Færslur: Austurríki

3.300 manna ráðstefnu aflýst vegna aftöku blaðamanns
Stórri viðskiptaráðstefnu evrópskra og íranskra fyrirtækja og stofnana sem hefjast átti í dag og standa fram á miðvikudag var frestað í gær, innan við sólarhring áður en hún átti að hefjast. Ástæðan er aftaka íranskra yfirvalda á blaða- og baráttumanninum Ruhollah Zam á laugardag, þótt skipuleggjendur hafi ekki tilgreint hana er þeir blésu ráðstefnuna af.
14.12.2020 - 05:35
Slæðubann í skólum ólögmætt
Stjórnarskrárréttur í Austurríki kvað upp þann úrskurð í dag að lög um bann við slæðum í grunnskólum, sem samþykkt voru í fyrra, væru í ekki samræmi við stjórnarskrá landsins auk þess sem þau fælu í sér mismunun. Í tilkynningu frá dómstólnum segir að lögin brjóti í bága við ákvæði um trúfrelsi, enda hafi þeim verið beint sérstaklega að múslimum.
11.12.2020 - 17:31
Öllu skellt í lás í Austurríki til að hemja COVID-19
Sprenging hefur orðið í nýgengi kórónaveirusmita í Austurríki síðustu daga og vikur þar sem um 7.000 smit hafa greinst á degi hverjum að undanförnu og stjórnvöld boða nú útgöngubann allan sólarhringinn og umfangsmiklar takmarkanir á öllum sviðum þjóðlífsins.
14.11.2020 - 23:14
Refsingar við hryðjuverkum hertar í Austurríki
Stjórnvöld í Austurríki kynntu í dag hertar refsingar við hryðjuverkum. Heimilt verður að halda dæmdum hryðjuverkamönnum í fangelsi í ótilgreindan tíma. Sebastian Kurz kanslari sagði þegar hann kynnti ákvarðanir stjórnarinnar að hið sama ætti að gilda um þá og geðveika afbrotamenn.
12.11.2020 - 15:07
Átta hinna handteknu með dóma á bakinu
Átta þeirra sem voru handteknir vegna gruns um aðild að hryðjuverkaárásinni í Vín á mánudagskvöld höfðu áður hlotið dóm. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, greindi frá þessu í gær. Fjórir þeirra hlutu dóm tengda hryðjuverkum, tveir fyrir ofbeldisglæpi og tveir fyrir tilraun til morðs, sem stundum er kallað heiðursmorð.
06.11.2020 - 06:26
Ódæðismaðurinn einn að verki
Maður sem skaut fjóra til bana í hryðjuverkaárás í Vínarborg á mánudag var einn að verki. Þetta segir Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, og segir myndir úr farsímum staðfesta þetta, en að sögn yfirvalda fékk lögregla um 20.000 myndskeið frá almenningi af árásinni. 
05.11.2020 - 08:01
Auðskilið mál
Hryðjuverk framið í Austurríki
Fjórir eru látnir eftir hryðjuverk í Vín í Austurríki í gær. 14 særðust í árásinni, 6 af þeim eru alvarlega særðir. Árásarmaðurinn var skotinn til bana.
03.11.2020 - 17:37
Engin merki um vitorðsmenn í hryðjuverkaárás
Austurríska lögreglan hefur handtekið fjórtán manns og farið í húsleit á átján stöðum vegna rannsóknar á hryðjuverkinu í Vínarborg í gærkvöld. Karl Nehammer innanríkisráðherra sagði á fundi með fréttamönnum síðdegis að engar vísbendingar hefðu fundist um að fleiri en einn hafi verið að verki þegar ungur maður skaut fjóra til bana í miðborginni og særði fjórtán til viðbótar, suma alvarlega.
03.11.2020 - 16:12
Guðni sendi samúðarkveðjur til Austurríkis og Tyrklands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju íslensku þjóðarinnar til forseta Tyrklands og Austurríkis vegna atburða þar síðustu daga.
03.11.2020 - 15:24
Umfangsmikil leit í Austurríki
Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Vínarborg af hugsanlegum vitorðsmönnum að hryjuverkaárásinni þar í gærkvöld. Fjórir eru látnir auk árásarmanns sem skotinn var til bana. Fjórtán eru sárir, sex þeirra alvarlega.
03.11.2020 - 12:13
Vínarbúar slegnir vegna árásanna
Katla Hannesdóttir, sem hefur búið í Vínarborg í um tíu ár, segir mikið hafa verið um að vera í borginni í kjölfar mannskæðrar árásarinnar sem gerð var á gesti og gangandi í miðborginni í gærkvöld. Allir viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir út þyrlur voru á sveimi yfir borginni í leit að grunuðum árásarmanni eða -mönnum. Hún segir borgarbúa afar slegna vegna árásarinnar, enda hafi enginn átt von á neinu í líkingu við þetta.
