárásum austanvert í Úkraínu
Loftárásir Rússa í austanverðri Úkraínu urðu 21 almennum borgara að bana í dag og hið minnsta 27 særðust. Um það bil mánuður er síðan jafnmargir almennir borgarar fórust á einum degi. Brottflutningur fólks úr Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol hélt áfram í dag.

Mest lesið