Færslur: Austur-Kongó

Annað gos í Austur-Kongó
Eldgos er hafið í öðru fjalli nærri borginni Goma í Austur-Kongó. Vika er síðan gos hófst í fjallinu Nyiragongo sem er í útjaðri borgarinnar, hundruð þúsunda hafa flúið þaðan og á fjórða tug látist. Þúsundir heimila hafa eyðilagst, tvær langar og breiðar sprungur hafa myndast í borginni og hraun flæðir yfir götur.
29.05.2021 - 13:23
Hundruð þúsunda leggja á flótta frá Goma
Hátt í fjögur hundruð þúsund íbúar borgarinnar Goma í Austur-Kongó hafa flúið eftir að varað var við eldgosi í Nyiragongo, einu virkasta og hættulegasta eldfjalli Afríku. Tugþúsundir eru heimilislausar eftir að fjallið gaus um síðustu helgi.
28.05.2021 - 16:07
Myndskeið
Ástand versnar vegna eldgoss í Kongó
Tvær langar og breiðar sprungur hafa myndast í borginni Goma í Austur-Kongó og  hraun úr eldfjallinu Nyiragongo hefur náð útjaðri borgarinnar. Ringulreið ríkir meðal íbúanna, sem segja yfirvöld ekki gefa neinar upplýsingar eða fyrirmæli. Á fjórða tug íbúa eru látnir og þúsundir hafa misst heimili sín.
25.05.2021 - 17:02
16 myrtir í Virunga-þjóðgarðinum
Vígamenn urðu 16 að bana í Virunga þjóðgarðinum í Austur-Kongó í gær. 12 þjóðgarðsverðir voru meðal hinna látnu að sögn yfirvalda. Um sextíu vígamenn úr uppreisnarhreyfingu Hútúa í Rúanda sátu fyrir bílalest almennra borgara, sem var gætt af 15 þjóðgarðsvörðum. Nokkrir særðust alvarlega í árásinni að sögn Guardian.
25.04.2020 - 01:46
Á þriðja tug fórst í flugslysi í Austur-Kongó
Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust þegar farþegavél hrapaði í íbúðahverfi í borginni Goma í Austur-Kongó í morgun þar á meðal 16 farþegar og 2 í áhöfn vélarinnar.  Óttast er að fleiri hafi farist á jörðu niðri. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvelli borgarinnar. Flugöryggi er talið verulega ábótavant í landinu og flugslys þar tiltölulega tíð.
24.11.2019 - 13:37
Vígamenn myrtu 15 óbreytta borgara í Kongó
Vígasveitir uppreisnarmanna í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó myrtu minnst 15 óbreytta borgara á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags og hafa nú myrt hátt í 40 manns síðan stjórnarherinn hóf sókn gegn þeim um síðustu mánaðamót. Vígasveitirnar tilheyra samtökum uppreisnarmanna sem kalla sig Sameinuðu lýðræðisfylkinguna, SLF, og halda einkum til í frumskógunum nærri landamærum Úganda.
Sakaður um spillingu í ebólufaraldrinum
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Austur-Kongó hefur verið handtekinn og sætir nú rannsókn vegna gruns um spillingu. Hann er talin hafa misnotað aðstöðu sína varðandi fjármagn sem barst til landsins vegna ebólufaraldursins sem þar geysar.
15.09.2019 - 09:28
Meira en 2.000 látist úr ebólu í Austur-Kongó
Meira en 2.000 hafa látist úr ebólu í Austur-Kongó síðan sjúkdómurinn greindist aftur í landinu í byrjun ágúst í fyrra. Heilbrigðisyfirvöld greindu frá þessu í dag og sögðu að um 3.000 hefðu veikst.
30.08.2019 - 16:56
Fleiri eldar í Angóla en Brasilíu
Skógareldar hafa logað á fleiri stöðum í Angóla og Austur-Kongó en í Brasilíu undanfarna tvo til þrjá sólarhringa.
27.08.2019 - 12:03
Landamærum lokað vegna ebólu
Yfirvöld í Rúanda hafa lokað landamærunum við Austur-Kongó eftir að þriðja tilfellið af ebólu greindist í borginni Goma handan landamæranna.
01.08.2019 - 10:16
Myndskeið
Tólf ný ebólusmit í Kongó á hverjum degi
Yfir 1600 hafa látist í ebólufaraldri í Kongó og 12 ný tilfelli greinast á hverjum degi. Smit hefur greinst í nágrannaríkinu Úganda og Magna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur þar, segir tilfellum fjölga jafnt og þétt.
15.07.2019 - 20:10
Fyrsta ebólutilfellið greinist í milljónaborg
Fyrsta staðfesta ebólusmitið greindist í milljónaborginni Goma í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á sunnudag. Skæðasti ebólufaraldur sem upp hefur komið í Kongó hefur nú geisað í tæpt ár og lagt yfir 1.600 manns í valinn í landinu austanverðu. Hingað til hefur tekist að halda veirusýkingunni frá stærstu þéttbýlisstöðum á svæðinu, þar sem smitleiðir eru greiðar og mannfjöldinn svo mikill að ómögulegt getur reynst að hefta útbreiðslu hennar.
