Færslur: Austurríki

Hitabylgja gengur yfir meginland Evrópu
Margir viðburðir sem áttu að fara fram í Frakklandi um helgina hafa verið blásnir af vegna hitabylgju sem gengur yfir meginland Evrópu. Aldrei áður hefur mælst eins hár hiti í Frakklandi í júní.
18.06.2022 - 03:15
Segir Rússa ná markmiðum sínum í Úkraínu
Hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu voru óumflýjanlegar að sögn Vladimírs Pútíns forseta. Kanslari Austurríkis, sem ræddi í gær við forsetann um Úkraínustríðið segist vonlítill um að hægt verði að tala um fyrir honum. Enn er barist um borgina Mariupol. Óstaðfestar fregnir herma að Rússar hafi beitt efnavopnum þar.
Zelensky segir að Mariupol sé gjörónýt
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að ekki standi steinn yfir steini í borginni Mariupol eftir árásir rússneska hersins. Hann telur að tugþúsundir borgarbúa hafi fallið í árásunum.
Ætla að koma í veg fyrir að mótmælendur loki vegum
Lögregluyfirvöld í Frakklandi segjast munu koma í veg fyrir að svokallaðar Frelsislestir ökumanna loki leiðum að höfuðborginni París. Andstæðingar sóttvarnareglna og -takmarkana ætla að koma saman í borginni á morgun.
Átta hafa dáið í snjóflóðum í Tíról um helgina
Átta manns hafa látið lífið í snjóflóðum í Tíról í vestanverðu Austurríki um helgina, þar sem mikil fannkoma fyrr í vikunni og hlýindi síðustu daga hafa skapað kjöraðstæður fyrir slíkar hamfarir.
06.02.2022 - 02:24
Fimm fórust í snjóflóði í Tíról
Fimm fórust í snjóflóði í Norður-Tíról í Austurríki í gær, einn heimamaður og fjórir Svíar. Austurríska ríkissjónvarpið ORF greinir frá þessu og hefur eftir lögreglu á staðnum. Einn Svíi til viðbótar slasaðist í snjóflóðinu og var fluttur á sjúkrahús. Snjóflóðið féll nærri þorpinu Spiss, rétt við svissnesku landamærin, um klukkan 13 á föstudag.
05.02.2022 - 02:38
Austurríkisforseti staðfestir lög um skyldubólusetningu
Alexander Van der Bellen forseti Austurríkis staðfesti í dag lög varðandi upptöku almennrar bólusetningarskyldu. Læknir býst við að fleiri þiggi bólusetningu í kjölfarið.
Skyldubólusetning samþykkt á Austurríkisþingi
Meirihluti þingmanna á Austurríkisþingi ruddi í dag úr vegi síðustu hindrununum fyrir almennri bólusetningarskyldu gegn COVID-19. Greidd voru atkvæði um löggjöf um bólusetningarskylduna í efri deild austurríska þingsins í dag og reyndist mikill meirihluti þingmanna samþykkur henni, eins og við var búist. Neðri deild þingsins samþykkti lögin fyrir tveimur vikum.
Skyldubólusetning samþykkt á austurríska þinginu
Neðri deild austurríska þingsins samþykkti í kvöld skyldubólusetningu gegn Covid-19. Efri deildin greiðir atkvæði um skyldubólusetningu 3. febrúar og er búist við að hún verði einnig samþykkt þar. Fari svo, taka lögin gildi 4. febrúar.
Of hægt miðar við kjarnorkusamning að mati Frakka
Utanríkisráðherra Frakklands segir samningaviðræður um framtíð kjarnorkusamnings Evrópusambandsins og fleiri ríkja við Írani ganga það hægt að ólíklegt sé að samkomulag náist innan raunhæfs tímaramma.
Austurríki
Lögregla herðir eftirlit með sóttvarnabrotum
Yfirvöld í Austurríki hafa fyrirskipað strangara eftirlit með því að sóttvarnareglum vegna COVID-19 sé framfylgt í landinu. Frá og með deginum í dag munu jafnt einkennisklæddir sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgjast grannt með þessu, samkvæmt þýsku fréttastofunni dpa.
Dánaraðstoð nú lögleg í Austurríki
Ný lög sem heimila dánaraðstoð tóku gildi nú um áramótin í Austurríki. Fullorðið fólk sem þjáist af banvænum sjúkdómum eða öðrum alvarlegum kvillum getur nú sótt sér dánaraðstoð.
