Færslur: Auður Ava Ólafsdóttir

Gagnrýni
„Það er dýpt og viska í þessari sögu“
Nýjasta bók Auðar Övu Ólafsdóttur, Dýralíf, er margþátta verk sem þolir ítrekaðan lestur, segja gagnrýnendur Kiljunnar.
Gagnrýni
Jafnvægi ljóss og myrkurs
Dauðinn er sífellt nálægur í nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi. „Frásögnin er oft knöpp en milli línanna liggur hafsjór af myrkri og sorg en líka mikið ljós.“
Kiljan
„Kannski er tilgangur okkar að vera glöð og elska“
Í nýrri skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur finnur söguhetjan í dánarbúi frænku sinnar handrit sem fjallar um mannskepnuna, grimmd hennar og veikleika. Báðar eru konurnar ljósmæður og vöktu örlög manna svo mikinn ugg hjá þeirri eldri að hún vildi helst ekki setja hvítvoðunga í fang foreldranna eftir fæðingu.
23.11.2020 - 15:00
Enginn vill dýrgripina sem fólk safnar og deyr frá
Þegar fólk fellur frá er nokkuð algengt hús þess og íbúðir séu seldar með öllu dánarbúinu. Þessu tók Auður Ava Ólafsdóttir eftir þegar hún var að skoða fasteignaauglýsingar og varð það henni innblástur að nýjustu bók sinni Dýralíf sem kom út á dögunum.
16.11.2020 - 11:58
Auður Ava fær ein virtustu bókmenntaverðlaun Frakka
Auður Ava Ólafsdóttir fær Médici-bókmenntaverðlaunin í ár fyrir bestu erlendu skáldsöguna.
08.11.2019 - 13:25
Gagnrýni
Kómískur kraftur á kostnað dramatísks kjarna
Leiksýningin Ör, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, er virðingarverð tilraun til að takast á við erfiðleika hinnar hversdagslegu tilvistar mannsins, segir Karl Ágúst Þorbergsson gagnrýnandi.
Auður tilnefnd til virtra franskra verðlauna
Auður Ava Ólafsdóttir er tilnefnd til Médici-bókmenntaverðlaunanna í ár. Verðlaunin eru bæði veitt frönskum og þýddum skáldsögum
Engin þjáning er ómerkileg
Auður Ava Ólafsdóttir fjallar um sársaukann og örin sem táknmynd um þjáningu mannsins í skáldsögunni Ör. Sagan er ein fimm hljóðbóka í jólapakka Rásar 1 og menningarvefs RÚV.
23.12.2018 - 13:10
Gagnrýni
Að komast lifandi frá hlutverki konunnar
„Ungfrú Ísland fjallar um baráttukonuna Heklu, hún berst ekki á torgum eða á þingpöllum, heldur verður líf hennar eins konar andófsgjörningur gegn ríkjandi hefðum samfélagsins,“ segir Andri M. Kristjánsson um nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur. Bókin tali auk þess beint inn í samtíma okkar þrátt fyrir að sögusvið hennar sé Reykjavík árið 1963.
Gagnrýni
Þurfti að pína sig til að lesa bókina hægt
Gagnrýnendur Kiljunnar eru stórhrifnir af skáldsögunni Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Höfundi takist að ná tökum á lesandanum og búi til óhugnaðarheim sem þrengir að vel gerðu hæfileikafólki á alla enda og kanta.
Viðtal
Samfélag sem vængstýfir næmt og skapandi fólk
Auður Ava Ólafsdóttir, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, hefur sent frá sér nýja skáldsögu. Í henni fjallar hún um skáld sem aldrei varð til. „Ég stóðst ekki mátið að búa til frumlegan kvenrithöfund sem gæti hafa verið til ef samfélagið hefði verið öðruvísi.“
Viðtal
Skandínavar sjá myrkur en suðrænar þjóðir ljós
Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur fylgir eftir bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs með því að keyra vestur í Dali í næstu viku og lesa upp í fjósi.  
Saga um þjáningu sem óx líkt og rótarskot
„Mér fannst, í ljósi heimsins í dag og þessa miðaldra valds karlmannsins, gaman að skoða þann sem hefur ekki vald og á ekkert og er ekkert,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir um skáldsöguna Ör. Auður fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina í gær.
Viðtal
Verðlaunin mikil viðurkenning fyrir Íslendinga
Það er mikil viðurkenning fyrir Íslendinga að hljóta tvenn af fimm verðlaunum Norðurlandaráðs, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Hún segir verðlaunin mikinn heiður fyrir listamennina sem hafi lagt hart að sér. Kvikmyndaverðlaunin hlutu leikstjóri, handritshöfundur og framleiðendur kvikmyndarinnar Kona fer í stríð og bókmenntaverðlaunin hlaut Auður Ava Ólafsdóttir fyrir skáldsöguna Ör.
Viðtal
Tileinkar þýðendum verðlaunin
Íslendingar voru sigursælir á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Osló í kvöld. Auður Ava Ólafsdóttir hlaut bókmenntaverðlaun fyrir bókina Ör og Benedikt Erlingsson var verðlaunaður fyrir kvikmynd sína Kona fer í stríð.
30.10.2018 - 22:53
Íslendingar með tvenn verðlaun Norðurlandaráðs
Afhending verðlauna Norðurlandaráðs fór fram í kvöld. Þar hlutu Íslendingar verðlaun í tveimur flokkum, fyrir bestu bók og bestu kvikmynd. Einnig voru veitt verðlaun í flokki barna- og unglingabókmennta og tónlistar, auk umhverfisverðlauna.
Myndskeið
Auður fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018 fyrir skáldsöguna Ör. Tilkynnt var um verðlaunin á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Ósló í Noregi.
30.10.2018 - 19:55
Viðtal
Auður Ava: Ímyndunaraflið er líka veruleiki
„Þegar ég var að skrifa þessa bók hafði ég mikinn áhuga á hugmyndum um minninguna og minnið,“ segir rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir sem nú er að lesa skáldsögu sína Undantekninguna sem kvöldsögu á Rás 1.
Undantekningin ný kvöldsaga Rásar 1
Skáldsagan Undantekingin eftir Auði Övu Ólafsdóttur er ný kvöldsaga á Rás 1. Auður hefur lestur sögunnar í kvöld. Að því tilefni var tekið ýtarlegt viðtal við Auði um bókina sem birt verður hér á vefnum næstu dögun en gripið var niður í viðtalið og lestur Auðar Övu í Víðsjá í dag. Innslagið má heyra hér fyrir ofan.
Esseyjuröð Rásar 1
Og hvað svo?
Rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir fjallar um óvissuna. Það sem er væntanlegt. Það sem er yfirvofandi. Það sem gerist. Eða mun ekki gerast
12.04.2017 - 18:51
Tilgangslaust að hafa ekkert að segja
Auður Ava Ólafsdóttir, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Ör, segist vera þakklát fyrir að vera komin í hóp með „hinum strákunum og nokkrum flottum kvenrithöfundum sem hafa fengið þessi verðlaun áður.“
Íslensku bókmenntaverðlaunin - ræður
Auður Ava Ólafsdóttir hlaut í kvöld íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Ör.
Kærkomin bók sem allir ættu að lesa
Ör, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, er kærkomin skáldsaga sem ber sterk einkenni höfundar segir Vera Knútsdóttir, gagnrýnandi Viðsjár. „Hún er listilega vel skrifuð, áferðarfalleg og djúpvitur, og tekur á málefnum sem höfða til samvisku lesandans.“