Færslur: ÁTVR

Sala á áfengi í Vínbúðum jókst um 18% milli ára
Sala á áfengum drykkjum í Vínbúðunum jókst um 18 prósent á liðnu ári miðað við 2019. Talsverð aukning varð í sölu á bjór og léttvíni.
05.01.2021 - 04:35
Rúmlega 50 manns í röð við ÁTVR á Akureyri
Gríðarlega langar raðir hafa myndast við verslun ÁTVR á Akureyri í dag. Vegna samkomutakmarkana er aðeins 25 viðskiptavinum hleypt inn í verslunina í einu.
30.12.2020 - 15:49
Innlent · Norðurland · Akureyri · ÁTVR · Raðir
Keyptu 64 þúsund lítra af jólabjór
Um 64 þúsund lítrar af jólabjór seldust í Vínbúðum ÁTVR þegar sala hófst í gær. Þetta er rúm tvöföldun milli ára. Alls eru 60 íslenskar tegundir af jólabjór á boðstólum í ár og hafa aldrei verið fleiri.
06.11.2020 - 14:55
Innlent · Bjór · Áfengi · ÁTVR · Covid 19 · Sóttvarnir
Áfengisfrumvarp ýmist sagt menningarauki eða meinvaldur
Dómsmálaráðherra er ýmist hvattur til að láta frumvarp sitt til breytinga á áfengislögum niður falla eða því er fagnað sem mikilli réttarbót og menningarauka.
11.10.2020 - 14:35
Sala á neftóbaki hefur minnkað um rúmlega þriðjung
Sala á neftóbaki var ríflega þriðjungi minni á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í frétt blaðsins segir að tæp 14 tonn af neftóbaki hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er 36 prósentum minna en fyrstu sex mánuði ársins 2019. Það ár varð hins vegar lítilsháttar aukning á neftóbakssölu frá árinu áður.
24.07.2020 - 05:19