Færslur: Austurríki

Krefjast skaðabóta vegna veirusmita í Ischgl
Fyrstu réttarhöldin hófust í Vínarborg í dag vegna þess hve austurrísk yfirvöld brugðust seint við útbreiðslu kórónuveirunnar í Ischgl og fleiri skíðabæjum í Týról, þrátt fyrir viðvaranir, þar á meðal frá Íslandi. Búist er við þúsundum skaðabótakrafna vegna ófullnægjandi viðbragða.
17.09.2021 - 12:25
Réttarhöld hefjast á morgun vegna smitanna í Ischgl
Réttarhöld hefjast í Vínarborg í Austurríki á morgun vegna viðbragða þarlendra stjórnvalda við kórónuveirusmitum á skíðasvæðinu Ischgl í mars á síðasta ári. Þúsundir manna frá 45 löndum segjast hafa smitast af COVID-19 þar og þannig dreift veirunni víða um heim.
17.09.2021 - 03:20
Faldi lík móður sinnar til að fá bætur hennar áfram
Lögregla í Austurríki greindi frá því í gær að um ársgamalt lík nærri níræðrar konu hafi fundist á heimili hennar og sonar hennar síðustu helgi. 66 ára sonurinn smurði lík móður sinnar og hélt andláti hennar leyndu svo hann gæti haldið áfram að þiggja lífeyrisgreiðslur hennar.
10.09.2021 - 06:05
Heimsminjum á skrá fjölgar um 34
Um það bil sexhundruð kílómetra langur kafli meðfram Dóná var settur á heimsminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Alls fjölgaði um 34 minjar á skránni þetta árið.
31.07.2021 - 23:56
Bandarískir sendiráðsstarfsmenn verða veikir í Vín
Bandaríkjastjórn rannsakar nú ástæður heilsukvilla yfir tuttugu starfsmanna sendiráðs Bandaríkjanna í Vínarborg. Einkennin sem starfsfólkið lýsir svipa til þeirra sem starfsmenn í Havana á Kúbu fundu fyrir árin 2016 og 2017.
18.07.2021 - 06:20
Sjónvarpsfrétt
Fór á salernið og fann snarpa stungu á versta stað
Maður einn í borginni Graz í Austuríki varð fyrir óhugnanlegri lífsreynslu þegar hann settist grunlaus á klósettið heima hjá sér. Hann fann fyrir snarpri stungu á versta stað og uppgötvaði þá óboðinn gest ofan í klósettskálinni.
07.07.2021 - 10:56
Börn í Austurríki bólusett við COVID-19
Byrjað var að bólusetja börn, allt niður í tólf ára gömul, í Austurríki á föstudag með bóluefninu frá Pfizer. Börn fjórtán ára og eldri geta komið sjálf en þau sem eru yngri þurfa að koma í fylgd með forráðamönnum sínum. Foreldrar, sem ekki hafa fengið bólusetningu, geta nýtt ferðina með börnum sínum í slíkt. Þegar er byrjað að bólusetja börn í nokkrum öðrum ríkjum, þar á meðal í Kanada, Bandaríkjunum og í Frakklandi.
27.06.2021 - 19:19
Rangur fótur tekinn af öldruðum manni
Mannleg mistök urðu til þess að rangur fótur var tekinn af öldruðum sjúklingi á sjúkrahúsi í Freistadt í Austurríki í vikunni. Sjúklingurinn, sem er á níræðisaldri, þjáist af ýmsum krankleikum samkvæmt yfirlýsingu sjúkrahússins.
21.05.2021 - 07:02
Jákvæðar horfur í viðræðum í Vín
Bandaríkjastjórn hefur fært stjórnvöldum í Íran lista yfir þær viðskiptaþvinganir sem ríkið er tilbúið að aflétta við endurkomuna inn í kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran. AFP fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum manni í Bandaríkjastjórn. 
22.04.2021 - 02:08
Heilbrigðisráðherra Austurríkis örmagna og segir af sér
Heilbrigðisráðherra Austurríkis sagði af sér embætti í gær og sagðist ekki treysta sér lengur til að fara með málaflokkinn af þeim krafti og yfirsýn sem ástandið kallaði á. Einhver annar yrði að taka við, því sjálfur væri hann nær örmagna.
14.04.2021 - 06:27
Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum í Vínarborg
Þúsundir hópuðust saman í Vínarborg á laugardag til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19. Nokkur úr hópi mótmælenda voru handtekin fyrir brot á sóttvarnareglum og lögum um almannafrið, að sögn lögreglu. Stór hluti mótmælenda virti hvorki fjarlægðarmörk né tilmæli um grímunotkun, auk þess sem mun fleiri voru saman komin en sóttvarnareglur leyfa. Frelsisflokkurinn, flokkur yst á hægri væng stjórnmálanna, boðaði til mótmælanna í dag, eins og hann hefur gert nokkrum sinnum áður.
07.03.2021 - 02:15
Vinna saman í baráttu við veiruna
Leiðtogar Danmerkur, Austurríkis og Ísraels sammæltust í dag um að stofna sjóð til að efla þróun og framleiðslu bóluefnis gegn COVID-19. Þau hittust í dag á fundi í Jerúsalem. Mette Frederiksen vísar á bug að með fundinum hafi hún átt þátt í að styrkja stöðu Benjamíns Netanyahus fyrir komandi þingkosningar.
