Færslur: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Allt sem átti að vera í lagi var í ólagi
Allt þetta helsta sem þarf að vera í lagi var ekki í lagi í þessu máli,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar um snjallforrit sem hannað var til að dreifa ferðagjöf stjórnvalda.
Ótækt að landeigendur stöðvi umbætur í Reynisfjöru
Verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir hluta landeigenda hafa staðið í vegi fyrir því að öryggi yrði bætt í Reynisfjöru þar sem ung kona lést í gær. Það sé ótækt að hægt sé að stöðva nauðsynlegar betrumbætur. 
Nýsköpun til framtíðar á landsbyggðinni
Fyrstu regnhlífarsamtök nýsköpunar á landsbyggðinni hafa verið sett á laggirnar undir nafninu Norðanátt. Markmiðið er að skapa tækifæri fyrir atvinnuskapandi frumkvöðlastarf.
Benedikt Árnason skipaður ráðuneytisstjóri
Benedikt Árnason er nýr ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hann tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni. Þrettán sóttu um embættið sem auglýst var 1. maí sl. Þrír voru metnir hæfastir og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði Benedikt í dag.
Myndskeið
Vegrún merkir ferðamannastaði og náttúruperlur
Upplýsingaskilti þurfa að geta staðið af sér vinda og fönn og falla vel að umhverfi sínu. Nýtt samræmt skiltakerfi fyrir ferðamannastaði og náttúruperlur hefur verið tekið í notkun.
Sumir færast til en aðrir missa vinnuna
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um opinberan stuðning við nýsköpun er orðið að lögum og í þeim felst að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður. Sumir starfsmenn miðstöðvarinnar færast til í starfi en aðrir missa vinnuna.
Segir jákvætt að greiðslur fyrir mjólk hækki til bænda
Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands segir jákvætt að afurðaverð hækki til bænda. Þann 1. apríl næstkomandi hækkar lágmarksverð 1. flokks hvers lítra mjólkur til bænda úr 97,84 krónum í 101,53, eða um 3,77% samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara.