Færslur: Auglýsingar

Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Frægum bannað að auglýsa veðmálastarfsemi
Fótboltamönnum, sjónvarpsstjörnum, og öðrum áhrifavöldum verður óheimilt að leggja nafn sitt við auglýsingar veðmálafyrirtækja í Bretlandi frá og með 1. október.
05.04.2022 - 12:36
Fjölmiðlar fengu minni auglýsingatekjur
Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um 16% árið 2020 miðað við árið á undan og hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsinga í fjölmiðlum runnu til erlendra aðila, sem er lægra hlutfall en árin á undan.
Lítur nafnlausa auglýsingu alvarlegum augum
Forstjóri Lyfjastofnunar lítur nafnlausa heilsíðuauglýsingu sem birtist í morgunblaðinu í gær mjög alvarlegum augum, í henni var fólk hvatt til að tilkynna ýmsar aukaverkanir til Lyfjastofnunar og ýjað að því að auglýsingin væri þaðan komin. Útgáfufélagið Árvakur hefur beðist velvirðingar á því að hafa birt auglýsinguna án þess að geta þess hver fjármagnaði hana. 
14.05.2021 - 08:21
Nekt í auglýsingum vekur neikvæð viðhorf
Íslensk rannsókn bendir til þess að nekt í auglýsingum veki neikvæð viðhorf hjá fólki. Soffía Halldórsdóttir, einn höfunda greinarinnar, segir að viðhorf til nektar virðist hafa breyst hratt á síðustu árum.
11.10.2020 - 16:20
Óttast að öskrin skaði raddfærin
Valdís Ingibjörg Jónsdóttir talmeinafræðingur er ósátt við að fólk sé hvatt til þess að öskra í nýlegri auglýsingaherferð Íslandsstofu. Það geti skaðað raddböndin, jafnvel óbætanlega. „Þú getur skemmt í þér röddina eins og allt annað í líkamanum.“
29.07.2020 - 12:27
Saga þjóðernishyggju samofin íþróttasögunni
Nýtt myndband og merki Knattspyrnusambands Íslands hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Gagnrýnendum þykir myndbandið þjóðrembingslegt og myndmál þess og orðræða jaðra við að vera fasísk.
09.07.2020 - 11:24
Sniðganga Facebook vegna hatursorðræðu
Bandaríska símafyrirtækið Verizon hefur bæst í sístækkandi hóp fyrirtækja sem hyggjast hætta viðskiptum við Facebook. Ástæðan er sögð vera úrræðaleysi samfélagsmiðilsins við að stöðva þau sem ástunda hatursorðræðu og hvetja til ofbeldis.
38% af auglýsingatekjum fóru til erlendra miðla
Íslenskir auglýsendur vörðu um 5,2 milljörðum árið 2018 til að auglýsa á erlendum miðlum, einkum á vef. Þetta eru 38% af auglýsingakaupum þess árs og 70% af öllum auglýsingakaupum á innlendum og erlendum vefsíðum. Greiðslur fyrir birtingu auglýsinga í innlendum miðlum árið 2018 námu 13,4 milljörðum króna og ríflega þrjár af hverjum tíu krónum af auglýsingatekjum innlendra miðla féllu í hlut dag- og vikublaða.
27.05.2020 - 09:45
Kynjaðar staðalímyndir bannaðar í auglýsingum
Auglýsingar sem ýta undir hættulegar staðalímyndir kynjanna eru nú bannaðar í Bretlandi. Þessar nýju reglur tóku gildi í gær.
15.06.2019 - 18:14
Viðtal
Skýrt að duldar auglýsingar eru bannaðar
Skýrt kemur fram í reglum um auglýsingar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum að duldar auglýsingar eru bannaðar. Reglurnar hafa verið á vef Neytendastofu síðan árið 2015, að sögn Þórunnar Önnu Árnadóttur hjá stofnuninni. Í síðustu viku fengu tveir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum bréf frá Neytendastofu um að þeir mættu ekki birta duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum.
08.10.2018 - 08:05
Viðtal
Dæmi um snjalla auglýsingu sem hittir í mark
„Kosningaauglýsing Ármanns Kr. Í Kópavogi er dæmi um þegar þú hittir í mark með mjög snjallri auglýsingu,“ segir Andrés Jónsson almannatengill, sem var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og ræddi þar um kosningabaráttuna undanfarnar vikur og hverjir hafa náð í gegn með sín skilaboð og hverjir ekki. Hann segir að miklu máli skipti að skera sig úr.
50 prósent auglýsingatekna á netmiðlum
„Það er gífurlega erfitt fyrir löggjafann að móta einhverja stefnu er snýr að fjölmiðlum og auglýsingamarkaði vegna þess að þessi markaður er búinn að vera að þróast svo gífurlega hratt. Veruleikinn sem við búum við núna er allt öðruvísi en fyrir fimm árum,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. 
29.01.2018 - 12:22
Pistill
Gerðu góðverk – borðaðu pizzu
Duldar auglýsingar og hinar nýju grímur kapítalismans í upplifunarsamfélaginu eru er umfjöllunarefni Halldórs Armands í pistli dagsins, en hann geldur varhug við samkrulli gróðafyrirtækja og góðgerðastarfssemi.
02.07.2017 - 11:30
„Það sama og góð skáldsaga eða gott listaverk“
Kvikmyndagerðarmaðurinn og auglýsingaleikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson hefur unnið í auglýsingabransanum í rúm 14 ár og leikstýrt auglýsingum fyrir mörg alþjóðleg stórfyrirtæki.
28.06.2017 - 16:30