Færslur: AUÐUR
„Ég kveikti í rúminu hans Pálma“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson er er 24 ára gamall og búsettur í Reykjavík. Hann kemur fram undir listamannsnafninu Auður, og hefur vakið mikla athygli fyrir tjáningarríka og seyðandi R&B tónlist. Á dögunum sendi hann frá sér nýtt lag sem ber titilinn I‘d love en nýtt myndband við lagið kom út 20. október.
23.10.2017 - 11:22
Mýkt, melódíur og einlægur flutningur
Auður, sem er listamannsnafn Auðuns Lútherssonar, hefur vakið athygli undanfarin misseri fyrir kliðmjúk popplög sem keyrð eru í nútímalegum „r og b“ fasa. Nú er komin út plata, hin níu laga Alone, en hún er plata vikunnar á Rás 2.
10.02.2017 - 09:04
AUÐUR - Alone
Tónlistamaðurinn AUÐUR á plötu vikunnar á Rás 2, „Alone“
Auðunn Lúthersson byrjaði tónlistarferil sinn í harðkjarna - og hávaðarokksveitum. Eftir að hafa séð James Blake á Sónar 2013 umpólaðist hann í raftónlistarmanninn AUÐUR og er nú tilbúinn að gefa út frumraun sína, Alone.
AUÐUR gaf reyndar gestum Iceland Airwaves tækifæri á forhlustun á plötunni á Austurvelli ala Pokémon GO og veiddu hátt í 4.000 manns plötuna með farsímum sínum þá.
03.02.2017 - 16:26
AUÐUR frumflytur lagið 3D
Tónlistamaðurinn Auðunn Lúthersson betur þekktur sem AUÐUR kom fram í fyrsta þætti vetrarins af Vikunni með Gísla Marteini. Hér er á ferðinni frumflutningur á lagi hans „3D“.
Auðunn eða AUÐUR hefur nýlega samið við höfundarréttarfyrirtækið Imagem Music en meðal annarra tónlistamann hjá Imagen er M.I.A., Daft Punk og Mark Ronson.
10.10.2016 - 11:52