Færslur: Austur Ghouta

Særðir og sjúkir fluttir frá Austur-Ghouta
Rauði hálfmáninn undirbýr að flytja á sjúkrahús særða og sjúka frá Austur-Ghouta sem er í herkví Sýrlandshers nærri Damaskus höfuðborg Sýrlands.Um 1.000 manns þurfa á brýnni læknisaðstoð að halda. Ekkert lát er á hernaði Tyrkja gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrin í norð-vestur Sýrlandi.
13.03.2018 - 11:32
Assad segir að hernaður í A-Ghouta haldi áfram
Assad forseti Sýrlands segir að sýrlenski herinn verði að halda áfram sókn sinni gegn skæruliðum í Austur Ghouta þrátt fyrir þrýsting um að binda enda á átökin. Hernaðaraðgerðum gegn hryðjuverkum verði haldið til streitu á sama tíma og óbreyttum borgurum verði gert kleift að komast í burtu.
04.03.2018 - 20:39
Sækja fram í Austur Ghouta
Hersveitir sýrlenskra stjórnvalda hafa hertekið um fjórðung Austur Ghouta héraðsins nálægt Damaskus, segir Sýrlenska mannréttindavaktin sem fylgist með átökunum í Sýrlandi. Hersveitirnar sækja nú að bænum Douma í norðurhluta héraðsins og þaðan hafa íbúar flúið til annarra hluta Austur Ghouta. Bílalest með hjálpargögn á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem átti að hleypa til Austur Ghouta í dag, hefur ekki fengið leyfi til að fara þar um.
04.03.2018 - 16:25
Neyðarhjálp kemst ekki til Ghouta
Sýrlenski stjórnarherinn herðir nú sókn gegn uppreisnarmönnum í austurhluta Ghouta og hafa íbúar reynt að flýja þaðan. Ástandið í Ghouta er talið versna enn og hefur því þó þegar verið líkt við helvíti á jörðu. Stjórnvöld hafa náð valdi á tíunda hluta þess svæðis sem stjórnarandstæðingar ráða austan við Damaskus. Bílalest með hjálpargögn á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem átti að hleypa til Ghouta í dag, hefur ekki fengið leyfi til að fara þar um.
04.03.2018 - 13:42
Yfir 630 óbreyttir borgarar hafa látið lífið
Að minnsta kosti 630 óbreyttir borgarar hafa að sögn mannréttindasamtaka látið lífið í loftárásum í austurhluta Ghouta í Sýrlandi á rétt tæpum tveimur vikum. Sókn stjórnarhersins og bandamanna þeirra hefur harðnað enn síðustu tvo sólarhringa.
03.03.2018 - 12:19