Færslur: austurland

Hættustigi ekki aflýst á Seyðisfirði í bili
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra ætlar ekki að aflétta hættustigi á Seyðisfirði á meðan hreinsunarstarf stendur yfir eftir stóru skriðuna sem féll þar 18. desember. Enn ríkir óvissa um íbúabyggð á tilteknum svæðum í bænum í framtíðinni, en búið er að kalla eftir að hættumati þar verði flýtt. Á meðan kalt er í veðri og ekki rigning telur Veðurstofan þó ekki sé yfirvofandi hætta á skriðum.
Rýming fyrirskipuð á Seyðisfirði í varúðarskyni
Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að rýma nokkur svæði á Seyðisfirði í öryggisskyni vegna úrkomuspár. Búist er við talsverðri úrkomu sem skellur á skömmu eftir sjö í kvöld.
Freista þess að kafa niður að Munin í fyrramálið
Freista á þess að kafa niður að fóðurprammanum Munin í fyrramálið og loka loftunargötum á olíutönkum prammans, en hann sökk í Reyðarfirði í vonskuveðri síðastliðna nótt. Muninn var hlaðinn um 300 tonnum af laxafóðri, en það er í þéttum sílóum sem sjór kemst ekki að, segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar fiskeldis, sem á prammann. 
10.01.2021 - 22:10
Reyna að koma prammanum á flot
Mikið annríki var hjá Björgunarsveitum á Austurlandi í gær vegna vonskuveðurs sem gekk yfir landshlutann. Hluta Neskaupstaðar var lokað vegna hættu sem stafaði af fljúgandi þakplötum og tveir björgunarmenn hlutu minniháttar meiðsl við störf sín.
10.01.2021 - 12:48
Myndskeið
„Tekur á hjartað“ að missa ævistarfið í skriðunni
Það er grátlegt að horfa á eftir ævistarfinu segir kona sem hefur byggt upp fornfrægt hús á Seyðisfirði síðustu tuttugu ár. „Þetta tekur mjög á hjartað. Eins og að sjá ævisöguna klárast,“ segir Cordula Agnes Marianne Schrand, eigandi Breiðabliks.
Kerti í stað flugelda á Seyðisfirði
Til að kveðja árið 2020 og fagna 2021 röðuðu Seyðfirðingar kertum á vegghleðslu umhverfis Lónið við ósa Fjarðarár, handan regnbogagötunnar í miðjum bænum.
01.01.2021 - 01:47
Myndskeið
Auglýstu eftir starfsfólki vegna hamfaranna
Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur þurft að auglýsa eftir fólki til þess að vinna um jól og áramót, vegna hamfaranna á Seyðisfirði. Fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína. Allt er nú með kyrrum kjörum á Seyðisfirði.
24.12.2020 - 13:24
Vonar að flestir komist aftur heim fyrir jól
Vonast er til að flestir íbúar á rýmingarsvæðunum á Seyðisfirði fái að fara heim fyrir jól, sumir jafnvel í dag. Enn er verið að meta aðstæður en yfirlögregluþjónn segir að ástandið hafi skánað mikið eftir að regninu slotaði. 
21.12.2020 - 13:08
Tækjahús Mílu á Seyðisfirði keyrt á vararafmagni
Ekki hefur orðið tjón á fjarskiptastöðvum Mílu á Seyðisfirði enn sem komið er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu núna rétt fyrir miðnætti en aurskriður hafa valdið töluverðu tjóni á mannvirkjum og innviðum í bænum.
18.12.2020 - 23:26
Aurskriða hrífur hús með sér á Seyðisfirði
Aurskriða sem féll úr Nautaklauf á Seyðisfirði hreif húsið Breiðablik við Austurveg af grunni sínum og bar það út á götu um klukkan þrjú í nótt.
18.12.2020 - 03:46
Myndskeið
Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði vegna skriðufalla
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Um 120 manns yfirgáfu heimili sín í dag og enn er talin hætta á skriðuföllum. Gripið var til þessara aðgerða til þess að draga úr líkum á slysum á fólki, en enn má búast við eignatjóni.
Leituðu að manni sem var ekki týndur
Um það bil fimmtíu björgunarsveitarmenn voru kallaðir til á níunda tímanum í kvöld til að leita að manni á Breiðdalsvík sem reyndist svo ekki týndur. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Lögreglunni á Austurlandi í samtali við fréttastofu. Hann segir að leitin hafi byggst á misskilningi. „Í nútímasamfélagi eru gerðar kröfur um að fólk sé alltaf með símann á sér og þá kvikna áhyggjur ef fólk er sambandslaust,“ segir hann. 
17.11.2020 - 23:01
Sjálfstæðismenn og Framsókn undirrita meirihlutasamning
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa undirritað meirihlutasamning í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Samningurinn var undirritaður á rafrænum fundi í dag.
Niðurstöður liggja fyrir í Múlaþingi
Niðurstöður kosninga til sveitarstjórnar og heimastjórna í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi lágu fyrir skömmu eftir miðnætti.
Sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi í dag
Sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar fara fram í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Fimm flokkar keppast um sæti; B-listi Framsóknarflokksins, D-listi Sjálfstæðisflokksins, L-listi Austurlistans, M-listi Miðflokksins og V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Gul veðurviðvörun í nótt
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á Austfjörðum, Austurlandi og Suðausturlandi í nótt. Á Austurlandi að Glettingi tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir í sólarhring. Þar er spað vestan- og norðvestan 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum við fjöll sem verða allt að 30 metrar á sekúndu.
06.09.2020 - 15:59
Tveir smitaðir um borð í Norrænu
Tveir farþega Norrænu eru smitaðir af COVID-19 kórónuveirunni, en skipið kemur á morgun í sína fyrstu ferð til Seyðisfjarðar eftir að vetraráætlunin tók gildi.
24.08.2020 - 19:30
Nokkrir farþegar fóru í búð en ekki beint í sóttkví
Nokkrir farþegar sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun fóru beina leið í kjörbúð, þrátt fyrir að slíkt sé ekki leyfilegt enda ber öllum sem koma til landsins að fara í sýnatöku, í sóttkví í fimm til sex daga og aftur í sýnatöku. Lögreglan á Austurlandi hafði afskipti af þessum örfáu farþegum Norrænu sem ekki virtust hafa áttað sig á fyllilega á hertum reglum sem tóku gildi í gær.
20.08.2020 - 15:12
Leit hætt í dag
Leit að skipverjanum sem saknað hefur verið frá því á mánudag hefur ekki borið árangur. Félagar úr Björgunarsveitinni Vopna og slysavarnafélaginu Sjöfn leituðu í dag frá Tangasporði að Sandvík og þar í sandfjörunum. Leit á sjó hefur verið frestað vegna sjógangs en leitarskilyrði verða endurskoðuð þegar líður á kvöldið. Frekari leit á landi verður ekki haldið áfram í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
21.05.2020 - 18:53
Fimm metra snjógöng í Mjóafjörð
Vegurinn inn í Mjóafjörð hefur verið opnaður. Fjóra daga tók að berjast í gegnum þykkt snjóstálið, sem var sums staðar fimm metrar á hæð og hafði safnast upp í vetur. Vegurinn hefur verið meira og minna lokaður síðan í október.
21.05.2020 - 16:10
Hlé gert á leit vegna veðurs
Leit stendur enn yfir að skipverja sem talið er að hafi farið í sjóinn af netabáti á Vopnafirði í fyrradag. Aðstæður til leitar voru góðar í morgun en versnuðu lítillega um hádegisbil vegna vinds. Hlé var gert á leit á sjó um tvöleytið en fjörur eru enn gengnar. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að fljótlega verði tekin ákvörðun um framhald leitar í dag en það ræðst af veðri.
20.05.2020 - 15:56
Myndskeið
Leitin í dag bar ekki árangur
Umfangsmikil leit að skipverja sem talið er að hafi farið í sjóinn í Vopnafirði í gær hefur engan árangur borið. Hátt í 200 manns tóku þátt í aðgerðum í dag. Snemma í morgun streymdu björgunarsveitarmenn af Austur- og Norðausturlandi til Vopnafjarðar. Aðstæður til leitar voru góðar og bjart veður. Leitarmenn voru um 140 og þeim skipt í 45 leitarhópa sem dreifðu sér um strandlengjuna.
19.05.2020 - 20:24
140 björgunarsveitarmenn leita skipverjans
Hundrað og fjörutíu björgunarsveitarmenn af öllu Austurlandi leita nú að skipverja af netabáti sem kom til hafnar á Vopnafirði í gær. Leitarmenn telja sig vita hvar talið er að maðurinn hafi farið í sjóinn og miðast leitarsvæðið við allan Vopnafjörð.
19.05.2020 - 12:45
Landinn
Gastúrinn er ekki fyrir hvaða bíl sem er
„Við förum yfirleitt þegar ísar eru farnir af ánni því ís er mjög ótraustur á þessari á og íslenskur fjallajeppi þolir yfirleitt mjög illa að detta í gegnum vök. Það brotna þá yfirleitt brettakantar og þessháttar. Það er heldur ekki fyrir alla bíla að fara þetta og fyrir nýtísku dýru bílana þá eru ekki allir sem tíma að fara með þá í svona ófærur,“ segir Jón Bragason, olíubílstjóri og fjallamaður, á Höfn í Hornafirði.
26.04.2020 - 09:30
 · mannlíf · austurland · Ferðalög · Innlent
Næstum allir hafa náð fullum bata á Austurlandi
Ekkert kórónuveirusmit hefur greinst á Austurlandi í eina viku. Alls hafa átta manns greinst smitaðir í fjórðungnum síðan faraldurinn skall á, en Austurland er sá landsfjórðungur þar sem fæst smit hafa verið greind. Af þeim átta sem hafa greinst eru tveir enn í einangrun, en hinir sex hafa náð fullum bata.