Færslur: Aurskriður

Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 í Kyrrahafi
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð í nótt í Bismarck-hafi um það bil 200 kílómetra norðaustan við strandir Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi. Samkvæmt bráðabirgðamati Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna er lítil hætta á að manntjón eða skemmdir hafi orðið af völdum skjálftans.
Yfir 170 hafa fundist látin eftir storm á Filippseyjum
Lík 172 karla, kvenna og barna hafa fundist í rústum og ruðningum í Leyte-héraði á samnefndri eyju um miðbik Filippseyja eftir öflugasta hitabeltisstorm sem gengið hefur yfir eyjarnar það sem af er þessu ári, og yfir 100 er enn saknað. Yfirvöld á Filippseyjum greindu frá þessu í morgun.
17.04.2022 - 07:26
Nær 400 látin eftir hamfarirnar í Suður-Afríku
Nær 400 manns hafa fundist látin eftir hamfarirnar í KwaZulu-Natal héraði í austanverðri Suður Afríku á dögunum. Fjölmennt leitarlið lögreglu, hermanna og sjálfboðaliða hefur stækkað leitarsvæðið til muna þar sem tuga er enn saknað. Feiknarlegt vatnsveður, það úrkomumesta í Suður-Afríku í 60 ár, dundi á héraðinu í byrjun vikunnar og olli mannskæðum flóðum og skriðum í og umhverfis borgina Durban.
16.04.2022 - 05:40
Yfir 340 látin eftir hamfarirnar í Suður-Afríku
Leitar- og björgunarlið í austanverðri Suður-Afríku er enn að störfum við erfiðar og hættulegar aðstæður í og umhverfis borgina Durban, þar sem hamfaraflóð og aurskriður fylgdu steypiregni fyrr í vikunni. 341 lík hefur fundist þar í húsarústum og eðjuflæmum og talið er að þeim eigi enn eftir að fjölga því margra er enn saknað.
15.04.2022 - 06:24
133 lík fundist eftir mannskaðaveður á Filippseyjum
Minnst 133 hafa fundist látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir Filippseyjar á dögunum. Storminum fygldi gífurlegt vatnsveður sem olli bæði flóðum og aurskriðum.
14.04.2022 - 10:33
Mannskæðasta óveður sem sögur fara af í Suður-Afríku
Yfir 300 manns hafa týnt lífinu í flóðum og skriðum af völdum mikils vatnsveðurs á austurströnd Suður-Afríku síðustu daga. Yfirvöld segja þetta mestu rigningar í landinu í meira en sextíu ár og óveðrið það mannskæðasta sem dunið hefur á Suður-Afríku svo vitað sé.
14.04.2022 - 06:25
Minnst 80 fórust í flóðum og skriðum á Filippseyjum
80 lík hafa fundist í húsarústum og aurflaumum í Leyte-héraði á samnefndri eyju um miðbik Filippseyja, þar sem hitabeltisstormurinn Megi fór hamförum á sunnudag og mánudag. Megi er öflugasti stormurinn sem skollið hefur á Filippseyjum það sem af er ári og honum fylgdi ógurlegt vatnsveður, sem orsakaði hvort tveggja flóð og aurskriður þar sem hann fór yfir.
14.04.2022 - 02:36
Tugir hafa farist í flóðum í Suður-Afríku
Minnst 45 manns hafa farist í flóðum og skriðum í kjölfar margra daga stórrigninga á austurströnd Suður-Afríku, að sögn yfirvalda þar í landi. Fjölda fólks er enn saknað á hamfarasvæðinu og björgunarlið leitar lifenda og dauðra í rústum og skriðum. Hamfarirnar eru að mestu bundnar við strandhéraðið KwaZulu-Natal og er ástandið verst í borginni Durban og nærliggjandi byggðarlögum.
