Færslur: Auðlindir og umhverfismál

Myndskeið
Mikilvægt að ná heildstætt utan um matarsóun
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vonast til að geta búið til hvata til að minnka úrgang og matarsóun í vetur. Markmiðið er að draga úr matarsóun um helming á næstu tíu árum.
Auðlindir jarðar þetta árið fullnýttar
Þolmarkardagur jarðar er liðinn. Það sem eftir lifir árs munum við nýta auðlindir jarðar á kostnað komandi kynslóða. Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallaði um daginn í Samfélaginu á Rás 1 og nauðsyn þess að við minnkun vistspor jarðarbúa og lærdóminn af kórónaveiru faraldrinum.
Stækka fólkvanginn Hlið á Álftanesi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað auglýsingu um stækkun friðlýsingar fólkvangsins Hliðs á Álftanesi. Með stækkuninni er landsvæði þar sem áður var gert ráð fyrir byggingarlóðum orðið hluti fólkvangsins.
Sveitarfélög mörg neikvæð í garð Hálendisþjóðgarðs
Sveitarfélög eru mörg hver neikvæð í garð Hálendisþjóðgarðs og segja hann skerða skipulagsvald þeirra. Neikvæðust eru sveitarfélög í Árnessýslu og á Norðurlandi vestra.
Viðtal
Græða á að bjarga gámförmum frá landfyllingu
Par sem vinnur að því að innrétta vinnustofur og íbúðir í húsum sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi hefur bjargað heilu gámförmunum af notuðu byggingarefni sem annars hefði líklega verið urðað eða notað sem uppfylling. Óvissa ríkir um afdrif byggingarúrgangs á Íslandi en ljóst er að miklu er hent sem mætti nota. Framkvæmdastjóri félagasamtakanna Grænnar byggðar segir mikla sóun viðgangast. 
Jökulsá á Fjöllum friðuð fyrir orkuvinnslu
Vatnasvið Jökulsár á Fjöllum á Norðausturlandi er fyrsta svæðið sem er friðað fyrir orkuvinnslu. Vatnasvið árinnar og áin sjálf suður af brúnni hjá Ásbyrgi verður friðlýst. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfesti friðlýsinguna í dag við athöfn í Ásbyrgi. Hún er hluti af friðlýsingarátaki ráðherra.
Aukið samstarf um náttúruvernd
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, undirrituðu á dögunum yfirlýsingu um aukið samstarf stofnananna vegna uppbyggingar innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
08.07.2019 - 13:11
Hætti að kaupa sér föt fyrir 6 árum
Ég hef aldrei fengið neinar neikvæðar athugasemdir um að ég sé ekki nógu töff, segir kona sem hefur ekki keypt sér föt nema með sárafáum undantekningum í sex ár. Birgittu Stefánsdóttur ofbauð neysluhyggja Vesturlandabúa en að jafnaði kaupir hver Íslendingur sér sautján kíló af fötum á ári.
Sterk viðbrögð við Hvað höfum við gert?
Á sunnudag hóf göngu sína ný íslensk þáttaröð um loftslagsmál og þá vá sem náttúrunni steðjar af mannkyninu.
Fréttaskýring
Ellefu ár til að draga verulega úr losun
Það er reglulega bent á að Ísland verði að fara að hysja upp um sig í loftslagsmálum, því nái ríkið ekki alþjóðlegum markmiðum um minni losun, þurfi að kaupa kolefniskvóta - og það gæti reynst dýrt spaug.
„Ekki tími fyrir svona vitleysu“
Áform Hvals hf. um að hefja hvalveiðar að nýju í sumar vekja furðu Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, og er hann efins um að af þeim verði. Árni segist ekki hafa orðið var við nein fagnaðarlæti í ráðuneyti sjávarútvegsmála, eins og svo oft áður, enda hafi ráðherrar næg önnur verkefni. T.d. þurfi utanríkisráðherra að ná samningum við Breta vegna útgöngu úr ESB. „Þetta mál gengur þvert á samtímann,“ sagði Árni Finnsson á Morgunvaktinni á Rás 1.
Fréttaskýring
Á vindurinn heima í rammaáætlun?
Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir að ef vindorka verði látin heyra undir rammaáætlun verði vindmyllugarðar ekki að veruleika næstu 6 til 8 ár. Ágreiningur er milli umhverfisráðuneytis og Orkustofnunar um hvort vindorka falli undir lög um rammaáætlun.
06.02.2018 - 17:00
Mikil arðsemi í sjávarútvegi
Arðsemi í sjávarútvegi er ríflega tvöfalt meiri en að meðaltali í íslensku atvinnulífi. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að arðsemi eigna í sjávarútvegi hafi dregist verulega saman milli áranna 2012, þegar hún var 25 prósent, og 2016, þegar hún var 13 prósent. Meðalarðsemi eigna í íslenska viðskiptahagkerfinu var aftur á móti aðeins 6 prósent, segir í frétt blaðsins.
Viðhorf ráðherra til reykskýsins ólík
Heilbrigðisráðherra og umhverfisráðherra úr flokki Vinstri grænna vilja bregðast við svifryksmenguninni sem varð um áramótin. Dómsmálaráðherra úr Sjálfstæðisflokki segir að veðurskilyrði á nýársnótt hafi verið sérstök, horfa verði til þess. 
03.01.2018 - 19:25
Fréttaskýring
Sýni úr flugeldaskýinu send í rannsókn
Efnainnihald mengunarskýsins sem lagðist yfir höfuðborgarsvæðið á nýársnótt verður greint sérstaklega. Umhverfisverkfræðingur talar um umhverfisslys og segir breytinga þörf. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir flugeldana sem björgunarsveitirnar selja uppfylla öryggisstaðla en getur ekki fullyrt um þungmálmainnihald. Neytendastofu skortir fjármagn til þess að sinna lögbundnu eftirliti með skoteldum.