01.01.2022 - 17:58
44.000 manns mótmæltu hertum takmörkunum í Austurríki
Lögregla í Austurríki segir að um 44.000 manns hafi komið saman í miðborg Vínar í dag og mótmælt hertum aðgerðum vegna covid-faraldursins.
Beatrix Hollandsdrotting er smituð af COVID-19
Beatrix Hollandsdrottning hefur greinst með COVID-19 að því er fram kemur í tilkynningu frá hollensku hirðinni. Drottningin er 83 ára og móðir Vilhjálms Alexanders núverandi konungs.
Þrír skíðamenn fórust í austurrísku Ölpunum
Þrír skíðamenn fórust og tveir slösuðust þegar þeir urðu undir snjóflóði í fjallinu Lackenspitze í austurrísku Ölpunum í dag. Slysið varð skömmu fyrir klukkan tvö í dag að staðartíma en átta lentu í flóðinu.
04.12.2021 - 22:46
Kanslaraskipti fram undan í Austurríki
Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, var í dag valinn formaður Þjóðarflokksins, stjórnarflokks landsins. Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari, tilkynnti í gær að hann væri hættur þátttöku í stjórnmálum og sagði þar með af sér formennsku í flokknum.
03.12.2021 - 13:46
Sebastian Kurz er hættur í pólitík
Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, er hættur í stjórnmálum. Hann lét af embætti fyrir nokkrum vikum vegna ásakana um spillingu. Hann sagðist þá ætla að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt, enda hefði hann ekkert gert af sér.
02.12.2021 - 17:36
Tugir þúsunda mótmæltu sóttvarnaaðgerðum í Austurríki
Um 40.000 manns mótmæltu ströngum og víðtækum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda í Austurríki í gær. Mótmælin voru að mestu bundin við þrjár borgir; Graz, Klagenfurt og St. Pölten. Fjölmennust voru þau í Graz, þar sem allt að 30.000 manns tóku þátt í tvennum mótmælum sem runnu saman að lokum.
Útgöngubann skollið á í Austurríki
Ströngustu sóttvarnareglur sem gripið hefur verið til í vestanverðri Evrópu síðustu mánuði gengu í gildi í Austurríki í dag. Andstæðingar þeirra segja engu líkara en að þeir búi í einræðisríki.
WHO afar uggandi yfir stöðu faraldursins í Evrópu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsir miklum áhyggjum af stöðu kórónuveirufaraldursins í Evrópu en ný bylgja smita gengur nú af fullum þunga yfir álfuna. Umdæmisstjóri stofnunarinnar hvetur til aukinnar bólusetningar.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir mótmæltu hertum takmörkunum í Vínarborg
Þúsundir mótmæltu hertum covid-takmörkunum í Austurríki og Hollandi í dag. Til óeirða kom í Rotterdam í nótt. Lögregla skaut viðvörunarskotum og særði tvo.
20.11.2021 - 18:58
Hugðust myrða lögreglumenn með hrottalegum hætti
Tveir sextán ára austurrískir drengir og tvítugur samlandi þeirra viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa ætla að valda lögreglumönnum alvarlegum skaða meðan á mótmælum gegn samkomutakmörkunum stóð.
Fegin að skólar verði opnir en takmarkanir vonbrigði
Austurríkismönnum er fyrirskipað að halda sig að mestu heima frá og með næsta mánudegi, því ekkert lát er á útbreiðslu faraldursins. Herdís Ósk Helgadóttir, sem býr í Vínarborg ásamt eiginmanni og tveimur sonum, gleðst yfir því að skólar verði opnir en segir að tíðindi af hertum aðgerðum hafi verið vonbrigði. 
20.11.2021 - 06:56
Útgöngubann fyrir alla í Austurríki
Austurrísk stjórnvöld ætla að setja á útgöngubann fyrir alla landsmenn vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Þetta fullyrða fjölmiðlar þar í landi og segjast búast við tilkynningu síðar í dag.
19.11.2021 - 09:50
COVID-19 í Evrópu
Hertar aðgerðir og þúsundir hermanna kallaðar út
Fjórða bylgja heimsfaraldurs kórónaveirunnar er enn í vexti á meginlandi Evrópu, þar sem smit hafa aldrei verið fleiri en nú. Í Þýskalandi búa þúsundir hermanna sig undir að rétta heilbrigðisþjónustunni hjálparhönd við bólusetningar þegar líður að jólum.