04.03.2021 - 17:53
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sturgeon í kröppum dansi
Íhaldsflokkurinn í Skotlandi hefur lagt fram vantrauststillögu á Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, SNP, vegna meintra ósanninda hennar um meðferð kærumála kvenna á Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Sturgeon bar vitni fyrir þingnefnd í allan gærdag. Fréttaskýrendur telja hana hafa staðið af sér atlögu Íhaldsmanna sem þó segja spurningum ósvarað og ætla að halda vantrauststillögunni til streitu.
Íranskur diplómati í 20 ára fangelsi fyrir samsæri
Belgískur dómstóll dæmdi í gær íranskan diplómata í 20 ára fangelsi fyrir aðild að samsæri um hryðjuverk sem fremja átti í Frakklandi 2018. Ætlað skotmark hryðjuverkamannanna var hópur útlægra Írana, sem kom saman til fundarhalda nærri París.
05.02.2021 - 03:46
Ferðamenn fara á svig við austurrísk sóttvarnarlög
Nærri hundrað erlendir ferðamenn brutu sóttvarnarreglur í austurríska skíðabænum St. Anton í síðustu viku. Guardian hefur eftir bæjarstjóranum að tugir ungra ferðamanna víða að úr Evrópu fari á svig við útgöngubann, þar sem skíðalyftur eru opnar en hótel taka ekki á móti ferðmönnum.
31.01.2021 - 07:35
3.300 manna ráðstefnu aflýst vegna aftöku blaðamanns
Stórri viðskiptaráðstefnu evrópskra og íranskra fyrirtækja og stofnana sem hefjast átti í dag og standa fram á miðvikudag var frestað í gær, innan við sólarhring áður en hún átti að hefjast. Ástæðan er aftaka íranskra yfirvalda á blaða- og baráttumanninum Ruhollah Zam á laugardag, þótt skipuleggjendur hafi ekki tilgreint hana er þeir blésu ráðstefnuna af.
14.12.2020 - 05:35
Slæðubann í skólum ólögmætt
Stjórnarskrárréttur í Austurríki kvað upp þann úrskurð í dag að lög um bann við slæðum í grunnskólum, sem samþykkt voru í fyrra, væru í ekki samræmi við stjórnarskrá landsins auk þess sem þau fælu í sér mismunun. Í tilkynningu frá dómstólnum segir að lögin brjóti í bága við ákvæði um trúfrelsi, enda hafi þeim verið beint sérstaklega að múslimum.
11.12.2020 - 17:31
Öllu skellt í lás í Austurríki til að hemja COVID-19
Sprenging hefur orðið í nýgengi kórónaveirusmita í Austurríki síðustu daga og vikur þar sem um 7.000 smit hafa greinst á degi hverjum að undanförnu og stjórnvöld boða nú útgöngubann allan sólarhringinn og umfangsmiklar takmarkanir á öllum sviðum þjóðlífsins.
14.11.2020 - 23:14
Refsingar við hryðjuverkum hertar í Austurríki
Stjórnvöld í Austurríki kynntu í dag hertar refsingar við hryðjuverkum. Heimilt verður að halda dæmdum hryðjuverkamönnum í fangelsi í ótilgreindan tíma. Sebastian Kurz kanslari sagði þegar hann kynnti ákvarðanir stjórnarinnar að hið sama ætti að gilda um þá og geðveika afbrotamenn.
12.11.2020 - 15:07
Átta hinna handteknu með dóma á bakinu
Átta þeirra sem voru handteknir vegna gruns um aðild að hryðjuverkaárásinni í Vín á mánudagskvöld höfðu áður hlotið dóm. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, greindi frá þessu í gær. Fjórir þeirra hlutu dóm tengda hryðjuverkum, tveir fyrir ofbeldisglæpi og tveir fyrir tilraun til morðs, sem stundum er kallað heiðursmorð.
06.11.2020 - 06:26
Ódæðismaðurinn einn að verki
Maður sem skaut fjóra til bana í hryðjuverkaárás í Vínarborg á mánudag var einn að verki. Þetta segir Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, og segir myndir úr farsímum staðfesta þetta, en að sögn yfirvalda fékk lögregla um 20.000 myndskeið frá almenningi af árásinni. 
05.11.2020 - 08:01
Auðskilið mál
Hryðjuverk framið í Austurríki
Fjórir eru látnir eftir hryðjuverk í Vín í Austurríki í gær. 14 særðust í árásinni, 6 af þeim eru alvarlega særðir. Árásarmaðurinn var skotinn til bana.
03.11.2020 - 17:37
Engin merki um vitorðsmenn í hryðjuverkaárás
Austurríska lögreglan hefur handtekið fjórtán manns og farið í húsleit á átján stöðum vegna rannsóknar á hryðjuverkinu í Vínarborg í gærkvöld. Karl Nehammer innanríkisráðherra sagði á fundi með fréttamönnum síðdegis að engar vísbendingar hefðu fundist um að fleiri en einn hafi verið að verki þegar ungur maður skaut fjóra til bana í miðborginni og særði fjórtán til viðbótar, suma alvarlega.
03.11.2020 - 16:12
Guðni sendi samúðarkveðjur til Austurríkis og Tyrklands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju íslensku þjóðarinnar til forseta Tyrklands og Austurríkis vegna atburða þar síðustu daga.
03.11.2020 - 15:24
Umfangsmikil leit í Austurríki
Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Vínarborg af hugsanlegum vitorðsmönnum að hryjuverkaárásinni þar í gærkvöld. Fjórir eru látnir auk árásarmanns sem skotinn var til bana. Fjórtán eru sárir, sex þeirra alvarlega.
03.11.2020 - 12:13