Færslur: Austurvöllur

Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Myndskeið
Endurreisa NASA í upprunalegri mynd
Endurbygging NASA, eins vinsælasta tónleikastaðar landsins, er vel á veg komin. Til stendur að halda þar ráðstefnur, árshátíðir og tónleika að nýju.
30.01.2021 - 19:51
Engin jólahátíð á Austurvelli út af Covid
Engin formleg dagskrá verður á Austurvelli í kvöld þegar kveikt verður á ljósum Óslóartrésins.
29.11.2020 - 12:44
Hversdagsrof skapar rými fyrir andóf
Í kjölfar efnahagshrunsins varð smám saman til mótmælahefð á Íslandi. Fólk áttaði sig á því að það gat haft áhrif og komið ráðamönnum frá með því að skapa ótta um glundroða. Þetta segir Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur rannsakað tilurð og framgang Búsáhaldabyltingarinnar í þaula og gefur út bók um hana á næstunni. Jón Gunnar telur sterk viðbrögð almennings við uppljóstrunum Panamaskjalanna nú tengjast hruninu sterkum böndum.