Færslur: Auðlindir og umhverfismál

Áhrif loftslagsbreytinga eru að raungerast
„Það verður aldrei of seint að bregðast við loftslagsbreytingum. Við erum að forða okkur frá verri og verri afleiðingum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, forstjóri Landverndar. „En það sem við sjáum núna er að áhrifin sem hafði verið varað við eru að raungerast.“
Seinagangur, frestun og ábyrgðarleysi í loftslagsmálum
Seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi, ábyrgðarfirring og sérhagsmunir hafa verið ríkjandi yfirbragð íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri harðorðri yfirlýsingu frá Landvernd um aðgerðir íslenskra stjórnvalda í málaflokknum.
Íbúar efins um byggingu vindorkuvers
Forseti sveitarstjórnar Norðurþings segir að kanna þurfi betur vilja íbúa sveitarfélagsins til vindorkuvers á Melrakkasléttu áður en aðalskipulagi verði breytt. 
230 milljónir í styrki til að efla hringrásarhagkerfið
Guðmundir Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag 31 verkefni sem fær úthlutun úr sjóði fyrir verkefni sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi. Hæstu styrkir sem veittir eru til einstakra verkefna eru 20 milljónir króna.
Undirritun skilmála fyrir nýjum þjóðgarði frestast
Orkubú Vestfjarða hefur áhyggjur af því að fyrirhugaður þjóðgarður á Vestfjörðum muni standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Skilmálar verða ekki undirritaðir 17. júní eins og upphaflega stóð til.
145. vika loftslagsverkfalls Gretu Thunberg
Hundrað fjörutíu og fimm vikur eru síðan sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg skrópaði úr skólanum í fyrsta sinn í þágu umhverfisins. Í stað þess að mæta í skólann bjó hún til skilti sem á stóð Skolstrejk för klimatet, eða Skólaverkfall fyrir loftslagið, og mótmælti einsömul fyrir framan sænska þinghúsið.
Kosið um nafn fyrir fyrirhugaðan þjóðgarð á Vestfjörðum
Dynjandisþjóðgarður og Vesturgarður eru meðal þeirra nafna sem hægt er að kjósa um fyrir fyrirhugaðan þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum. Fimm nöfn koma til greina en stefnt er að því að þjóðgarðurinn verði stofnaður eftir þrjár vikur.
Myndskeið
„Við borðum þetta, við drekkum þetta“
Örplast er stöðugt að aukast í umhverfinu og við borðum það, drekkum það og öndum því að okkur. Þetta segir sérfræðingur í rannsóknum á örplasti. Mikilvægt sé að misnota ekki plast til þess að sporna við örplasti í umhverfinu.
29.04.2021 - 11:10
Myndskeið
Stofnuðu náttúruklúbb og tína rusl um helgar
Sjö stelpur úr Laugarneshverfi stofnuðu náttúruklúbb eftir að hafa heyrt um loftslagsbaráttukonuna Gretu Thunberg. Þær tína rusl og hvetja aðra krakka til að vinna að umhverfisvernd. Fullorðnir eru velkomnir í Náttúruklúbbinn.
18.04.2021 - 19:27
Danir ákveða að hætta olíuvinnslu
Danir ætla ekki að veita frekari leyfi til olíuleitar og hætta olíuvinnslu í Norðursjó árið 2050. Samkomulag tókst um þetta á danska þinginu í gærkvöld. Samkomulaginu er fagnað og Danir telja sig vera að gefa öðrum þjóðum fordæmi til eftirbreytni.
Myndskeið
Mikilvægt að ná heildstætt utan um matarsóun
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vonast til að geta búið til hvata til að minnka úrgang og matarsóun í vetur. Markmiðið er að draga úr matarsóun um helming á næstu tíu árum.
Auðlindir jarðar þetta árið fullnýttar
Þolmarkardagur jarðar er liðinn. Það sem eftir lifir árs munum við nýta auðlindir jarðar á kostnað komandi kynslóða. Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallaði um daginn í Samfélaginu á Rás 1 og nauðsyn þess að við minnkun vistspor jarðarbúa og lærdóminn af kórónaveiru faraldrinum.
Stækka fólkvanginn Hlið á Álftanesi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað auglýsingu um stækkun friðlýsingar fólkvangsins Hliðs á Álftanesi. Með stækkuninni er landsvæði þar sem áður var gert ráð fyrir byggingarlóðum orðið hluti fólkvangsins.
Sveitarfélög mörg neikvæð í garð Hálendisþjóðgarðs
Sveitarfélög eru mörg hver neikvæð í garð Hálendisþjóðgarðs og segja hann skerða skipulagsvald þeirra. Neikvæðust eru sveitarfélög í Árnessýslu og á Norðurlandi vestra.