03.11.2020 - 07:15
Ódæðismaður í Vínarborg sagður tengjast Íslamska ríkinu
Fjögur létu lífið í skotárásum í Vínarborg í gærkvöld, þar á meðal einn árásarmaður, og óttast er að minnst einn árásarmaður gangi enn laus, samkvæmt fréttum frá Austurríki. Hundruð lögreglumanna taka þátt í leitinni að hinum grunaða, bæði í Vínarborg og utan hennar. Nýjustu tíðindi frá Austurríki herma að árásarmennirnir hafi að líkindum tengsl við Íslamska ríkið.
03.11.2020 - 06:44
Þrjú látin í Vín og minnst einn árásarmaður gengur laus
Kona sem særðist alvarlega í skotárás í Vínarborg í gærkvöld lést í nótt af sárum sínum. Þar með eru dauðsföllin sem tengjast þessu voðaverki orðin þrjú. Að minnsta kosti einn árásarmaður gengur enn laus í Vínarborg, samkvæmt fréttum frá Austurríki.
03.11.2020 - 02:50
Aðgerðir hertar í Austurríki
Austurríska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að gripið yrði til veigamikilla lokana og útgöngubanns til að bregðast við aukinni útbreiðslu kórónuveirufaraldursins þar í landi.
31.10.2020 - 17:52
Schwarzenegger segist brattur eftir hjartaaðgerð
Bandarísk-austurríski leikarinn og fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu Arnold Schwarzenegger segist vera nokkuð brattur en hann er að jafna sig eftir hjartaaðgerð sem hann undirgekkst á sjúkrahúsi í Cleveland Ohio.
Spegillinn
Hlustuðu ekki á viðvörun frá Íslandi
Daninn Jack Eriksson sem fór í skíðaferð til Ischgl í Austurríki smitaði að minnsta kosti níu manns eftir heimkomuna. Þrátt fyrir viðvörun frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum liðu fimm dagar þar til Danir settu skíðabæinn á bannlista.
22.10.2020 - 17:00
Mexíkóforseti fær eiginkonu sinni ómögulegt verkefni
Eftir að forseti Mexíkó sendi eiginkonu sína með bréf til Ítalíu með ósk um afsökunarbeiðni frá kaþólsku kirkjunni segist hann nú hafa fengið henni nánast ómögulegt verkefni. Nú vill hann að hún sannfæri Austurríkismenn um að færa Mexíkóum aftur höfuðdjásn sem talið er að hafi verið í eigu Moctezuma, keisara Asteka.
13.10.2020 - 03:36
Greiða má þeim umönnunarbætur sem annast aldraða maka
Greiða má mökum þeirra ellilífeyrisþega, sem þurfa að aðstoð við daglegar athafnir, sérstakar makabætur þurfi þau að draga úr eða hætta vinnu. Þær bætur geta numið allt að 80% af fullum örorkulífeyri og tekjutryggingu.
Viðtal
Fjárhagslegur gróði í Ischgl ofar heilsu skíðafólks
Fjögur skaðabótamál hafa verið höfðuð gegn austurrískum stjórnvöldum vegna slælegra viðbragða við COVID-19 smitum á skíðasvæðinu Ischgl í Tyrol. Lögmaður austurrískra neytendasamtaka segir ljóst að fjárhagslegur gróði hafi verið settur ofar heilsu skíðafólksins.
23.09.2020 - 20:02
Höfða fjögur skaðabótamál vegna Ischgl
Fjögur skaðabótamál hafa verið höfðuð gegn austurrískum stjórnvöldum vegna viðbragða þeirra við kórónuveirusmitum á skíðasvæðinu Ischgl í mars. Þetta eru fyrstu málin sem höfðuð eru gegn Austurríki og Týrólríki vegna farsóttarinnar. Stefnt er að því að höfða hópmálsóknir á næsta ári.
23.09.2020 - 10:14
Niðjar gyðinga sem flýðu helförina fá ríkisborgararétt
Ný löggjöf í Austurríki gerir afkomendum gyðinga sem flýðu helförina kleift að öðlast austurrískan ríkisborgararétt. Lögin, sem taka gildi á þriðjudag, ná til barna, barnabarna og barnabarnabarna gyðinga sem flýðu Austurríki vegna ofsókna nasista.
30.08.2020 - 17:59
Vísa rússneskum diplómata úr landi fyrir iðnaðarnjósnir
Stjórnvöld í Austurríki ætla að vísa rússneskum diplómta úr landi eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði stundað iðnaðarnjósnir í Austurríki um nokkurra ára skeið. Maðurinn er sagður hafa njósnað með hjálp austurrísks borgara í hátæknifyrirtæki.
24.08.2020 - 12:17
Maður sakaður um andgyðinglega glæpi handtekinn
Maður sem er ásakaður um andgyðinglega glæpi hefur verið handtekinn í Austurríki.
24.08.2020 - 05:42
Lífstíðardómur fyrir að myrða fimm í Austurríki
Austurríkismaður á þrítugsaldri var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína og foreldra hennar. Auk þess varð hann bróður hennar að bana og nýjum kærasta hennar. Maðurinn játaði sök fyrir dómi.
13.08.2020 - 05:56
Ekkert samkomulag í Brussel
Enn hefur ekki náðst samkomulag meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna COVID-19 farsóttarinnar.