Færslur: ÁTVR

Aukin áfengisdrykkja fyrir norðan og austan í sumar
Íslendingar hafa drukkið sjö komma eina milljón lítra af áfengi síðustu þrjá mánuði. Bjór er þrír fjórðu af heildarlítramagni sem runnið hefur ofan í landann í sumar.  Veruleg aukning er á drykkju á Austurlandi og Norðurlandi þessa mánuði en örlítill samdráttur er í drykkju á höfuðborgarsvæðinu miðað við sölutölur ÁTVR
29.08.2021 - 12:18
Vilja svör um lögmæti vefverslunar með áfengi
Félag atvinnurekenda hefur sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi, þar sem farið er fram á skýr svör ráðuneytisins um lögmæti vefverslunar með áfengi. Innan vébanda FA eru aðilar sem hafa hug á að hasla sér völl á þessum markaði.
12.08.2021 - 15:13
Arnar kærir forstjóra ÁTVR 
Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir.
21.07.2021 - 16:13
Netverslun með áfengi „frábær viðbót“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fagnar netverslun með áfengi og segir hana frábæra viðbót. Hann segir gildandi löggjöf um áfengisverslun tímaskekkju sem tímabært sé að endurskoða.
Krefst afsökunarbeiðni frá forstjóra ÁTVR
Arnar Sigurðsson, eigandi Santee hf og Santewines, hefur sent Ívari Arndal, forstjóra ÁTVR, bréf þar sem þess er krafist að kærur ÁTVR til lögreglu á hendur Sante séu tafarlaust dregnar til baka og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu ásamt vefborðum sem birtir séu í eina viku á vefsíðum mbl.is og Vísis.is.
19.07.2021 - 14:22
Steðji skorar á Alþingi að hysja upp um sig
Brugghúsi Steðja hefur enn ekki borist stefna vegna vefverslunar sinnar með bjór sem þar er bruggaður, þó svo ÁTVR hafi tilkynnt sýslumanninum á Vesturlandi um meint lögbrot Brugghúss Steðja ehf. með smásölu áfengis í vefverslunum.
19.07.2021 - 11:16
ÁTVR kærir netverslun fyrir skattsvik
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur lagt fram kæru á hendur netversluninni Sante SAS fyrir meint skattsvik.
16.07.2021 - 07:14
Auðvelt að falsa skilríkin en erfitt að sannprófa þau
Stafrænu ökuskírteinin sem tekin voru í notkun síðasta sumar og eru víða notuð sem persónuskilríki valda starfsfólki Vínbúðanna miklum vandræðum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að sífellt verði meira um að fölsuðum rafrænum ökuskírteinum sé framvísað í Vínbúðunum.
07.07.2021 - 13:50
Kastljós
Fjórðungi ódýrara áfengi en hjá ÁTVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti í gær til sýslumanns þá skoðun að áfengissalinn Arnar Sigurðsson væri að brjóta lög með vefsölu sinni á áfengi. Arnar telur sig aftur á móti hafa fundið leið framhjá ÁTVR og selur áfengi samdægurs af lager sem hann heldur á Íslandi, á meðan fyrirtækið er skráð í Frakklandi og flokkast því sem erlend netverslun. 
ÁTVR tilkynnir um meint brot vefverslana
ÁTVR tilkynnti í gær sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og sýslumanninum á Vesturlandi um meint lögbrot Bjórlands ehf., Brugghúss Steðja ehf. og Sante ehf. með smásölu áfengis í vefverslunum.
09.06.2021 - 11:26
ÁTVR innkallar bjór vegna sprengihættu
ÁTVR hefur innkallað bjórinn Siglu Humlafley Session IPA frá brugghúsinu Brothers Brewery. Þetta er gert vegna hættu á að áldósirnar geti bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.
04.06.2021 - 13:52
2020 var metár í sögu ÁTVR
„Árið 2020 verður lengi í minnum haft hjá starfsfólki ÁTVR. Reksturinn var óvenjulegur og var afkoma ársins langt umfram áætlun. Heildarveltan fór yfir 50 milljarða og hefur aldrei, í tæplega hundrað ára sögu ÁTVR, verið svo há." Þannig hefst formáli Ívars J. Arndal, forstjóra ÁTVR, að árs- og samfélagsskýrslu fyrirtækisins, sem lesa má á vef þess.
15.05.2021 - 08:28
Myndskeið
Telur sig hafa fundið leið framhjá ÁTVR
Íslenskur víninnflytjandi telur sig hafa fundið leið fram hjá einkaleyfi ÁTVR á sölu áfengis hér á landi og afhendir áfengi samdægurs af lager. Fólk kaupir áfengið í vefverslun sem er hýst erlendis. Innflytjandinn fullyrðir að þetta sé löglegt og gerir ekki ráð fyrir að starfsemin verði stöðvuð.
08.05.2021 - 19:10
Sala á áfengi í Vínbúðum jókst um 18% milli ára
Sala á áfengum drykkjum í Vínbúðunum jókst um 18 prósent á liðnu ári miðað við 2019. Talsverð aukning varð í sölu á bjór og léttvíni.
05.01.2021 - 04:35
Rúmlega 50 manns í röð við ÁTVR á Akureyri
Gríðarlega langar raðir hafa myndast við verslun ÁTVR á Akureyri í dag. Vegna samkomutakmarkana er aðeins 25 viðskiptavinum hleypt inn í verslunina í einu.
30.12.2020 - 15:49
Innlent · Norðurland · Akureyri · ÁTVR · Raðir
Keyptu 64 þúsund lítra af jólabjór
Um 64 þúsund lítrar af jólabjór seldust í Vínbúðum ÁTVR þegar sala hófst í gær. Þetta er rúm tvöföldun milli ára. Alls eru 60 íslenskar tegundir af jólabjór á boðstólum í ár og hafa aldrei verið fleiri.
06.11.2020 - 14:55
Innlent · Bjór · Áfengi · ÁTVR · Covid 19 · Sóttvarnir
Áfengisfrumvarp ýmist sagt menningarauki eða meinvaldur
Dómsmálaráðherra er ýmist hvattur til að láta frumvarp sitt til breytinga á áfengislögum niður falla eða því er fagnað sem mikilli réttarbót og menningarauka.
11.10.2020 - 14:35
Sala á neftóbaki hefur minnkað um rúmlega þriðjung
Sala á neftóbaki var ríflega þriðjungi minni á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í frétt blaðsins segir að tæp 14 tonn af neftóbaki hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er 36 prósentum minna en fyrstu sex mánuði ársins 2019. Það ár varð hins vegar lítilsháttar aukning á neftóbakssölu frá árinu áður.
24.07.2020 - 05:19