02.01.2018 - 19:06
Opin gátt fyrir ólöglegt regnskógatimbur
Starfsmenn Mannvirkjastofnunar hafa áttað sig á því að óprúttnir aðilar geta, fræðilega séð, nýtt sér Ísland sem þvottastöð fyrir ólöglegt regnskógatimbur, látið sem timbrið sé frá Bandaríkjunum eða Kanada, sem eru örugg upprunalönd, fengið pappíra stimplaða og komið timbrinu á markað í Evrópu. En hefur slíkt viðgengist? Það er ekkert sem bendir til þess en það er heldur ekki hægt að útiloka það því eftirlit hefur ekki verið til staðar. Nú á að loka þessari glufu.
Fréttaskýring
Eins og 16 Boeing 757 vélar færu í Kölku á ári
Í fyrra voru hátt í þúsund tonn af sorpi frá Keflavíkurflugvelli brennd í sorpbrennslustöð Kölku og tæplega 800 tonn urðuð. Sóttvarnarlög, aðstöðuleysi á vellinum og gjaldfrelsið í fríhöfninni eru meðal þess sem lengi hefur sett flokkun sorps frá flugstöðinni og úr flugvélum skorður. Unnið er að lausn.
Skoða aðgangsstýringu á Hornströndum
Umhverfis- og auðlindaráðherra telur brýnt að skoða stýringu ferðamanna á Hornströndum nú þegar skemmtiferðaskip eru farin að hafa þar viðkomu. Farþegar skemmtiferðaskipsins Le Boreal, sem fóru á Hornstrandir á laugardaginn, höfðu ekki heimild til þess. 
31.07.2017 - 22:15
Hundraðfalda endurnýjanlega orkugjafa á sjó
Til stendur að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa verulega í samgöngum. Árið 2030 er stefnan tekin á 10% hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í haftengdri starfsemi. Hlutfallið er nú 0,1%, aukningin yrði þá hundraðföld. Á landi er hlutfallið nú 6% en stefnt er að 10% hlutdeild árið 2020 og 40% 2030.
21.06.2017 - 08:25
Landsvirkjun verði að fullu í eigu ríkisins
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og fimm aðrir þingmenn flokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að Landsvirkjun verði að fullu og öllu leyti í eigu íslenska ríkisins.
02.05.2017 - 18:41
Maurasýra hugsanlegur sökudólgur
Allt bendir nú til þess að arsenmengun í Reykjanesbæ sé vel undir viðmiðunarmörkum. Lítil arsenmengun mældist í janúar og febrúar á þessu ári. Umhverfisstofnun benti Orkurannsóknum á að gleymst hefði að taka svokallað blanksýni. Nú hefur komið í ljós að þau mistök skiptu ekki sköpum. Spjótin beinast að fyrirtækinu sem greinir gögnin í Svíþjóð. Talið er að það hafi misstigið sig við útreikninga eða meðhöndlun sýna.
Fréttaskýring
Ráðgáta í Reykjanesbæ: „Svikin vara“
Ekki er enn fyllilega ljóst hvaðan arsenmengun sem mælst hefur í Helguvík kemur. Sóttvarnarlæknir telur íbúum Reykjanesbæjar ekki stafa bráð hætta af menguninni en forseti bæjarráðs segir að taka verði mark á einkennum bæjarbúa þó hugsanlega sé eitthvað um múgsefjun. Reykjanesbær hefur sent skuldir United silicon í innheimtu og íbúar skipuleggja mótmæli. Mengunarmælingar eru mótsagnakenndar að sögn efnaverkfræðings sem hefur umsjón með þeim.  
Völdu aldrei að nýta endurheimt votlendis
Óvissan sem ríkir um áhrif þess að endurheimta votlendi er svo mikil að stjórnvöld hyggjast ekki nýta þessa aðgerð formlega sér til framdráttar fyrr en í fyrsta lagi eftir að tímabil Kyoto-bókunarinnar rennur sitt skeið árið 2020. Ráðamenn hafa talað mikið um endurheimt en þeir hafa aldrei valið þessa aðgerð formlega. Það skortir rannsóknir og aðferðafræði, bæði til þess að kortleggja áhrif endurheimtar og áhrif framræslu. Hversu djúpstæð er vanþekkingin? Eru stjórnvöld á villigötum?
Ekki nóg að fjölga hraðhleðslustöðvum
Álagsstýring, heimtaugastækkanir, netlausnir og byggingareglugerðin. Ef rafbílavæðing á að verða að veruleika hér á landi þarf að huga að fleiru en fjölgun hraðhleðslustöðva. Verkfræðingur segir brýnt að taka tillit til hennar í skipulagsmálum og við þróun dreifikerfis. Þá þurfi að hafa rafbílavæðingu í huga við hönnun og byggingu nýrra fjölbýlishúsa því það sé margfalt dýrara að gera úrbætur eftir á.
Plast: Frábær lausn og stórkostlegt vandamál
Ekki eru allir sannfærðir um að plast sé vandamál. Framkvæmdastjóri Plastiðjunnar, sem framleiðir einnota plastflöskur, segir að maðurinn sé vandamál, ekki plastið, plast sé besta umbúðalausnin sem völ sé á í dag. Á heimasíðu fyrirtækisins segir: „Plastiðnaði og notkun fylgir lítil mengun sem fer ört minnkandi." Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að ekki sé rétt að útrýma einnota plastumbúðum en efast ekki um vandann sem plastið veldur. Hér á landi er 70% umbúðaplasts urðað.
09.03.2017 - 17:24