Færslur: Aurskriður

Myndskeið
Áhrifaríkast að minnka vatnsmettunina fyrir ofan bæinn
Áhrifaríkasta lausnin til að verja byggðina á Seyðisfirði fyrir aurskriðum er að minnka vatnið sem sest í jarðveginn fyrir ofan bæinn, segir verkfræðingur. Erfitt verður að verjast eins stórri skriðu og féll 18. desember.
26.12.2020 - 19:29
Rýmingaráætlun á Seyðisfirði í gildi fram á mánudag
Rýmingaráætlun verður í gildi í hluta Seyðisfjarðar til mánudags, 28. desember - degi lengur en upphaflega var gert ráð fyrir vegna hlýinda á svæðinu. Rennsli hefur aukist í ám og lækjum og vel er fylgst með skriðuhættu.
25.12.2020 - 12:14
Týndu ljósmyndirnar frá Seyðisfirði eru fundnar
Mörg þúsund ljósmyndir, sem eru í eigu Tækniminjasafns Austurlands og týndust í aurskriðunum sem féllu í bænum fyrr í þessum mánuði, fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Myndirnar voru í öryggisskáp sem fannst í rústum safnhússins.
25.12.2020 - 09:45
Myndskeið
Auglýstu eftir starfsfólki vegna hamfaranna
Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur þurft að auglýsa eftir fólki til þess að vinna um jól og áramót, vegna hamfaranna á Seyðisfirði. Fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína. Allt er nú með kyrrum kjörum á Seyðisfirði.
24.12.2020 - 13:24
Myndskeið
„Eins og maður eigi hvergi heima“
Þetta er eins og að eiga hvergi heima, segir einn hátt í tvö hundruð Seyðfirðinga sem ekki geta verið heima hjá sér um jólin. Hún segir að það séu þó ljósir punktar í myrkrinu. Hreinsunarstarf hófst af fullum krafti í bænum í dag.
23.12.2020 - 19:10
Myndskeið
„Við erum bara peð þegar öllu er á botninn hvolft“
Búið er að þétta net mælitækja í grennd við skriðurnar sem féllu við Seyðisfjörð til að fylgjast náið með hreyfingum í fjallinu. Snjóflóðaeftirlitsmaður á Seyðisfirði kallar eftir því að eftirlitskerfið verði eflt enn frekar þannig að hægt verði að nálgast upplýsingar um hreyfingar í fjallinu í rauntíma.
23.12.2020 - 14:39
Um hundrað Seyðfirðingar mega snúa aftur heim í kvöld
Almannavarnadeild ríkslögreglustjóra hefur aflétt rýmingu af svæði neðan Múlavegar á Seyðisfirði. Afléttingin nær til um áttatíu til hundrað manns sem mega snúa aftur til síns heima. Aðstæður í Botnabrún voru skoðaðar sérstaklega í dag og er það mat Veðurstofunnar að óverulegar líkur eru á skriðu sem skapað geti hættu neðan Múlavegar.
22.12.2020 - 22:00
Auðskilið mál
Horfði á fjallið springa þegar aurskriðan æddi af stað
„Þetta var bara eins og í hryllingsmynd. Maður horfir á fjallið sem maður elst upp við og bakgarðinn bara springa,“ segir Jafet Sigfinnsson á Seyðisfirði. Stærsta skriðan sem féll í síðustu viku stefndi beint á heimili hans.
22.12.2020 - 20:21
Sérfræðingar Veðurstofunnar vanmátu hættuna
Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar vanmátu aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði. Skriðan sem féll þar er sú stærsta sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi og var annars eðlis en skriðurnar sem féllu fyrr í síðustu viku. Sérfræðingar Veðurstofunnar vilja fjölga mælum í hlíðinni ofan bæjarins. Þá telja þeir brýnt að meta hættu á því að skriður af sömu stærðargráðu falli á svæðinu.  
22.12.2020 - 16:28
Viðtal
Eiginlega kraftaverk að ekki hafi orðið manntjón
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir verkefnið við að tryggja byggð á Seyðisfirði varða alla Íslendinga og að það verði tekið föstum tökum.
22.12.2020 - 14:04
Viðtal
Mikilvægt að bæta í ofanflóðavarnir á Seyðisfirði hratt
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir mjög mikilvægt að fara hratt í framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði til þess að auka öryggistilfinningu fólks þar.
22.12.2020 - 13:38
Ekki víst að rýmingu verði aflétt í vikunni
Íbúar efstu húsa í jaðri rýmingarsvæðisins á Seyðisfirði fá ekki að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi sunnudaginn 27. desember. Þetta var ákveðið á fundi almannavarna í dag . Aðstæður á svæðinu hafa batnað hratt eftir að rigningu slotaði og það kólnaði í veðri en aftur á móti er gert ráð fyrir því að það hlýni að nýju á aðfanga- og jóladag. 
22.12.2020 - 13:32
25 tilkynningar til Náttúruhamfaratrygginga
Náttúruhamfaratryggingum Íslands hafa borist 25 tilkynningar um tjón á Seyðisfirði. Tryggingarnar bæta að öllum líkindum mest allt það tjón sem varð í aurskriðunum fyrir austan. Húseignir og brunatryggt innbú er skylduvátryggt hjá stofnuninni. Eignajónið hefur ekki verið metið en talið er, byggt á brunabótamati eignanna, að það nemi um einum milljarði króna. 
