Færslur: Auður Jónsdóttir

Orð um bækur
Hvenær ætla stelpur að hætta að skrifa um tilfinningar?
„Passaðu bara að fara ekki að skrifa með píkunni á þér,“ er ein þeirra setninga sem sögð hefur verið við unga kvenhöfunda. Lesendum hættir oft til að gera ráð fyrir að skáldsakpur kvenna sé sjálfsævisögulegur, mun fremur en karla, og að þær skrifi einungis um tilfinningar sínar.
Gagnrýni
Kona á barmi flogakasts
„Þrátt fyrir annmarka er Skjálfti ágæt frumraun Tinnu Hrafnsdóttur í leikstjórnarstóli og ber vitni um hækkandi miðgildi íslenskra kvikmynda,“ segir Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar sem skellti sér í bíó á dögunum.
Orð um bækur
„Í dag er ég á þeim stað að ég get talað um þetta“
„Fyrir nokkrum árum hefði ég ekki getað tjáð mig um þetta ferðalag sem ég fór í því ég var á kafi í því, en núna get ég tjáð mig um það og fékk þessa þörf til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri. Þegar hún las Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur fannst henni bókin vera um sig. Nú hefur hún aðlagað söguna að hvíta tjaldinu.
Gagnrýni
Ádeila á klisjur um ástina
Nýjasta skáldsaga Auðar Jónsdóttur er hrærandi og ögrandi, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Kiljan
Áföll og tilfinningaleg stéttaskipting
Auður Jónsdóttir fjallar um fólk sem stríðir við tilfinningalegt getuleysi í nýútkominni skáldsögu.
Myndskeið
Fyrsta kitlan fyrir Skjálfta
Kvikmynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, sem byggist á skáldsögu Auðar Jónsdóttur, verður frumsýnd í haust.
Viðtal
Ræddu áhrif tungumálsins á #metoo byltinguna
Veruleikinn og hugarheimurinn litast af tungumálinu. Orð eins og „ofbeldi“ getur átt við marga hluti af sama meiði og því er stundum nauðsynlegt að skapa ný orð sem eiga við nýstárlega umræðu. Einnig er áríðandi að kunna að greina orðræðuna. Þetta var meðal þess sem fram kom í samtali um metoo-byltinguna í Vikulokum morgunsins.
Viðtal
„Ég þori ekkert að segja hverjir þetta voru“
Auður Jónsdóttir rithöfundur á afmæli í mars og hélt hún upp á það á síðasta ári á Zoom-forritinu vegna samkomutakmarkana sem þá voru í fyrsta sinn hluti af kunnuglegum veruleika Íslendinga. Afmælið varð kveikja að handriti sjónvarpsmyndarinnar Sóttkví eftir Auði og Birnu Önnu Björnsdóttur, í leikstjórn Reynis Lyngdal, sem verður sýnd á RÚV í kvöld.
04.04.2021 - 09:00
Menningin
Auður Jónsdóttir mælir með
Auður Jónsdóttir rithöfundur er meðmælandi vikunnar í Menningunni. Hún deilir þremur listaverkum sem hafa stytt henni stundir síðustu vikur.
05.02.2021 - 09:28
Gagnrýni
Langbrókarskvísa í Vesturbænum
Margir eru eflaust æstir í skemmtisögu nú í svartasta skammdeginu og lokahnykknum á leiðinlegu ári. Bókarýnir Víðsjár segir 107 Reykjavík eftir Auði Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur ætlað að fullnægja þessari löngun en takist því miður ekki ætlunarverk sitt.
Sjósundvinkonur í Vesturbæ sem eru að molna að innan
Vinkonurnar tikka í öll réttu boxin, stunda réttu staðina, fara í fjallgöngur, baka úr lífrænu og heilsa fræga fólkinu, í nýrri farsakenndri skáldsögu Auðar Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur. En þó allt sé slétt og fellt á yfirborðinu býr einhver harmur undir niðri og brotin sjálfsmynd.
Stóri skjálfti - Auður Jónsdóttir
„Það verður svona jarðskjálfti í lífi hennar“, segir Auður Jónsdóttir, um Sögu, aðalpersónu Stóra skjálfta sem er bók vikunnar. Saga fær í upphafi bókar stórt flogakast og Auður, sem sjálf hefur upplifað flogaköst, segist hafa langað til „að byrja bók á manneskju sem væri að vakna upp úr flogi því þá er svolítið eins og maður sé nýfæddur“.
20.10.2020 - 17:39
Kostulegar kynlífslýsingar í Vesturbænum
Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir sendu nýverið frá sér bókina 107 Reykjavík - skemmtisaga fyrir lengra komna. Samkvæmt Auði eru lengra komnir þeir sem eru ekki of miklar pempíur í húmor. „Ef það eru rosalegar kynlífslýsingar þá hlær það eða kímir út í annað,“ segir Auður.
Braut jaxl og súperlækaði bróður sinn á Tinder
„Þetta var svo nístandi einsemd,“ segir rithöfundurinn Auður Jónsdóttir sem skrifaði í fyrradag grein á Kjarnann um ástarskort og einmanaleika á þessum síðustu og verstu COVID-tímum. Þar rekur hún ýmsar hrakfarir sem hún hefur lent í á faraldurstímanum.
