Færslur: Aurskriður

Indland
Sólarhringsúrkoman slagar upp í ársúrkomu í Reykjavík
Minnst 115 eru látnir í monsúnrigningu á Indlandi. Björgunarmenn vaða hnjádjúpan aur og brak í leit að eftirlifendum en aurskriður hafa hrifið með sér fjölda húsa í landinu.
24.07.2021 - 19:36
Tvö andlát staðfest eftir aurskriðu í Japan
Tveir eru látnir og um tuttugu manns er enn saknað eftir að aurskriða féll í borginni Atami á austurströnd Japan í morgun.
03.07.2021 - 17:52
Erlent · Asía · Hamfarir · Japan · Aurskriður
Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól
Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól í gærkvöldi og tók í sundur háspennulínu sem liggur upp í Einhyrning, sem er kennileiti á svæðinu.
30.06.2021 - 10:12
Viðtal
„Húsið mitt var bara sett í blandarann“
„Þetta er ótrúlega skrítið. Ég er búin að heyra að eitthvað fór út í sjó. Húsið mitt var bara sett í blandarann,“ segir Ingrid Karis, tískuljósmyndari, sem bjó í húsinu Berlín, Hafnargötu 24 á Seyðisfirði, sem stóra aurskriðan hrifsaði með sér fyrir jól. Í þáttunum Fjallið ræður sem er á dagskrá Rásar 2 um páskana segja Seyðfirðingar frá sinni upplifun af skriðunni, sem hjó stórt skarð í byggðina.
Fjársöfnun gengur þokkalega en betur má ef duga skal
Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir ráðgjafi hjá Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði segir að tryggingar bæti húsakost safnins eftir skriðuföllin í desember en innbú á söfnum sé erfitt að bæta. Því hafi verið ákveðið að leita annarra leiða.
13.03.2021 - 17:09
„Svæðið verður auðvitað aldrei eins og það var“
Vinna við hreinsun rústa og björgun muna á svæðinu þar sem aurskriður féllu á Seyðisfirði er komin vel áleiðis og nú sér fyrir endann á eiginlegu hreinsunarstarfi. Þetta kom fram á stöðufundi Lögreglunnar á Austurlandi í vikunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir að svæðið líti mun betur út en það gerði eftir skriðurnar en þó sé enn mikið eftir í uppbyggingu á svæðinu.
06.03.2021 - 10:55
Meta hvort grípa þurfi til rýmingar um helgina
Spáð er hlýnandi veðri um helgina með talsverðri rigningu, einkum sunnan- og suðaustanlands, en einnig á Austfjörðum á sunnudaginn. Á Austfjörðum er töluverður snjór til fjalla sem mun blotna og fylgjast þarf með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum. Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar á Seyðisfirði.
Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði um helgina
Um helgina er spáð hlýnandi veðri með talsveðri rigningu sunnan, suðaustanlands og á Austfjörðum, einkum á sunnudag. Á Seyðisfirði hefur því verið bætt í ofanflóðavöktun um helgina þar sem þar er mikill snjór til fjalla sem mun blotna með tilheyrandi hættu á votum snjóflóðum og skriðuföllum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um helgina verði metið hvort grípa þurfi til rýminga eða annarra ráðstafana. 
11.02.2021 - 16:39
Vinnusvæði á Seyðisfirði rýmt
Ekki þykir ráðlegt að aflétta frekari rýmingu á Seyðisfirði að sinni vegna úrkomuspár um helgina. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að grannt verði fylgst með svæðinu um helgina vegna væntanlegrar rigningar.
Morgunvaktin
Bráðavarnir við Seyðisfjörð verða tilbúnar fljótlega
Björn Ingimarsson sveitarstjóri í Múlaþingi segir að enn sé verið að meta tjón af völdum aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í síðasta mánuði. Rýming er enn í gildi á hluta svæðisins og hann segir að hreinsunarstarf muni taka nokkra mánuði.  Hann á von á að bráðavarnir verði tilbúnar innan nokkurra daga og nýjar íbúðir í bænum verði tilbúnar eftir nokkra mánuði. 
Vilja rannsókn á því hvað tafði rýmingu á Seyðisfirði
Heimastjórn Seyðisfjarðar vill að sett verði af stað rannsókn á því hvað varð þess valdandi að rýmingar á Seyðisfirði fóru ekki fram fyrr en aurskriður voru farnar að falla á bæinn. Þá segir stjórnin að endurskoða þurfi allt verklag í kringum hamfarir eins og þær sem urðu í desember.
Segir að skriðuföllin á Seyðisfirði séu viðvörunarmerki
Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands segir að skriðuföllin á Seyðisfirði fyrir jól séu mikið viðvörunarmerki. Skriðuföllin megi rekja til veðurfarsbreytinga. Minna frost í fjöllum sé líklega að hafa áhrif á stöðugleika fjallshlíða.
Nýr búnaður til að vakta skriðuhættu settur upp
Veðurstofan vinnur nú að því að setja upp nýja vöktunarbúnað til þess að auka nákvæmni mælinga vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Vöktun hlíðanna ofan bæjarins hefur þegar verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu á bæinn í desember.
