Færslur: Auðlindir- og umhverfismál

Ekki náðist samkomulag um hafréttarsamning
Tveggja vikna fundahöldum fulltrúa Sameinuðu þjóðanna um gerð samnings til verndunar og nýtingar lífríkis úthafanna er lokið án niðurstöðu. Ætlunin var að finna sameiginlega lausn á umhverfis- og efnahagsvanda tengdum höfunum.
Fulltrúar olíufyrirtækja svara ásökunum þingnefndar
Fulltrúar stærstu olíufyrirtækjanna í Bandaríkjunum sitja nú eiðsvarnir undir spurningum eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Nefndin sakar fyrirtækin um að hafa leynt niðurstöðum yfir fjörutíu ára gamala rannsókna um áhrif notkunar jarðefnaeldsneytis á umhverfið. 
Að kaupa og sleppa
Stefán Gíslason flutti umhverfispistil í Samfélagið sem fjallaði um innkaup og áhrif þeirra á plánetuna
Myndskeið
„Eitt af stóru viðfangsefnunum sem blasa við okkur“
Það er alvarlegt mál hversu víða örplast er að finna, og nauðsynlegt að herða enn róðurinn í baráttunni gegn plastmengun. Þetta segir umhverfisráðherra. Hann vill að gerðir verði alþjóðlegir samningar til að berjast gegn því að plast berist í heimshöfin.
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Myndskeið
Vilja reisa risastórar vindmyllur á Mosfellsheiði
Fjölmargar allt að 200 metra háar vindmyllur gætu risið á Mosfellsheiði innan fárra ára, verði hugmyndir norsks fyrirtækis að veruleika. Kostnaður nemur tugum milljarða. Umverfismat er í undirbúningi og Skipulagsstofnun hefur fengið margar athugasemdir.
Stefna að loftslagsvænni landbúnaði
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafa kynnt í ríkisstjórn ramma um samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um samstarfsverkefni stjórnvalda og sauðfjárbænda um aðgerðir í loftslagsmálum.
Bann við netaveiði úrskurðað ólögmætt
Félagsmönnum í Veiðifélagi Árnesinga var ekki heimilt að samþykkja bann við netaveiði í Ölfusá og Hvítá. Þetta er niðurstaða Fiskistofu. Hluti félagsmanna tók í vor aðalfund félagsins yfir og knúði fram bann, þeir sem voru ósáttir kærðu.