12.08.2020 - 15:09
Menningin
„Heilinn er alltaf að reyna að verja okkur“
„Í raun og veru er þetta líka saga um fyrirbæri sem heitir bældar minningar,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri um kvikmyndina Skjálfta sem byggist á verðlaunabók Auðar Jónsdóttur. Tökum á myndinni lauk rétt í tæka tíð fyrir samkomubann.
Menningin
Við erum alltaf að skálda lífið  
Auður Jónsdóttir frumsýndi sýninguna Auður og Auður á Sögulofti Landnámsseturisins í Borgarnesi á dögunum en það fjallar um samband hennar við ömmu hennar, Auði Sveinsdóttur Laxness.  
28.03.2020 - 11:20
Segðu mér
„Þöggun er svo algeng í fjölskyldum“
Fyrsta kvikmynd leikstjórans Tinnu Hrafnsdóttur í fullri lengd byggist á bókinni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur. Í henni rannsakar aðalpersónan sjálfa sig og eigið líf, eftir að hafa misst minnið að hluta til, og kemst að ýmsum leyndardómum sem fjölskylda hennar hefur reynt að þagga niður. Tinna segist sjálf tengja við margt í bókinni.
Pistill
Bréf til sonar: Að kunna að lesa veruleikann
Auður Jónsdóttir rithöfundur horfir til framtíðar og glímir við spurninguna „Hvað nú?“ í pistlaröð í Víðsjá undir yfirskriftinni: Bréf til sonar. „Upplýsingamengun er jafnraunveruleg og öll önnur mengun í heiminum,“ skrifar hún syni sínum til að undirbúa hann fyrir framtíðina.
02.02.2020 - 16:00
Pistill
Bréf til sonar: Ég rétti ykkur pennann
Auður Jónsdóttir rithöfundur horfir til framtíðar og glímir við spurninguna „Hvað nú?“ í pistlaröð í Víðsjá undir yfirskriftinni: Bréf til sonar. Að þessu sinni bindur hún vonir við að börnin hennar verði víðsýnni, frjórri og meðvitaðri en hún var þegar hún lagði af stað út í lífið.
27.01.2020 - 11:13
Pistill
Bréf til sonar: Íslenskan og framtíðin – hvað nú?
Auður Jónsdóttir rithöfundur horfir til framtíðar og glímir við spurninguna „Hvað nú?“ í pistlaröð í Víðsjá undir yfirskriftinni: Bréf til sonar. Að þessu sinni veltir hún fyrir sér framtíð íslenskunnar í snjalltækjavæddum heimi.
20.01.2020 - 13:19
Morgunútvarpið
Keypti óvart gulláskrift á Tinder eftir skilnaðinn
„Ég fékk lánað Visakortið hjá systur minni en gleymdi að skila því svo hún og maðurinn hennar voru að borga rándýra gulláskrift á meðan ég var sjálf í nándarkeng,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur sem fjallar um hjónaskilnað á einlægan hátt í nýrri skáldsögu.
25.11.2019 - 15:27
Morgunkaffið
„Við slúðrum líka við frændsystkinin“
Auður Jónsdóttir og Halldór DNA Halldórsson eru systkinabörn sem senda bæði frá sér skáldsögur fyrir jól sem fjalla um rammíslenskan veruleika á grátbroslegan hátt. Þau eru sammála um að það hjálpi þeim að glíma við veruleikann að skrifa sig inn í hann og út úr honum. „Maður teygir sig upp á hillu vanlíðunar og dregur úr skúffu gleðinnar. Þar verða töfrarnir til.“
20.11.2019 - 09:21
Gagnrýni
Þrotabúskapur ástarinnar
Bókarýnir Víðsjár segir að sjálfsævisöguleg nálgun Tilfinningabyltingarinnar eftir Auði Jónsdóttur sníði verkinu of þröngan stakk, til að særa ekki hlutaðeigandi eða stuða of mikið. Það leiði til þess að eyður séu í frásögninni og hún ekki nógu hreinskilin.
Viðtal
Óraunverulegt að ganga í gegnum skilnað
Auður Jónsdóttir rifjaði meðal annars upp kynnin við bari bæjarins eftir að hún skildi við eiginmann sinn. „Allt í einu er ég orðin eins og ég sé 24 ára aftur að hitta menn, babbla og fara út með vinkonunum - allar með eldrauðan varalit að kjafta inni á klósetti,“ segir höfundurinn sem sendir frá sér sjálfsævilegu skáldsöguna Tilfinningabyltinguna.
06.11.2019 - 20:30
Viðtal
Geðveiki er gróðrarstía fyrir brandara
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir vendir í kvöld kvæði sínu í kross og flytur frumsamið uppistand fyrir fullum sal af fólki í Þjóðleikhúsinu. „Dóri DNA frændi minn er að gefa út skáldsögu svo mér finnst viðeigandi að ég fari í uppistandið,“ segir hún. „Ég get kallað mig Auði DNA.“
20.09.2019 - 15:04