13.04.2022 - 06:18
58 hafa fundist látin eftir hamfarastorm á Filippseyjum
58 hafa fundist látin eftir mikil flóð og aurskriður á Filippseyjum síðustu daga, samkvæmt upplýsingum yfirvalda á eyjunum. Björgunarlið er enn að störfum í þeim þorpum sem verst urðu úti í hamförunum og leitar í húsarústum og aurflæmum. Björgunar- og tækjabúnaður er af skornum skammti á hamfarasvæðunum svo leitarmenn neyðast víða til að grafa hin látnu upp úr eðjunni með berum höndum.
13.04.2022 - 03:32
Leita fólks undir aurskriðum í kapphlaupi við tímann
Björgunarsveitir vinna nú baki brotnu við leit að fólki sem varð undir aurskriðum sem féllu á þorp eftir ofsaveður og úrhelli á Filippseyjum. Talið er að 28 séu látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi fór með ógnarkrafti yfir eyjarnar.
Flóð og skriðuföll hafa orðið 14 að bana í Brasilíu
Fjórtán hafa farist og fimm er saknað eftir að úrhellisrigning olli miklum flóðum og aurskriðum í Rio de Janeiro ríki Brasilíu. Átta börn eru meðal þeirra látnu.
03.04.2022 - 00:40
Aftur steypiregn og flóð í Ástralíu eftir stutt hlé
Íbúar Sydney, fjölmennustu borgar Ástralíu, vöknuðu upp við ausandi rigningu í morgun eftir stutt hlé á afar úrkomusömum óviðrakafla sem geisað hefur á austurströnd landsins dögum saman. Í Brisbane, nokkru norðar, er líka varað við hellidembum og flóðahættu. Sautján manns hafa farist í óveðrum sem hamast hafa á sunnanverðu Queensland og norðurhluta Nýja Suður-Wales undanfarna daga.
06.03.2022 - 06:21
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Flóð · Aurskriður · Sydney · Brisbane
Enn mikil flóðahætta á austurströnd Ástralíu
Fjórtán manns hafa farist í óveðri og flóðum sem geisað hafa á austurströnd Ástralíu í rúma viku, tíu í Queensland-ríki og fjögur í Nýja Suður-Wales. Annastacia Palaszczuk, forsætisráðherra Queensland, greindi frá tíunda dauðsfallinu í ríkinu í morgun. Sagði hún að lík 53 ára gamals manns, sem saknað hefur verið síðan á mánudag, hefði fundist undir bryggju í höfninni í Brisbane í gærkvöld. Eins manns er enn saknað í Queensland.
04.03.2022 - 04:57
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Stormur · Flóð · Aurskriður
Alls hafa 186 fundist látnir í Petrópolis
Fjöldi látinna eftir flóð og skriðuföll í borginni Petrópolis í Brasílíu er kominn í 186. Vika er síðan ofsaveður með gríðarlegu skýfalli gekk yfir borgina sem er vinsæll ferðamannastaður.
23.02.2022 - 04:00
Lík finnast enn í Petrópolis og mannskaðaveður í grennd
Leitar- og björgunarfólk í brasilísku borginni Petrópolis hefur fundið lík 165 borgarbúa sem fórust í miklum flóðum og aurskriðum í borginni á þriðjudag í liðinni viku. Borgaryfirvöld greindu frá þessu í gærkvöld. 28 börn eru á meðal hinna látnu, að sögn lögreglu. Þótt næsta útilokað þyki að nokkur finnist á lífi er leit haldið áfram í húsarústum og aurhaugum í borginni, við erfiðar og hættulegar aðstæður. Tveir fórust í illviðri í nágrannaríki Ríó de Janeiro í gær.
21.02.2022 - 06:21
146 hafa fundist látin í Petrópolis
Leitar- og björgunarsveitir hafa fundið 146 lík í aurhaugum og húsarústum í brasilísku borginni Petrópolis, þar sem flóð og aurskriður féllu eftir skýfall á þriðjudag með skelfilegum afleiðingum. 26 börn eru á meðal hinna látnu. Á annað hundrað manns er enn saknað en talið er að hátt í 60 þeirra sem fundist hafa látin en ekki hefur tekist að bera kennsl á séu þeirra á meðal.