07.01.2021 - 23:38
Auðskilið mál
Björgunarsveitir forðuðu sér á hlaupum í Ask
Björgunarmenn í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi áttu fótum fjör að launa í morgun. Þá hrundi úr sárinu sem myndaðist við jarðfall í bænum fyrir áramót.
05.01.2021 - 15:47
Ríkið borgar tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstörf
Ríkisstjórnin ákvað á fundi í morgun að tveir þriðju kostnaðar við hreinsunarstarf á Seyðisfirði, vegna hamfaranna í desember, verði greiddir úr ríkissjóði. Kostnaður er um 300-600 milljónir króna miðað við grófa áætlun, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
05.01.2021 - 13:27
Myndskeið
„Tekur á hjartað“ að missa ævistarfið í skriðunni
Það er grátlegt að horfa á eftir ævistarfinu segir kona sem hefur byggt upp fornfrægt hús á Seyðisfirði síðustu tuttugu ár. „Þetta tekur mjög á hjartað. Eins og að sjá ævisöguna klárast,“ segir Cordula Agnes Marianne Schrand, eigandi Breiðabliks.
Myndskeið
Horfði upp á húsið sitt eyðileggjast í stóru skriðunni
Seyðfirðingar tóku á móti nýja árinu á friðsælan hátt með kertum í stað flugelda. Haraldur Björn Halldórsson segir óraunverulegt að hafa séð húsið sitt fara með stóru skriðunni. Hann stefnir á að endurbyggja það, helst á sama stað, en óvíst er að hvort leyfi fáist fyrir því.
Einn fannst látinn í Ask
Einn fannst látinn í dag eftir skriður í bænum Ask í Noregi aðfaranótt miðvikudags. Björgunarsveitir frá Svíþjóð eru komnar til bæjarins til aðstoðar við leit að þeim tíu manneskjum sem hefur verið saknað eftir að land rann undan bænum í mikilli skriðu. Norskar björgunarsveitir með leitarhunda eru einnig komnar þangað og í dag er í fyrsta sinn leitað á jörðu niðri.
01.01.2021 - 14:36
Enn búist við að finna fólk á lífi í bænum Ask
Enn hafa þau tíu sem saknað er í bænum Ask ekki fundist. Þeirra á meðal eru tvö börn. Norska ríkisútvarpið hefur eftir Harald Wisløff, sem stjórnar aðgerðum, að enn sé gert ráð fyrir að fólk finnist á lífi enda lífslíkur miklar sé nægt súrefni til staðar.
01.01.2021 - 08:17
Kerti í stað flugelda á Seyðisfirði
Til að kveðja árið 2020 og fagna 2021 röðuðu Seyðfirðingar kertum á vegghleðslu umhverfis Lónið við ósa Fjarðarár, handan regnbogagötunnar í miðjum bænum.
01.01.2021 - 01:47
Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði óbreytt fram yfir áramót
Rýmingarsvæði á Seyðisfirði verður óbreytt fram yfir áramót og hættustig almannavarna er þar enn í gildi. Mat sérfræðinga Veðurstofu Íslands hefur sýnt að ekki hefur orðið vart við neinar hreyfingar á jarðvegi frá því fyrir jól. Aðstæður eru metnar stöðugar eins og er, á meðan kalt er í veðri og ekki rigning. Í hlýindaköflum og rigningartíð er líklegt að svæðið verði óstöðugt og þyrfti þá að grípa til rýminga í varúðarskyni.
Eina flugeldasalan hjá Ísólfi verður á stafrænu formi
Ekkert verður af eiginlegri flugeldasölu Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði í ár, en hægt er að styrkja sveitina með því að kaupa stafræna flugelda í fyrsta sinn. Flugeldarnir, sem eru einkar umhverfisvænir, verða svo sprengdir í stafræna tónleikaþættinum áramótasprengjunni á RÚV í kvöld. 
Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði endurskoðað á morgun
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Austurlandi hafa ákveðið að rýmingarsvæðið á Seyðisfirði verði óbreytt fram að hádegi á morgun, en þá verður frekari ákvörðun tekin.
Myndskeið
„Maður fer í einhvern gír“
„Maður fer í einhvern gír. Að ætla bara að moka þessu út, klára þetta og þurrka húsið,“ segir Lilja Kjerúlf íbúi á Seyðisfirði sem fékk að snúa aftur í húsið sitt í fyrradag eftir að aurskriður féllu á bæinn fyrr í þessum mánuði.
Viðtal
Fundu myndaalbúm og biblíu í aurnum
Biblía og myndaalbúm eru meðal þess sem fannst í gær í aurnum á Seyðisfirði. Hreinsunarstörf hófust að nýju í gær eftir hlé yfir hátíðarnar. Davíð Kristinsson, hótelstjóri og meðlimur í Björgunarsveitinni Ísólfi segir að hreinsunarstörfin gangi hægt en vel.
30.12.2020 - 10:14