Færslur: Auschwitz

Síðasti eftirlifandi Auschwitz-bjargvætturinn látinn
David Dushman, síðasti eftirlifandi hermaðurinn sem tók þátt í frelsun útrýmingarbúða nasista í Auschwitz, lést á dvalarheimili í München á laugardag, 98 ára að aldri. Dushman var 21 árs gamall skriðdrekastjórnandi í Sovéther þegar hann tók þátt í að rífa niður rafmagnsgirðingarnar í kringum úrtýmingabúðirnar í janúar 1945.
Safnstjóri Auschwitz býðst til að afplána fyrir táning
Yfirmaður minjasafnsins í Auschwitz í Póllandi kallar eftir því að forseti Nígeríu náði 13 ára dreng sem hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir guðlast. Til vara býðst hann til þess að afplána hluta dómsins fyrir drenginn.
27.09.2020 - 08:12
Myndskeið
75 ár frá frelsun fanga í Auschwitz
Um tvö hundruð eftirlifendur helfararinnar tóku þátt í minningarathöfn í Auschwitz í dag. Sjötíu og fimm ár eru í dag frá því að fangar voru frelsaðir úr útrýmingarbúðunum.
27.01.2020 - 21:00