20.02.2022 - 00:45
136 látin í Petrópolis og fjölda er enn saknað
Leit heldur áfram í aurflæmi og húsarústum í brasilísku borginni Petrópolis, þar sem flóð og aurskriður rufu heljarmikið skarð í borgina á þriðjudag, eyðilögðu fjölda bygginga og urðu minnst 136 manns að bana. Vonin um að finna fleiri á lífi, rúmum þremur sólarhringum eftir hamfarirnar, dvínar með hverri mínútunni en hundruð leitar- og björgunarmanna halda leitinni áfram engu að síður við afar erfiðar og hættulegar aðstæður.
19.02.2022 - 04:35
Minnst 94 látin í flóðum og skriðum í Brasilíu
Minnst 94 hafa látið lífið í flóðum og skriðuföllum í Ríó de Janeiro-ríki í Brasilíu, þar sem ógurlegt vatnsveður hefur geisað síðustu daga. Á þriðjudag var greint frá því að leitar- og björgunarlið hefði fundið 18 lík, á miðvikudag tilkynntu yfirvöld að fjörutíu til viðbótar hefðu fundist og seint á miðvikudagskvöld hækkaði talan enn um 36.
17.02.2022 - 01:47
Mannskæð flóð í Brasilíu
Minnst átján fórust í aurskriðum og flóðum í miklu vatnsveðri í og við brasilísku borgina Petrópolis, um 70 kílómetra norður af Ríó de Janeiro. Slökkvilið borgarinnar upplýsir þetta. „Til þessa hafa átján dauðsföll af völdum skriðufalla og flóða verið staðfest [á síðustu klukkustundum],“ segir í tilkynningu slökkviliðsins. Fram kemur að yfir 180 slökkviliðsmenn frá Petrópolis og Ríó séu við björgunarstörf á hamfarasvæðinu.
16.02.2022 - 04:35
Mannskæðar aurskriður í Kólumbíu
Að minnsta kosti ellefu fórust af völdum aurskriða sem féllu í borginni Pereira í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu í dag. Úrhellisrigning hefur gengið yfir svæðið með þessum afleiðingum.
09.02.2022 - 00:24
Illviðri hefur kostað fjölda mannslífa í Brasilíu
Tugir hafa farist af völdum fárviðris sem gekk yfir Brasilíu um helgina. Að minnsta kosti átján létust í Sao Paulo-fylki einu. Frá því að regntímabilið hófst í október hefur iðulega skapast mikill vandi af völdum veðurs í landinu.
31.01.2022 - 01:50
Óveðurslægðin Gyða veldur usla í Noregi
Foráttuveður hefur gengið yfir vesturströnd og miðhluta Noregs í dag og enn er varað við flóðum og skriðuföllum í nótt. Afar hvasst er á þeim slóðum og úrhellisrigning.
13.01.2022 - 00:11
Erlent · Evrópa · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Noregur · Flóð · Aurskriður · Illviðri · úrhelli
Þúsundir Filippseyinga flýja heimili sín
Tugir þúsunda Filippseyinga neyddust til að flýja heimili sín í morgun þegar ofurfellibylurinn Rai skall á sunnanverðum ströndum eyjanna. Yfirvöld vöruðu við gríðarlegum vindstyrk og úrhellisrigningu.
16.12.2021 - 06:37
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Filippseyjar · fellibylur · úrhelli · Aurskriður · Flóð
Staðfest að fjórir eru látnir eftir hamfarir í Kanada
Staðfest er að fjórir eru látnir eftir hamfaraflóð og aurskriður í Bresku Kólumbíu í Kanada. Eins er enn leitað en erfiðar aðstæður tefja leitina. Búist er við að rigni aftur á svæðinu í komandi viku.
20.11.2021 - 22:51
Fyrirskipa ferðatakmarkanir og eldsneytisskömmtun
Yfirvöld í vesturhluta Kanada fyrirskipuðu ferðatakmarkanir í gær og tóku upp skömmtun á eldsneyti. Fjögurra er enn leitað eftir hamfarirnar sem skóku samfélag Bresku Kólumbíu fyrr í vikunni.
20.11.2021 - 03:28