Færslur: Atvinnuveganefnd

Segir enga innistæðu fyrir „vælinu í stórútgerðinni“
Þingmenn í atvinnuveganefnd Alþingis eru sammála um að skýrsla um eignarhald stærstu útgerðarfyrirtækja í sjávarútvegi sýni að tilefni sé til að hækka veiðigjöld.
Framhald strandveiða í september siglir í strand
Fjöldi strandveiðimanna er nú atvinnulaus vegna skorts á aflaheimildum. Ekki virðist samhugur á Alþingi um þá lagabreytingu sem þarf til að opna fyrir strandveiðar í september.
Telur svigrúm til að leyfa strandveiðar í september
Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hyggst beita sér fyrir því að strandveiðar verði leyfðar í september. Ef lagabreytingu þurfi til segist hún treysta á jákvæð viðbrögð á Alþingi.
Gæti orðið lífgjafi ferðaþjónustunnar
Lagt er til í nýju frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis að stofnaður verði Ferðaábyrgðasjóður sem endurgreiði fólki pakkaferðir sem féllu niður á tímabilinu mars til júní. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar frumvarpinu og segir að það gæti bjargað ferðaskrifstofum frá falli.
Ekki mögulegt að framlengja ferðagjöfina
Afmarka þyrfti í frumvarpi um ferðagjöf stjórnvalda hvað falli undir hugtakið íslensk kennitala. Verði fjárhæð hennar hækkuð þarf að líta til sjónarmiða um undanþágu tækifærisgjafa frá skattskyldu og ekki er heimilt að framlengja gildistíma hennar. Þetta kemur fram í áliti atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um ferðagjöf.