Viðtal
Græða á að bjarga gámförmum frá landfyllingu
Par sem vinnur að því að innrétta vinnustofur og íbúðir í húsum sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi hefur bjargað heilu gámförmunum af notuðu byggingarefni sem annars hefði líklega verið urðað eða notað sem uppfylling. Óvissa ríkir um afdrif byggingarúrgangs á Íslandi en ljóst er að miklu er hent sem mætti nota. Framkvæmdastjóri félagasamtakanna Grænnar byggðar segir mikla sóun viðgangast. 
Jökulsá á Fjöllum friðuð fyrir orkuvinnslu
Vatnasvið Jökulsár á Fjöllum á Norðausturlandi er fyrsta svæðið sem er friðað fyrir orkuvinnslu. Vatnasvið árinnar og áin sjálf suður af brúnni hjá Ásbyrgi verður friðlýst. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfesti friðlýsinguna í dag við athöfn í Ásbyrgi. Hún er hluti af friðlýsingarátaki ráðherra.
Aukið samstarf um náttúruvernd
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, undirrituðu á dögunum yfirlýsingu um aukið samstarf stofnananna vegna uppbyggingar innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
08.07.2019 - 13:11
Hætti að kaupa sér föt fyrir 6 árum
Ég hef aldrei fengið neinar neikvæðar athugasemdir um að ég sé ekki nógu töff, segir kona sem hefur ekki keypt sér föt nema með sárafáum undantekningum í sex ár. Birgittu Stefánsdóttur ofbauð neysluhyggja Vesturlandabúa en að jafnaði kaupir hver Íslendingur sér sautján kíló af fötum á ári.
Sterk viðbrögð við Hvað höfum við gert?
Á sunnudag hóf göngu sína ný íslensk þáttaröð um loftslagsmál og þá vá sem náttúrunni steðjar af mannkyninu.
Fréttaskýring
Ellefu ár til að draga verulega úr losun
Það er reglulega bent á að Ísland verði að fara að hysja upp um sig í loftslagsmálum, því nái ríkið ekki alþjóðlegum markmiðum um minni losun, þurfi að kaupa kolefniskvóta - og það gæti reynst dýrt spaug.
„Ekki tími fyrir svona vitleysu“
Áform Hvals hf. um að hefja hvalveiðar að nýju í sumar vekja furðu Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, og er hann efins um að af þeim verði. Árni segist ekki hafa orðið var við nein fagnaðarlæti í ráðuneyti sjávarútvegsmála, eins og svo oft áður, enda hafi ráðherrar næg önnur verkefni. T.d. þurfi utanríkisráðherra að ná samningum við Breta vegna útgöngu úr ESB. „Þetta mál gengur þvert á samtímann,“ sagði Árni Finnsson á Morgunvaktinni á Rás 1.
Fréttaskýring
Á vindurinn heima í rammaáætlun?
Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir að ef vindorka verði látin heyra undir rammaáætlun verði vindmyllugarðar ekki að veruleika næstu 6 til 8 ár. Ágreiningur er milli umhverfisráðuneytis og Orkustofnunar um hvort vindorka falli undir lög um rammaáætlun.
06.02.2018 - 17:00
Mikil arðsemi í sjávarútvegi
Arðsemi í sjávarútvegi er ríflega tvöfalt meiri en að meðaltali í íslensku atvinnulífi. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að arðsemi eigna í sjávarútvegi hafi dregist verulega saman milli áranna 2012, þegar hún var 25 prósent, og 2016, þegar hún var 13 prósent. Meðalarðsemi eigna í íslenska viðskiptahagkerfinu var aftur á móti aðeins 6 prósent, segir í frétt blaðsins.
Viðhorf ráðherra til reykskýsins ólík
Heilbrigðisráðherra og umhverfisráðherra úr flokki Vinstri grænna vilja bregðast við svifryksmenguninni sem varð um áramótin. Dómsmálaráðherra úr Sjálfstæðisflokki segir að veðurskilyrði á nýársnótt hafi verið sérstök, horfa verði til þess. 
03.01.2018 - 19:25
Fréttaskýring
Sýni úr flugeldaskýinu send í rannsókn
Efnainnihald mengunarskýsins sem lagðist yfir höfuðborgarsvæðið á nýársnótt verður greint sérstaklega. Umhverfisverkfræðingur talar um umhverfisslys og segir breytinga þörf. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir flugeldana sem björgunarsveitirnar selja uppfylla öryggisstaðla en getur ekki fullyrt um þungmálmainnihald. Neytendastofu skortir fjármagn til þess að sinna lögbundnu eftirliti með skoteldum.
02.01.2018 - 19:06