Færslur: Austurlandi

Þakplötur fuku og bátur losnaði í bálhvössu veðri
Bálhvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í nótt og lögreglu hafa borist tilkynningar um að fellihýsi, trampólín, auglýsingaskilti, girðingar, þakplötur og fleira hefðu fokið af stað.
Slys í sunnanverðum Stöðvarfirði
Tilkynnt var um slys í Súlum í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í dag. Lögreglan á Austurlandi, björgunarsveitir og sjúkralið voru kölluð út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Smit hjá starfsmanni hjúkrunarheimilisins Dyngju
Einn starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hefur greinst með kórónuveiruna. Allir heimilismenn og nær allir starfsmenn voru skimaðir í dag. Þetta staðfestir Arney Eir Einarsdóttir, deildarstjóri Dyngju, við fréttastofu.
06.08.2021 - 20:32
Hlýjasti júlí á Norður- og Austurlandi frá upphafi
Nýliðinn júlímánuður var sá hlýjasti um nær allt norðan- og austanvert landið frá upphafi mælinga. Meðalhiti fór yfir 14 stig á nokkrum veðurstöðvum en ekki er vitað um annað eins meðalhitastig hérlendis.
02.08.2021 - 10:59
Banaslys í Fljótsdal á Austurlandi
Banaslys varð í Fljótsdal á Austurlandi í dag. Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning um konu sem hafði slasast í fjallgöngu í suðurdal Fljótsdals um klukkan 14. Hún lést af völdum áverkanna sem hún varð fyrir.
21.07.2021 - 19:13
Hlýjustu júlídagar aldarinnar á Norður- og Austurlandi
Júlí er sá hlýjasti á öldinni um landið norðan- og austanvert ef litið er til fyrstu tuttugu daga mánaðarins. Hvað veðurfar Reykjavíkur varðar er júlí þessa árs í fjórtánda sæti á lista hlýrra júlímánaða aldarinnar.
21.07.2021 - 14:28
„Tekur á að búa undir þessu en maður vinnur þetta“
Nú er unnið hörðum höndum að hreinsun aurs af Austurvegi á Seyðisfirði þar sem aurskriða féll síðdegis á þriðjudag. Þá vinnur slökkviliðið að því að dæla vatni úr kerfi bæjarins út í sjó. Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir íbúa þreytta.
17.12.2020 - 14:35
Kjörsókn fer rólega af stað á Austurlandi
Fyrstu kjörstaðir á Austurlandi voru opnaðir klukkan níu í morgun og kjörsókn fer rólega af stað. Bjarni Bjögvinsson, formaður yfirkjörstjórnar, segir kjörsókn á fyrri hluta dagsins heldur minni en verið hefur í undangengnum kosningum. Um það bil 3.500 manns eru á kjörskrá.