Færslur: Aziz Ansari

Pistill
Ljóðrænn Aziz Ansari eftir ásakanir í #metoo-bylgju
Í byrjun árs 2018 var leikarinn Aziz Ansari sakaður um að fara langt yfir mörkin í samskiptum við ónefnda konu á stefnumóti með þrálátu suði um kynlíf, ýtni og virðingarleysi. Hann dró sig í hlé eftir umdeilda afsökunarbeiðni en sneri aftur rúmu ári síðar með nýtt uppistand. Þriðja serían af þáttum hans Master of None hefur litið dagsins ljós og nú er hans karakter lúserinn í bakgrunni í ástarsögu tveggja sterkra kvenna.
03.06.2021 - 14:19
Netflix bjóða Aziz áframhaldandi samstarf
Eftir að önnur þáttaröð Master of None leit dagsins ljós var haft eftir höfundi þáttanna, grínistanum Aziz Ansari, að óvíst væri um framhaldið. Stuttu seinna var Ansari sakaður um kynferðislega áreitni. Nú hefur Netflix lýst yfir stuðningi við endurkomu Ansari og boðið hann velkominn til starfa með þriðju þáttaröðina þegar hann telji sig tilbúinn til þess.
30.07.2018 - 14:26