Færslur: Auðlindir- og umhverfismál

Stefna að loftslagsvænni landbúnaði
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafa kynnt í ríkisstjórn ramma um samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um samstarfsverkefni stjórnvalda og sauðfjárbænda um aðgerðir í loftslagsmálum.
Bann við netaveiði úrskurðað ólögmætt
Félagsmönnum í Veiðifélagi Árnesinga var ekki heimilt að samþykkja bann við netaveiði í Ölfusá og Hvítá. Þetta er niðurstaða Fiskistofu. Hluti félagsmanna tók í vor aðalfund félagsins yfir og knúði fram bann, þeir sem voru ósáttir kærðu.