„Tortímandinn“ sakfelldur í Haag
Stríðsherrann Bosco Ntaganda var í dag sakfelldur fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Austur-Kongó á árunum 2002-2003. Refsing hans verður ákveðin á næstunni. Hann kann að þurfa að dúsa bak við lás og slá það sem eftir er ævinnar.
08.07.2019 - 12:37
Tvö látin úr ebólu í Úganda
Kona sem greinst hafði með ebólu í Úganda er látin. Tveir eru því látnir úr sjúkdómnum, sem talinn er hafa borist til landsins frá Austur-Kongó, en fimm ára drengur lést úr ebólu í Úganda í gær. Konan sem lést var amma hans. 
13.06.2019 - 08:03
Neyðarfundur vegna útbreiðslu ebólu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til neyðarfundar vegna útbreiðslu ebólu. Staðfest er að sjúkdómurinn hefur borist yfir landamæri Austur-Kongó til Úganda.
12.06.2019 - 16:10
Tugir látnir í ferjuslysi í Austur-Kongó
Minnst 30 eru látnir og tuga er enn saknað eftir að farþegaferja sökk á Mai-Ndombe fljóti í Austur-Kongó á laugardagskvöld. AFP fréttastofan hefur eftir Simon Mbo Wemba, bæjarstjóra Inongo, nærri vatninu, að yfir 350 hafi verið um borð þegar ferjan sökk, og 183 hafi verið komið til bjargar.
27.05.2019 - 04:34
Óttast ebólufaraldur í Austur-Kongó
Heilbrigðisyfirvöld í Austur-Kongó hafa miklar áhyggjur af því að ebólafaraldur brjótist út í landinu ef átökum lynnir ekki. Vopnaðar sveitir hafa undanfarið herjað á heilbrigðisstofnanir og -starfsmenn í landinu og valda þannig verulegu tjóni.
23.05.2019 - 06:45
Yfir 1.000 hafa dáið í ebólufaraldri í Kongó
Yfir 1.000 manns hafa nú dáið af völdum ebólusýkingar í faraldri sem hefur geisað í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó síðan í ágúst í fyrra. Heilbrigðisyfirvöld í Kinshasa tilkynntu þetta í gær. Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins segir að borist hafi fregnir af 14 dauðsföllum af völdum ebólu á síðustu dögum og þar með sé staðfestur fjöldi látinna orðinn 1.008. Yfir 1.450 smit hafa verið staðfest, þar af 126 í síðustu viku.
Yfir 100 enn saknað eftir ferjuslys
Yfir eitt hundrað manns er enn saknað eftir að ferju hvolfdi á Kivu-vatni í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á mánudag. Hátt á annað hundrað manns voru um borð í ferjunni þegar henni hvolfdi. 35 var bjargað lifandi úr vatninu og 13 lík hafa fundist, en 114 manns sem staðfest er að voru um borð hafa enn ekki fundist.
Talið að yfir 150 hafi drukknað í ferjuslysi
Óttast er að yfir 150 manns hafi farist þegar ferju hvolfdi á Kivu-vatni í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á mánudag. dpa-fréttastofan þýska greinir frá þessu. Felix-Antoine Tshisekedi, forseti landsins, sagðist á Twitter vera harmi sleginn vegna fréttanna af ferjuslysinu, en samkvæmt bráðabirgðatölum væri ríflega 150 manns saknað.
Yfir 750 látin úr ebólu í Austur-Kongó
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að yfir 750 manns hafi látist í nýjasta ebólufaraldrinum í Austur-Kongó og hátt í tólf hundruð veikst. Starfsfólki hjálparstofnana gengur illa að hefta útbreiðslu veikinnar.
12.04.2019 - 17:47
Læknar án landamæra draga úr aðstoð í A-Kongó
Læknar án landamæra ætla að draga verulega úr starfsemi sinni í Austur-Kongó eftir að vopnaðir menn námu tvo starfsmenn samtakanna á brott fyrr í þessum mánuði. Einungis verða eftir starfsmenn til að sinna neyðartilvikum, hefur AFP fréttastofan eftir talskonu samtakanna í Kongó, Francine Kongolo.
18.02.2019 - 01:49
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Yfir 500 hafa dáið úr ebólu síðan í ágúst
Yfir 500 hafa nú látist í ebólufaraldrinum sem geisað hefur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó að undanförnu. Heilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu í gær. Í tilkynningu frá ráðuneyti hans segir að 502 dauðsföll af völdum ebóluveirunnar hafi verið staðfest síðan faraldurinn braust út í austurhluta landsins í ágúst í fyrra, en tekist hefði að lækna 271, sem smitast hefði af veirunni á sama tíma.
Fundu yfir 50 fjöldagrafir
Rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og yfirvalda í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó fann nýverið rúmlega 50 fjöldagrafir í vesturhluta landsins. Róstusamt hefur verið á þessum slóðum um hríð og fréttir borist af blóðugum og mannskæðum átökum þjóðarbrota.
Efast um að Tshisekedi hafi sigrað
Evrópusambandið dregur í efa að Felix Tshisekedi hafi sigrað í forsetakosningunum í Austur-Kongó á dögununum. Hið sama gerir kaþólska kirkjan í landinu og Afríkusambandið. Sendinefnd frá því er væntanleg til landsins til að fara yfir framkvæmd kosninganna.
20.01.2019 - 16:12