Færslur: Auður Jónsdóttir

Menningin
„Heilinn er alltaf að reyna að verja okkur“
„Í raun og veru er þetta líka saga um fyrirbæri sem heitir bældar minningar,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri um kvikmyndina Skjálfta sem byggist á verðlaunabók Auðar Jónsdóttur. Tökum á myndinni lauk rétt í tæka tíð fyrir samkomubann.
Menningin
Við erum alltaf að skálda lífið  
Auður Jónsdóttir frumsýndi sýninguna Auður og Auður á Sögulofti Landnámsseturisins í Borgarnesi á dögunum en það fjallar um samband hennar við ömmu hennar, Auði Sveinsdóttur Laxness.  
28.03.2020 - 11:20
Segðu mér
„Þöggun er svo algeng í fjölskyldum“
Fyrsta kvikmynd leikstjórans Tinnu Hrafnsdóttur í fullri lengd byggist á bókinni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur. Í henni rannsakar aðalpersónan sjálfa sig og eigið líf, eftir að hafa misst minnið að hluta til, og kemst að ýmsum leyndardómum sem fjölskylda hennar hefur reynt að þagga niður. Tinna segist sjálf tengja við margt í bókinni.
Pistill
Bréf til sonar: Að kunna að lesa veruleikann
Auður Jónsdóttir rithöfundur horfir til framtíðar og glímir við spurninguna „Hvað nú?“ í pistlaröð í Víðsjá undir yfirskriftinni: Bréf til sonar. „Upplýsingamengun er jafnraunveruleg og öll önnur mengun í heiminum,“ skrifar hún syni sínum til að undirbúa hann fyrir framtíðina.
02.02.2020 - 16:00
Pistill
Bréf til sonar: Ég rétti ykkur pennann
Auður Jónsdóttir rithöfundur horfir til framtíðar og glímir við spurninguna „Hvað nú?“ í pistlaröð í Víðsjá undir yfirskriftinni: Bréf til sonar. Að þessu sinni bindur hún vonir við að börnin hennar verði víðsýnni, frjórri og meðvitaðri en hún var þegar hún lagði af stað út í lífið.
27.01.2020 - 11:13
Pistill
Bréf til sonar: Íslenskan og framtíðin – hvað nú?
Auður Jónsdóttir rithöfundur horfir til framtíðar og glímir við spurninguna „Hvað nú?“ í pistlaröð í Víðsjá undir yfirskriftinni: Bréf til sonar. Að þessu sinni veltir hún fyrir sér framtíð íslenskunnar í snjalltækjavæddum heimi.
20.01.2020 - 13:19
Morgunútvarpið
Keypti óvart gulláskrift á Tinder eftir skilnaðinn
„Ég fékk lánað Visakortið hjá systur minni en gleymdi að skila því svo hún og maðurinn hennar voru að borga rándýra gulláskrift á meðan ég var sjálf í nándarkeng,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur sem fjallar um hjónaskilnað á einlægan hátt í nýrri skáldsögu.
25.11.2019 - 15:27
Morgunkaffið
„Við slúðrum líka við frændsystkinin“
Auður Jónsdóttir og Halldór DNA Halldórsson eru systkinabörn sem senda bæði frá sér skáldsögur fyrir jól sem fjalla um rammíslenskan veruleika á grátbroslegan hátt. Þau eru sammála um að það hjálpi þeim að glíma við veruleikann að skrifa sig inn í hann og út úr honum. „Maður teygir sig upp á hillu vanlíðunar og dregur úr skúffu gleðinnar. Þar verða töfrarnir til.“
20.11.2019 - 09:21
Gagnrýni
Þrotabúskapur ástarinnar
Bókarýnir Víðsjár segir að sjálfsævisöguleg nálgun Tilfinningabyltingarinnar eftir Auði Jónsdóttur sníði verkinu of þröngan stakk, til að særa ekki hlutaðeigandi eða stuða of mikið. Það leiði til þess að eyður séu í frásögninni og hún ekki nógu hreinskilin.
Viðtal
Óraunverulegt að ganga í gegnum skilnað
Auður Jónsdóttir rifjaði meðal annars upp kynnin við bari bæjarins eftir að hún skildi við eiginmann sinn. „Allt í einu er ég orðin eins og ég sé 24 ára aftur að hitta menn, babbla og fara út með vinkonunum - allar með eldrauðan varalit að kjafta inni á klósetti,“ segir höfundurinn sem sendir frá sér sjálfsævilegu skáldsöguna Tilfinningabyltinguna.
06.11.2019 - 20:30
Viðtal
Geðveiki er gróðrarstía fyrir brandara
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir vendir í kvöld kvæði sínu í kross og flytur frumsamið uppistand fyrir fullum sal af fólki í Þjóðleikhúsinu. „Dóri DNA frændi minn er að gefa út skáldsögu svo mér finnst viðeigandi að ég fari í uppistandið,“ segir hún. „Ég get kallað mig Auði DNA.“
20.09.2019 - 15:04
Átti að passa en endaði á sviði
Þegar rithöfundurinn Auður Jónsdóttir var táningur fékk hún það verkefni að passa dóttur Röggu Gísla yfir verslunarmannahelgi. Einhvern veginn endaði hún í staðinn á sviði með Stuðmönnum.
Tryggðarpantur Auðar á hvíta tjaldið
Kvikmyndin Tryggð verður frumsýnd í kvikmyndahúsum um mánaðamótin. Myndin er byggð á skáldsögunni Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur frá árinu 2006.
18.01.2019 - 11:23
Guðrún, Auður og Kristín fá Fjöruverðlaun
Smásagnasafn Guðrúnar Evu Mínervudóttur, fræðibók Auðar Jónsdóttur, Báru Huldar Beck og Steinunnar Stefánsdóttur og barnabók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur fá Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna – í ár.
Sköpunarsaga rithöfundar
Auður Jónsdóttir gengur nærri sjálfri sér og fjölskyldu sinni í skáldævisögunni Ósjálfrátt. Sagan er ein fimm hljóðbóka í jólapakka Rásar 1 og menningarvefs RÚV.
Vistkerfi menningarinnar!
Auður Jónsdóttir hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins sem afhent var á Markúartorgi í gær við hátíðlega viðhöfn.
07.01.2016 - 10:23