„Skrítið að koma og þurfa að fara aftur“
Yfir hundrað Seyðfirðingar fengu í dag að fara heim til sín í fylgd björgunarsveitarmanna og sækja nauðsynjar. „Það var erfitt að koma heim, afskaplega köld tilfinning,“ segir einn þeirra. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir hitti nokkra íbúa í dag.
21.12.2020 - 18:09
Vonar að flestir komist aftur heim fyrir jól
Vonast er til að flestir íbúar á rýmingarsvæðunum á Seyðisfirði fái að fara heim fyrir jól, sumir jafnvel í dag. Enn er verið að meta aðstæður en yfirlögregluþjónn segir að ástandið hafi skánað mikið eftir að regninu slotaði. 
21.12.2020 - 13:08
„Mér finnst ég ekki örugg þarna lengur“
Kona á Seyðisfirði ætlar ekki að dvelja heima um jólin, hvort sem rýmingu verður aflétt eða ekki. Hún veit ekki hvort hún getur hugsað sér að búa áfram í bænum.
21.12.2020 - 12:52
Rúmar þrjár milljónir safnast fyrir Seyðisfjörð
Tæplega 3,3 milljónir hafa safnast í sérstakri neyðarsöfnun fyrir íbúa Seyðisfjarðar. Ljóst er að Seyðisfjörður á sess í hjarta margra.
21.12.2020 - 10:57
Hugsanlegt að fleiri Seyðfirðingar komist heim í dag
Það skýrist í dag hvort hluti Seyðfirðinga sem býr á rýmingarsvæðinu fær að snúa heim í dag. Boðað hefur verið til samráðsfundar klukkan tíu. Í gær var 305 íbúum Seyðisfjarðar heimilað að fara heim en enn hafa 276 ekki fengið að snúa til baka. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir að hugsanlega fái fólk að fara inn á svæðið í fylgd björgunarsveita í dag.
21.12.2020 - 08:12
Viðtal
Tillögur að ofanflóðavörnum á Seyðisfirði kynntar í vor
Næsta vor eiga að liggja fyrir tillögur um ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, segir umhverfisráðherra. Ekki sé verið að draga lappirnar. Til standi að finna leið til að drena vatn úr jarðlögum
Myndskeið
Komu rafmagni á mikilvæga staði
Björgunarfólk hefur komið rafmagni á mikilvæga staði á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarmaður var stutt frá stóru skriðunni á föstudag og horfði á félaga sína í bíl berast burt með flóðinu.
Myndskeið
Tilfinningaþrungin stund að koma heim til Seyðisfjarðar
Það var tilfinningaþrungin stund fyrir marga Seyðfirðinga að fá að snúa aftur heim í dag. Margir upplifðu létti í bland við ótta. Sumir fá þó ekki að fara inn á heimili sín og þurfa að gista annars staðar.
Viðtal
Guðni: „Hljótum að þakka þá guðs mildi að enginn fórst“
„Framar öllu hljótum við að þakka þá guðs mildi að enginn fórst í þessum hamförum. Það skall svo sannarlega hurð nærri hælum og hann lýsti því vel, Brimir Christophsson í fréttunum í gær,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þakklæti sé honum ofarlega í huga fyrir þá miklu samstöðu sem fólk hafi sýnt og skotið skjólshúsi yfir Seyðfirðinga. Hann hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir og Rauða krossinn. Guðni hyggst heimsækja Seyðfirðinga við fyrsta hentugleika.
Seyðisfjörður fer af neyðarstigi niður á hættustig
Enn er hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum á Seyðisfirði og verða þau áfram rýmd. Þetta er mat ofanflóðasérfræðinga Veðurstofu Íslands sem, ásamt samstarfsaðilum, hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Neyðarstig almannavarna hefur verið fært niður í hættustig í bænum og þeim íbúum sem búa utan þessara tilteknu svæða verður heimilt að snúa aftur.
20.12.2020 - 14:41
Þúsundir ljósmynda frá Seyðisfirði týndust í skriðunum
Fjögur af þeim sex húsum, sem hýsa starfsemi Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði skemmdust í aurskriðunum sem féllu í bænum og meirihluti safnmuna er líklega gjörónýtur. Zuhaitz Akizu Gardoki forstöðumaður safnsins segir að þarna hafi óbætanlegar menningarminjar horfið, en vonast til að öryggisskápur sem geymir mörg þúsund ljósmyndir frá Seyðisfirði, sumar meira en hundrað ára gamlar, komi í leitirnar.
Ráðherrar COVID-skimaðir áður en þeir fara austur
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar ætla að fljúga austur á firði á þriðjudagsmorgun. Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, segir að eftir samtal við heimamenn á Seyðisfirði hafi verið ákveðið að fara ekki austur í fyrramálið eins og upphaflega stóð til heldur fresta því fram á þriðjudagsmorgun. Ráðherrarnir verða á morgun skimaðir fyrir kórónuveirunni líkt og allir þeir sem fara til Seyðisfjarðar þessa dagana.